Dagskrá
1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2018 - síðari umræða
1805006
2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 139
1905005F
Fundargerð 139. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 68. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.2, 2.5 og 2.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 139 Byggðaráð tekur vel í erindið og vísar því til áframhaldandi vinnu með þeim verkefnum sem sveitarfélagið og/eða stofnanir þess taka þátt í, til dæmis má nefna átaksverkefnið Saman gegn ofbeldi.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 139 Byggðaráð tilnefnir Þorgils Magnússon sem varamann í Almannavarnanefnd Húnavatnssýslna.
Byggðaráð samþykkir að greiða 250 kr. á hvern íbúa til Almannavarnanefndar Húnavatnssýslna fyrir árin 2019 og 2020, samkvæmt tillögu formanns nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða. - 2.3 1905015 Samband íslenskra sveitarfélaga - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmálByggðaráð Blönduósbæjar - 139 Byggðaráð samþykkir að Blönduósbær gerist aðili að stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og loftslagsmál.
Byggðaráð tilnefnir Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóra og Ágúst Þór Bragason, yfirmann tæknideildar sem tengiliði Blönduósbæjar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 139 Byggðaráð samþykkir að efna til tiltektardaga frá þriðjudeginum 28. maí nk. til og með fimmtudagsins 30. maí (Uppstigningardags) en á fimmtudeginum mun gámasvæðið vera opið frá kl. 13:00 til 17:00.
Sveitarstjórn mun bjóða til grillveislu fimmtudaginn 30. maí kl. 18:00 við Félagsheimilið.
Byggðaráð hvetur fólk og fyrirtæki til að hreinsa sitt nánasta umhverfi og opin svæði í sveitarfélaginu. Verða tiltektardagarnir auglýstir með dreifibréfi inn á öll heimili, á heimasíðu Blönduósbæjar og á Húnahorninu. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 139 Byggðaráð samþykkir að verða við beiðninni og veita umbeðna upphæð eða 19.200 kr. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 139 Byggðaráð samþykkir erindið og veitir styrk að upphæð 100.000 en beinir því til stjórnar USAH að gæta að því að sækja um styrki á auglýstum tíma í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 139 Fundarboð lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 139 Sveitarstjóra falið að sannreyna dagsetningu fundarins og sjá til þess að mætt verði fyrir hönd Blönduósbæjar samkvæmt umboði.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 139 Fundargerð lögð fram til kynningar.
3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 140
1906001F
Fundargerð 140. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 68. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.2, 3.5, 3.8, 3.9, 3.10, 3.11 og 3.12 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar, mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda á Blönduósi og undirbúning þeirra.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Farið var yfir mögulegt samkomulag við Nýjatún ehf, sem er óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Hrafnshóls ehf, varðandi byggingu fimm íbúða raðhúss við Smárabraut.
Byggðaráð mun skoða forsendur málsins á næstu dögum og ræða við viðkomandi aðila um mögulegar útfærslur. Bókun fundar Sveitarstjórn felur byggðaráði að vinna frekar að málinu. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Byggðaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Byggðaráð frestar ákvörðun málsins og óskar frekari skýringa á fyrirliggjandi kostnaði sem fram kemur í erindinu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Fyrir lá tölvupóstur frá Stefáni Ólafssyni, lögmanni Blönduósbæjar, þar sem óskað er eftir formlegu erindi ásamt rökstuðningi um framhald málsins frá sveitarstjórn.
Byggðaráð vísar erindinu til sveitarstjórnar til staðfestingar og formlegrar bókunar. Bókun fundar Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Blönduósbæ heimild til að taka eignarnámi ræktað land nr. 86, Blönduósi, eign 233-7666, landnúmer 145238, sbr. 1. mgr. 50. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með ákvörðun sem tekin var þann 25. mars 2019.
