66. fundur 16. september 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason, fundarritari
Dagskrá

1.Hrútey, göngubrú - Umsókn um byggingar- og framkvæmdarleyfi

2009019

Erindi frá Blönduósbæ um byggingar- og framkvæmdarleyfi fyrir göngubrú yfir í Hrútey. Framkvæmdin felst í því að steypa undirstöður fyrir brúna, koma stálgrind frá 1897 fyrir á undirstöðunum, smíða nýtt brúargólf úr timbri og koma fyrir handriði á brúnni. Fyllt verður að brúarstöplum beggja vegna og brúin tengd við núverandi gönguleiðir beggja vegna. Meðfylgjandi gögn eru uppdrætti af brúm og undirstöðu sem unnir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 26. júlí 2020. Númer uppdrátta eru S-100, S-101, B-100, B-101, B-102 og B-103 í verki nr. 4865-08 og uppdrátt frá Landmótun ehf. sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu brúarinnar og ásýnd, uppdráttur nr. G01 í verki nr. DV1503, dags. 3. sept. 2020. Umsagnir hafa borist frá Veiðifélagi Blöndu og Svartár, Minjastofnun og Hafrannsóknarstofnun.
Í lok framkvæmdarinnar verður núverandi göngubrú fjarlægð.
Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag á svæðinu. Nefndin gerir því ekki athugasemdir við byggingaráformin og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi þegar þau gögn sem vantar uppá hafa borist.

2.Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar.

2005005

Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Breytingin er þríþætt: 1. Breyting er gerð á legu Þverárfjallsvegar nr. 73. á 2 km vegkafla. 2. Fjögur ný efnistökusvæði eru skilgreind þar af þrjú vegna vegagerðarinnar og eitt vegna efnisvinnslu á Sölvabakka. 3. Stækkun sorpförgunarsvæðis Ú1 og E4 og aukning á árlegu magni til urðunar, landmótun og rekstur brennsluofns í Stekkjarvík í Refasveit. Erindið hefur verið sent á Skipulagsstofnun og gerir hún ekki athugasemd við auglýsingu skipulagstillögunnar ásamt umhverfismati þegar brugðist hafur verið við lítilsháttar ábendingum. Fram eru lögð uppfærð gögn frá Landmótun br.dags. 14.09.2020.
Nefndin samþykkir tillöguna og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010

3.Breyting á deiliskipulagi í Stekkjavík

2008006

Erindi frá Norðurá bs. sem óskar eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Stekkjarvíkur. Breytingarnar snúa að því að skilgreina landnotkun betur vegna heimildar til aukinnar árlegrar urðunar á svæðinu sem og að bæta við brennsluofni og gassöfnunarblöðru sem þýðir stækkun svæðisins, breytta afmörkun og breytingar á texta í deiliskipulaginu. Meðfylgjandi er uppdráttur og greinargerð dags. júlí 2020 unnið af Landmótun og Eflu
Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa samhliða aðalskipulagstillöguna og deiliskipulagstilllöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Sölvabakki - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

2008004

Erindi frá Önnu Margréti Jónsdóttur og Sævari Sigurðssyni er varðar umsókn um tilkynnta framkvæmd sem felur í sér breytingu á hlöðu í vélageymslu. Útveggir klæddir, þak einangrað og gólf steypt. Tvær nýjar iðnaðarhurðir settar upp. Einnig verður hesthús klætt að utan og þak þess hækkað lítillega. Byggð verður 20fm viðbygging við hesthús sem heygeymsla. Meðfylgjandi eru teikningar gerðar af Jóni Guðmundssyni arkitekt dags. 6. ágúst 2020
Byggingaráformin eru samþykkt.

5.Kirkjugarður - Umsókn um byggingarleyfi

2006014

Erindi frá stjórn Blönduóskirkjugarðs um byggingarleyfi fyrir 23,11 fm. aðstöðuhúsi. Meðfylgjandi eru teikningar og aðaluppdrættir gerðir af Guðbjarti Á. Ólafssyni byggingatæknifræðingi dags. 01.06.20. Búið er að grendarkynna verkefnið og halda fund með þeim sem gerðu athugasemdir.
Skipulagsfulltrúi fór yfir málið og þá staðsetningu sem sátt er um. Nefndin samþykkir byggingaráformin.

6.Umhverfisverðlaun 2020

2007006

Eftirfarandi aðilar hlutu umhverfisviðurkenningu Blöndubæjar 2020

Hulda Leifsdóttir og Bjarni Pálsson fengu verðlaun fyrir fallega lóð og hús að Aðalgötu 10 - Tilraun

Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir og Óli Guðlaugur Laursen fyrir fallegan og vel hirtan garð að Melabraut 25

Sigríður Hrönn Bjarkadóttir og Hafsteinn Pétursson fyrir snyrtilegan og fallegan garð að Urðarbraut 17.

7.Lóðarmál

2009020

Skipulagsfulltrúi fer yfir útgáfu lóðarblaða og vinnu kringum þau.
Skipulagsfulltrúi kynnti vinnu við leiðréttingu lóðarblaða. Um er að ræða augljós lóðarmörk og ekki er ágreiningur á milli aðila um lóðarmörk. Í slíkum tilfellum geti skipulagsfulltrúi gefið út ný lóðarblöð og leiðrétt stærðir miðað við nýjar mælingar. Nefndin er sammála málmeðferðinni. Afgreiðslan verði bókuð á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

8.Aðalskipulag Skagafjarðar - Kynning vegna endurskoðunar á aðalskipulagi

2009022

Erindi frá Sveitarfélaginu Skagafjörður,kynning skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hefur verið lögð fram til tillaga sem gerir ráð fyrir að tímabil skipulags sé 2020-2035. Óskað er eftir umsögn vegna vinnslutillögunar. Meðfylgjandi er uppdráttur, vinnuslutillaga og umhverfisskýrsla
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna eins og hún liggur fyrir.

9.Listasýning í Hrútey 2021

2009023

Erindi frá Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari Arnarsyni um leyfi til að halda listasýningu í Hrútey sumarið 2021 og hefja nú þegar undirbúning verkefnisins.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og lýsir vilja sínum fyrir sitt leyti til þess að koma að listasýningunni. Nánari útfærslu er vísað til sveitarstjórnar.

10.Sunnubraut 13-17 Umsókn um lóð

2009026

Umsókn frá Nýjatúni ehf. um lóðina Sunnubraut 13-17 til byggingar á fimm íbúða raðhúsi. Um er að ræða þrjá 56 fermetra íbúðir og tvær 78 fermetra. Heildarstærð 323,9 fm. Húsið er timburhús byggt á staðsteyptum sökkli.
Búið er að skila inn umræddri lóð. Lóðin er ætluð fyrir 3 íbúða raðhús allt að 390 fm. Ef byggja á 5 íbúða raðhús þarf að grendarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins fyrir eigendum húsa við Sunnubraut. Húsið fer ekki yfir leyfilegt byggingarmagn á lóðinni. Skipulagsfulltrúa falið að grendarkynna breytinguna ef byggja á 5 íbúða raðhús á lóðinni. Frekari afgreiðslu vísað til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?