Dagskrá
1.UNICEF á Íslandi hvetur öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
1905013
Samkvæmt nýrri tölfræði sem UNICEF á Íslandi fékk Rannsóknir & greiningu til að vinna fyrir sig hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi (16,4%) orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Þar er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en þá væri þessi tala mun hærri.
Byggðaráð tekur vel í erindið og vísar því til áframhaldandi vinnu með þeim verkefnum sem sveitarfélagið og/eða stofnanir þess taka þátt í, til dæmis má nefna átaksverkefnið Saman gegn ofbeldi.
2.Samþykkt Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna frá 6. maí 2019
1905014
Almannavarnarnefnd Húnavatnssýslna óskar eftir því að Blönduósæbær tilnefni varamann í Almannavarnarnefnd. Einnig er óskar eftir að Blönduósbær taki afstöðu til tillögu um gjald til Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna á hvern íbúa en Almannavarnarnefnd leggur til að gjaldið verði 250 krónur á hvern íbúa fyrir árin 2019 og 2020.
Byggðaráð tilnefnir Þorgils Magnússon sem varamann í Almannavarnanefnd Húnavatnssýslna.
Byggðaráð samþykkir að greiða 250 kr. á hvern íbúa til Almannavarnanefndar Húnavatnssýslna fyrir árin 2019 og 2020, samkvæmt tillögu formanns nefndarinnar.
Byggðaráð samþykkir að greiða 250 kr. á hvern íbúa til Almannavarnanefndar Húnavatnssýslna fyrir árin 2019 og 2020, samkvæmt tillögu formanns nefndarinnar.
3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
1905015
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á 868. fundi sínum að sambandið kannaði áhuga sveitarfélaga á stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Byggðaráð samþykkir að Blönduósbær gerist aðili að stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og loftslagsmál.
Byggðaráð tilnefnir Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóra og Ágúst Þór Bragason, yfirmann tæknideildar sem tengiliði Blönduósbæjar.
Byggðaráð tilnefnir Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóra og Ágúst Þór Bragason, yfirmann tæknideildar sem tengiliði Blönduósbæjar.
4.Tiltektardagar
1504036
Síðastliðin ár hefur Blönduósbær staðið fyrir tiltektardegi þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til. Gámasvæðið hefur verið haft opið og bæjarbúum boðið í grill í félagsheimilinu um kvöldið.
Byggðaráð samþykkir að efna til tiltektardaga frá þriðjudeginum 28. maí nk. til og með fimmtudagsins 30. maí (Uppstigningardags) en á fimmtudeginum mun gámasvæðið vera opið frá kl. 13:00 til 17:00.
Sveitarstjórn mun bjóða til grillveislu fimmtudaginn 30. maí kl. 18:00 við Félagsheimilið.
Byggðaráð hvetur fólk og fyrirtæki til að hreinsa sitt nánasta umhverfi og opin svæði í sveitarfélaginu. Verða tiltektardagarnir auglýstir með dreifibréfi inn á öll heimili, á heimasíðu Blönduósbæjar og á Húnahorninu.
Sveitarstjórn mun bjóða til grillveislu fimmtudaginn 30. maí kl. 18:00 við Félagsheimilið.
Byggðaráð hvetur fólk og fyrirtæki til að hreinsa sitt nánasta umhverfi og opin svæði í sveitarfélaginu. Verða tiltektardagarnir auglýstir með dreifibréfi inn á öll heimili, á heimasíðu Blönduósbæjar og á Húnahorninu.
5.Umsókn um styrk vegna sölubáss heimafólks á Prjónagleði 2019
1905006
Stína Gísladóttir óskar eftir styrk að upphæð 19.200 kr. til að greiða fyrir sölubás heimafólks á Prjónagleði 2019 sem verður haldin 7. - 10. júní nk.
Byggðaráð samþykkir að verða við beiðninni og veita umbeðna upphæð eða 19.200 kr.
6.Styrkur vegna Húnavökurits 2019
1905007
Formaður USAH, Rúnar Aðalbjörn Pétursson óskar eftir styrk frá Blönduósbæ vegna útgáfu 59. árgangs af Húnavökuritinu sem kemur út núna í maí.
Byggðaráð samþykkir erindið og veitir styrk að upphæð 100.000 en beinir því til stjórnar USAH að gæta að því að sækja um styrki á auglýstum tíma í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu.
7.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.
1905012
Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 29. maí kl. 14:00.
Fundarboð lagt fram til kynningar.
8.Veiðifélag Laxár í Skefilsstaðahreppi - Aðalfundarboð
1805014
Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi sunnudaginn 25. maí kl. 14:00 í félagsheimilinu Ljósheimum.
Sveitarstjóra falið að sannreyna dagsetningu fundarins og sjá til þess að mætt verði fyrir hönd Blönduósbæjar samkvæmt umboði.
9.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga - fundargerð 44. fundar
1905005
Fundargerð 44. fundar stjórnar byggðasamlags Tónlistarskóla Austur - Húnvetninga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:40.