82. fundur 24. september 2020 kl. 17:00 - 18:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir 1. varaforseti
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Vegagerðin - Kynning á breytinu á legu Þverárfjallsvegar nr. 73 á 2 km vegkafla

2009033

Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta og kynna breytingu á legu Þverárfjallsvegar nr. 73 á 2 km vegkafla
Fulltrúi Vegagerðarinnar mætti og kynnti minniháttar breytingu á veglínu Þverárfjallsvegar í landi Ennis.

Til stendur að framkvæmdir hefjist í mars 2021 ef fyrirhuguð flýtifjármögnun gengur eftir.

2.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66

2009004F

Fundargerð 66. fundar skipulags-, umherfis-, og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 82. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.1, 2.2, 2.3 og 2.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag á svæðinu. Nefndin gerir því ekki athugasemdir við byggingaráformin og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi þegar þau gögn sem vantar uppá hafa borist. Bókun fundar Afrgeiðsla skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Nefndin samþykkir tillöguna og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010 Bókun fundar Afrgeiðsla skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa samhliða aðalskipulagstillöguna og deiliskipulagstilllöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afrgeiðsla skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Byggingaráformin eru samþykkt.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Skipulagsfulltrúi fór yfir málið og þá staðsetningu sem sátt er um. Nefndin samþykkir byggingaráformin.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66
  • 2.7 2009020 Lóðarmál
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Skipulagsfulltrúi kynnti vinnu við leiðréttingu lóðarblaða. Um er að ræða augljós lóðarmörk og ekki er ágreiningur á milli aðila um lóðarmörk. Í slíkum tilfellum geti skipulagsfulltrúi gefið út ný lóðarblöð og leiðrétt stærðir miðað við nýjar mælingar. Nefndin er sammála málmeðferðinni. Afgreiðslan verði bókuð á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna eins og hún liggur fyrir. Bókun fundar Afrgeiðsla skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Nefndin tekur jákvætt í erindið og lýsir vilja sínum fyrir sitt leyti til þess að koma að listasýningunni. Nánari útfærslu er vísað til sveitarstjórnar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Búið er að skila inn umræddri lóð. Lóðin er ætluð fyrir 3 íbúða raðhús allt að 390 fm. Ef byggja á 5 íbúða raðhús þarf að grendarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins fyrir eigendum húsa við Sunnubraut. Húsið fer ekki yfir leyfilegt byggingarmagn á lóðinni. Skipulagsfulltrúa falið að grendarkynna breytinguna ef byggja á 5 íbúða raðhús á lóðinni. Frekari afgreiðslu vísað til byggðarráðs.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 171

2009005F

Fundargerð 171. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 82. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.3, 3.4 og 3.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?