188. fundur 27. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá
Gestur fundarins er Stefán Ólafsson, lögfræðingur sveitarfélagsins en hann situr fundinn undir lið 1 og 2.
Guðmundur Haukur Jakobsson bað um að einu máli yrði bætt við dagskrá og er það erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra og verður það mál númer 8 í dagskrá. Samþykkt með þremur atkvæðum

1.Kynning óbyggðanefndar á kröfum fjármála- og efnahagsráðherra um þjóðlendur á svæðum sem eru til meðferðar

2104027

Kynning óbyggðanefndar á kröfum fjármála- og efnahagsráðherra um þjóðlendur á svæðum sem eru til meðferðar skv. 7. mgr. 10. gr.laga nr. 58/1998. Meðal kröfusvæða ríksins eru svæði við norður- og vesturmörk Skrapatunguafréttar
Byggðarráð felur Stefáni Ólafssyni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í þessu máli

2.Blönduósbær - Lögfræðingur sveitarfélagsins

2104029

Stefán Ólafsson lögfræðingur sveitarfélagsins fer yfir ýmis mál er varðar sveitarfélagið
Stefán upplýsti Byggðarráð um ýmislegt sem tengist fasteignamarkaðnum og væntanlegar sölur á íbúðum bæjarins. Stefán greindi frá stöðunni varðandi ræktað land nr.86 og tillögur að málalokum. Einnig fór Stefán yfir forsögu og stöðu mála er varðar Kleifa og möguleg næstu skref í málinu en samkvæmt dómi Hæstaréttar segir m.a ,,Í málinu er ágreiningslaust að stefndi (Blönduósbær) er eigandi að grunneignarrétti þess lands sem jörðin nær til og að réttindi áfýjanda yfir henni séu afnotaréttindi"
Byggðarráð samþykkir að Stefán vinni að málinu áfram. Stefán vék af fundi 17:55

3.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Fjármál sveitarfélaga

2104022

Ósk um upplýsingar um stöðu fjármála
Byggðarráð felur Skrifstofu- og fjármálstjóra að svara erindinu

4.SSNV - Tilnefning í Samgöngu- og innviðanefnd

2104023

Beiðni um tilnefningu í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV
Byggðarráð tilnefnir Sigurgeir Þór Jónasson í nefndina og Guðmund Hauk Jakobsson til vara

5.Styrkumsókn - Frjálsíþróttadeild Hvatar

2104021

Erindi frá Steinunni Huldu Magnúsdóttur fyrir hönd Frjálsíþróttardeildar Hvatar er varðar styrkveitingu vegna atrennubrautar
Byggðarráð getur því miður ekki orðið við erindinu að svo stöddu

6.Flugklasinn - staða apríl 2021

2104024

Skýrsla Flugklasans - staðan í apríl 2021
Lagt fram til kynningar

7.Veiðifélag Blöndu og Svartár - Aðalfundarboð

2104028

Veiðifélag Blöndu og Svartár - Aðalfundarboð
Byggðarráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með umboð Blönduósbæjar á aðalfundunum vegna jarðanna Hnjúka, Kleifa og Enni

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Beiðni um afskriftir

2004018

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar afskriftir
Byggðarráð samþykkir að fella niður þing- og sveitasjóðsgjöld kr.40.043. Fært í Trúnaðarbók. Samþykkt með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?