85. fundur 01. desember 2020 kl. 17:00 - 19:21 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Fundurinn fór bæði fram að Hnjúkabyggð 33 og í fjarfundarbúnaði

1.Textílmiðstöð Íslands - Kynning

2011032

Kynning frá starfsmönnum Textílmiðstöðvar Íslands
Á fundinn mættu fulltrúar frá Textílmiðstöð Íslands og kynntu fyrir sveitarstjórn starfsemi stofnunarinna og þau verkefni sem framundan eru hjá stofnununni.

Sveitarstjórn þakkar fyrir kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2021 - Fyrri umræða

2011033

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2021 - fyrri umræða
Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, og Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri kynntu og fóru yfir drög að fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2021, ásamt 3 ára áætlun.

Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina. Útsvarshlutfall fjárhagsáætlunar er 14,52%.

Fjárhagsáætlun og 3 ára áætlun Blönduósbæjar vísað til Byggðaráðs til frekari vinnslu.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 18:55.

3.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 20

2011004F

Fundargerð 20. fundar Mennngar-, tómstunda-, og íþróttanefndar lögð fram til staðfestingar á 85. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 20 Nefndin fór yfir afgang af ráðstöfunarfé sínu. Miklar umræður sköpuðust en fjölbreytt málefni brenna á nefndarmeðlimum. Niðurstaðan var sú að eyrnamerkja peninginn í fræðslu og forvarnir fyrir ungmenni Blönduósbæjar. Formaður nefndar mun vinna áfram í verkefninu í samstarfi við Ungmennaráð.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 20 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar. Nefndin fagnar þessu stóra og mikilvæga framfaraskrefi fyrir samfélagið. Nefndin óskar Kristínu velfarnaðar í starfi og hlakkar til samstarfsins með henni við að þróa og bæta menningar-, íþrótta og tómstundastarf sveitarfélagsins.
  • 3.3 1811002 Ungmennaráð
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 20 Skipan í Ungmennaráð Blönduósbæjar 2020-2021 er eftirfarandi:
    Aðalmenn
    Björn Ívar Jónsson
    Harpa Sól Guðmundsdóttir
    Vilborg Jóhanna Líndal
    Guðmundur Lúðvík Jónsson
    Ólíver Pálmi Ingvarsson

    Varamenn
    Guðrún Tinna Rúnarsdóttir
    Harpa Hrönn Hilmarsdóttir
    Kristín Helga Þórðardóttir
    Þorsteinn Óskar Sigurðsson

  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 20 Nefndin óskar eftir því að viðhalda sérstakri fjárveitingu til verkefna nefndarinnar sem ráðstafað verður í þau málefni sem talin eru mikilvæg hverju sinni.

    Áherslur nefndarinnar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2021 eru eftirfarandi:

    Frisbígolfvöllur - Að unnið verði að því að Frisbígolfvöllur verði settur upp innan sveitarfélagsins.
    Ungbarnaleikvöllur - Að sett verði fjármagn í að koma upp ungbarnaleikvelli eða leikvelli sem að hentar yngri börnum samfélagsins á opnu svæði innan bæjarins.
    Skjólið/Frístundaheimili Blönduósbæjar - Að lögð verði áhersla á að bæta og þróa starf Skjólsins og stuðla að því að Frístundaheimili Blönduósbæjar verði að veruleika.
    Göngustígar - Að lagt verði áherslu á endurbætur, kortlagningu og fjölgun göngustíga í og við Blönduósbæ til þess að stuðla að og efla heilbrigði og útivist bæjarbúa.
    Húnavaka - Að haldið verði áfram að betrumbæta og styrkja bæjarhátíð Blönduósbæjar.
    17.júní - Að lögð sé áhersla á að viðhalda hátíðarhöldum á þessum degi.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 176

2011005F

Fundargerð 176. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 85. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Anna Margret Sigurðardóttir vék af fundi undir umræðu um lið 4.9.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 177

2011006F

Fundargerð 177. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 85. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:21.

Getum við bætt efni þessarar síðu?