Á 137. fundi byggðaráðs Blönduósbæjar þann 30. apríl 2019 var Stefáni Ólafssyni lögmanni falið að undirbúa eignarnám í samræmi við úrskurð ráðuneytisins. Þann 23. maí 2019 var lögmanni matsþola sent bréf/tölvupóstur þar sem matsþolum var gefinn kostur því að tjá sig og koma á framfæri sjónarmiðum sínum áður en sveitarstjórn Blönduósbæjar tæki endanlega ákvörðun um eignarnámið. Svar barst frá lögmanni eignarnámsþola þann 31. maí 2019 þar sem ítrekuð voru fyrri samskipti vegna málsins og tilbð eignarnámsþola.
Í ljósi úrskurðar ráðuneytisins og þess að eignarnámsþolar hafa fengið tækifæri til þess að tjá sig enn á ný um málið er nú tekin sú ákvörðun að taka eignarnámi ofangreint ræktunarland nr. 86. Er það gert í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um uppkaup á leiguréttindum austan Blöndu og aðalskipulags Blönduósbæjar 2010-2030 sem staðfest var þann 25. maí 2012. Einnig með vísan til deiliskipulags sem liggur fyrir að staðfesta á næstunni.
Stefáni Ólafssyni lögmanni er falið að koma þessari ákvörðun og gögnum málsins á framfæri við Matsnefnd eignarnámsbóta.
Tillagan borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Byggðaráð hafnar erindinu, að svo stöddu, en beinir því til Flugklasans Air 66N að sækja um styrki á auglýstum tíma í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Fyrir fundinum lá kvörtun frá Þórði Pálssyni, vegna skotæfingasvæðis Markviss, ásamt svarbréfi frá Guðmanni Jónassyni og Jóni Kristjánssyni fyrir hönd skotfélagsins Markviss.
Sveitarstjóra falið að skoða málið og koma með tillögu að svari til málsaðila. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bókun fundar Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika.
Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 6 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bókun fundar Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika.
Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 6 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bókun fundar Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika.
Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 6 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bókun fundar Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika.
Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 6 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Fundargerð lög fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 140 Fundargerð lög fram til kynningar.
4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 55
1904007F
Fundargerð 55. fundar Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til kynningar á 68. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 4.2, 4.3 og 4.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 55 Nefndin telur framkvæmdirnar mikilvægar til styrkingar á brúnni og til aukins öryggis fyrir umferð og gangandi fólk. Nefndin telur brýnt er að tryggja öryggi og umferð gangandi vegfarenda á framkvæmdatímanum.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 55 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika.
Nefndin getur ekki fallist á að hvert hús verði 16 m2 á byggingarreit í stað 56 m2 sem er uppgefið lágmarksbyggingarmagn í deiliskipulagi og hafnar því erindinu samhljóða. Bókun fundar Zophonías Ari Lárusson tók ekki þátt í umræðum og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika.
Afgreiðsla Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 6 atkvæðum samhljóða. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 55 Skipulagslýsing liggur fyrir og hefur verið auglýst. Engar athugasemdir né umsagnir bárust ef frá er talin jákvæð umsögn frá Skipulagsstofnunar. Greinargerðin hefur verið uppfærð í samræmi við óskir Skipulagsstofnunar og er hún lögð fram. Nefndin samþykkir tillöguna að aðalskipulagsbreytingunni og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu skv. skipulagslögum. Aðalskipulagsbreytingin verður því næst auglýst samhliða auglýsingu á deiliskipulagi af svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 55 Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Blönduóss 2010 - 2030 þá samþykkir nefndin að falla frá gerð skipulagslýsingar. Kynning á tillögunni fór fram 20. febrúar síðastliðinn. sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða deiliskipulagstillögunnu er gerð breyting á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030.
Nefndin hafði áður samþykkt að gata norðan leikskóla heiti Fjallabraut og ný gata á túnum þar fyrir norðan heiti Lækjarbraut.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
5.Kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar
1506010
a) Kjör forseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Sigurgeir Þór Jónasson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
b) Kjör 1. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Guðmund Hauk Jakobsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
c) Kjör 2. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Önnu Margréti Sigurðardóttir. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
d) Kjör 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í byggðaráð Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmenn:
Guðmundur Haukur Jakobsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Birna Ágústsdóttir af Ós-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðaila sem varamenn:
Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Rannveig Lena Gísladóttir af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 4 atkvæðum (GHJ, ABF, ZAL, SÞJ)
3 sátu hjá við afgreiðslu málsins (JÖS, GTH, BÁ)
Gunnar Tryggvi Halldórsson af Ós-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Tillaga kom fram um Guðmund Hauk Jakobsson af L-lista sem formann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Tillaga kom fram um Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista sem varaformann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Fram kom tillaga um Sigurgeir Þór Jónasson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
b) Kjör 1. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Guðmund Hauk Jakobsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
c) Kjör 2. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Önnu Margréti Sigurðardóttir. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
d) Kjör 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í byggðaráð Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmenn:
Guðmundur Haukur Jakobsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Birna Ágústsdóttir af Ós-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðaila sem varamenn:
Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Rannveig Lena Gísladóttir af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 4 atkvæðum (GHJ, ABF, ZAL, SÞJ)
3 sátu hjá við afgreiðslu málsins (JÖS, GTH, BÁ)
Gunnar Tryggvi Halldórsson af Ós-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Tillaga kom fram um Guðmund Hauk Jakobsson af L-lista sem formann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Tillaga kom fram um Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista sem varaformann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
6.Atvinnumálanefnd
1906009
Umræður urðu um störf og framtíðarsýn atvinnumálanefndar Blönduósbæjar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að nefndin starfi í eitt ár í viðbót.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að nefndin starfi í eitt ár í viðbót.
7.Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar Blönduósbæjar
1506011
Forseti bar upp tillögu um að sveitarstjórn taki sumarfrí frá 12. júní til 14. ágúst 2019 og felur byggðaráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan.
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Fundi slitið - kl. 19:15.
"Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2018 námu 1.072 millj. kr., samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 988,5 millj. kr.
Tekjur samstæðunnar hækka um 72 millj.kr., á milli ára, sem er um 7,2 % hækkun á milli ára.
Rekstrargjöld hækka um 75 millj.kr., á milli ára, sem er um 8 % hækkun á milli ára.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð sem nam 0,9 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var neiðkvæð um 1,6 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 763,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 911,6 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar samtals voru í árslok 2018 1.408.861 millj. kr., en voru 1.179.083 millj. kr., í lok árs 2017, sem er aukning m.a. vegna lántöku til umtalsverðra fjárfestinga ársins
Skuldaviðmið, samkv., reglugerð fór úr 104,1% í 118,8% og lögbundið skuldahlutfall ? skuldir/rekstrartekjur fór úr 117,9% í 131,4%, og eigiðfjárhlutfall fór því úr 37,9% í 35,2% .
Fjárfestingarhreyfingar ársins 2018 voru alls 236.187 millj. kr., samanborið við 9. m. kr., 2017.
Veltufjármunir ársins 2018 voru alls 125.181 millj. kr., en 99.341 millj. kr árið 2017, sem er um 25% aukning. Óinnheimtar tekjur á árslok 2018 voru 92.511 millj. kr., en 57 m. kr., 2017.
Veltufé frá rekstri ársins 2018 var samtals 90.384 millj. kr., sem er vel viðunandi í stöðunni.
Af ofangreindu má sjá að rekstur Blönduósbæjar er mjög góður, í heildina litið, sérstaklega með tilliti til þess að á síðasta ári hófst mikil uppbygging í sveitarfélaginu, sem m.a. kallaði á fjárfestingu og lántöku, en sala eigna og tekjur af fjárfestingu munu skila sér 2019 og síðar."
Að loknum umræðum var ársreikningur Blönduósbæjar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 17:25