Dagskrá
1.Jafnréttisáætlun 2019 - 2023
1902003
2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 132
1901006F
Fundargerð 132. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 64. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.8 og 2.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Þorgils Magnússon, skipulags- og byggingarfulltrúi Blönduósbæjar, fór yfir stöðu úthlutana lóða á árinu 2018 og framkvæmda á þeim.
Byggðaráð samþykkir að allir sem hafa úthlutaðar lóðir í dag skulu fá sex mánuði til viðbótar við upphaflega úthlutun.
Framkvæmdir teljast hafnar þegar byggingarleyfi hefur verið gefið út.
Byggðaráð ítrekar að frekari frestir verða ekki veittir.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Skipulagsnefnd hefur fjallað um að deiliskipuleggja nýtt íbúðarsvæði á svæðum B og C skv. aðalskipulagi Blönduósbæjar. Það svæði nær frá Ennisbraut í átt að leikskóla og svæðið fyrir ofan Holtabraut.
Þorgils Magnússon, skipulags- og byggingarfulltrúi Blönduósbæjar óskar eftir að heimild verði gefin út til tæknideildar Blönduósbæjar að innleysa þau lönd sem eru í útleigu á þessu svæði til sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir erindið.
Þorgils vék af fundi kl: 18:00. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Hallgrímur Sveinn Sævarsson er að setja saman verkefni með nýrri nálgun á ljóð, prósa, örsögur og erindi úr meðal annars Völuspá, Hávamálum og Biblíunni. Tilgangur verkefnisins er að setja upp vefsíðu og geisladisk.
Óskar hann eftir styrk uppá 200.000 kr. í þetta verkefni.
Byggðaráð hafnar erindinu og bendir umsækjanda á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Krabbameinsfélag Austur Húnavatnssýslu fagnaði 50 ára afmæli í nóvember 2018 og er ætlunin að halda upp á það 3. mars 2019 og bjóða til afmælis.
Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til að geta gert afmælisdaginn eftirminilegan og jafnframt að nýta þá hátíð til að vekja athygli á félaginu með von um að fjölga félagsmönnum.
Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð 50.000 kr. Færist af lið 0285 - 9919 -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Félag eldri borgara hefur undanfarin ár verið með leikfimi fyrir félagsmenn sína á miðvikudagsmorgnum, frá október til júní, að Þverbraut 1 Harmonikkusal). Óskar félagið eftir að fá að halda þeirri aðstöðu áfram.
Auk þess hefur félagið hug á að auka starfsemi sína í salnum tvo daga í mánuði fyrir til dæmis félagsfundi og opið hús.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu miðað við umræður á fundinum. - 2.6 1901022 Samband íslenskra sveitarfélaga - Boðun XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélagaByggðaráð Blönduósbæjar - 132 Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið í Grand hótel í Reykjavík 29. mars nk.
Fulltrúar Blönduósbæjar er Rannveig Lena Gísladóttir, aðalmaður og Guðmundur Haukur Jakobsson, varamaður.
Lagt fram til kynningar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einróma samþykkt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015.
Með aðild sinni hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til þess að vinna að markmiðunum fram til ársins 2030, bæði á innlendum og erlendum vettvangi.
Forsætisráðuneytið hvetur sveitarfélög til að kynna sér heimsmarkmiðin.
Lagt fram til kynningar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Byggðaráð samþykkir kauptilboð í fasteignir á jörðinni Enni ásamt afmarkaðri leigulóð.
Einnig samþykkir Byggðaráð aðgang tilboðsgjafa að fasteignunum frá og með 1. febrúar 2019. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. - 2.9 1901010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðubeytið - Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélga nr. 1088/2018Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur undirritað nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem tók gildi 1. janúar 2019.
Gerðar eru breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga ásamt uppfærslu á efni hennar til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verið á ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Breytingarnar eru byggðar á vinnu sem hefur farið fram við endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs á undanförnum árum.
Lagt fram til kynningar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi mögulega móttöku flóttafólks. Áætlað er að Félagsmálaráðuneytið haldi kynningu fyrir sveitarstjórnarfólk og aðra hagsmunaaðila 11. - 12. febrúar nk. Bókun fundar Umræður urðu um móttöku flóttafólks á svæðinu.
Eftir kynningarfund sem haldinn var í dag, 12. febrúar, samþykkir sveitarstjórn Blönduósbæjar að taka á móti flóttafólki samkvæmt beiðni þar um frá Félagsmálaráðuneytinu.
Sveitarstjórn lýsir jafnframt áhuga á því að skoða möguleika á samstarfi á svæðinu um þetta mikilvæga verkefni.
Þá verður jafnframt haldinn íbúafundur á næstunni, þar sem að farið verður yfir verkefnið og aðkomu samfélagsins að því. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur, fyrrum verkefnastjóri sjóveður- og hafísrannsókna Veðursstofu Íslands og aðjunkt við eðlisfræðiskor Háskóla Íslands sendir inn hugleiðingar um stofnun seturs um "loftlagsbreytingar, veður, haf og hafís" á Blönduósi með tengsl við önnur setur, söfn og sýningar við Húnaflóa.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og ræða við viðkomandi. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð 40. fundar stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð 1. fundar Samgöngu- og innviðanefndar SSNV lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð 2. fundar Samgöngu- og innviðanefndar SSNV lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál frá 9. nóvember 2018 lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál frá 20. nóvember 2018 lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál frá 17. desember 2018 lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð Brunavarna A - Hún. frá 5. nóvember 2018 lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð Brunavarna A-Hún. frá 20. nóvember 2018 lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 132 Fundargerð Brunavarna A-Hún. frá 17. desember 2018 lögð fram til kynningar.
3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 51
1902002F
Fundargerð 51. fundar Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til kynningar á 64. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.1, 3.2 og 3.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 51 Nefndin samþykkir stofnun lóðarinnar. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 51 Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í Aðalskipulagi Blönduóss 2010 - 2030 þá samþykkir nefndin að falla frá gerð skipulagslýsingar og að sérstök kynning á tillögunni verði 20. febrúar nk. sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur til að gata norðan leikskóla heiti Fjallabraut og ný gata á túnum þar fyrir norðan heiti Lækjarbraut.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 51 Nefndin telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem heildarbyggingarmagn á lóðunum mun ekki aukast. Nefndin samþykkir að grenndarkynna breytinguna. Grenndarkynningin nái til fasteignareigenda og lóðarhafa við Fálkagerði. Kostnaður vegna skipulagsbreytinga er greiddur af umsækjendum um breytinguna. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 5 atkvæðum. (RLG, GHJ, GTH, AMS, BÁ)
2 sátu hjá við afgreiðslu málsins. (HBG, SÞJ) -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 51 Nefndin samþykkir byggingaráformin að undangenginni deiliskipulagsbreytingu.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 51 Fyrirhugaður er íbúafundur 20. febrúar nk. um vinnu við deiliskipulag gamla bæjarins.
4.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 31
1901005F
Fundargerð 31. fundar Fræðslunefndar lögð fram til kynningar á 64. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 31 Lee Ann Maginnis umsjónarmaður dreifnáms á Austur Húnavatnssýslu bauð fræðslunefnd, sveitarstjórnamönnum og varamönnum á fróðlega kynningu á starfsemi dreifnámsins. Fræðslunefnd þakkar kærlega fyrir góða kynningu og hvetur íbúa til að kynna sér það góða starf sem þar fer fram.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 31 Fræðslunefnd Blönduósbæjar beinir því til sveitarstjórnar að kaupa, í samráði við skólastjórnendur viðeigandi öryggisbúnað til að eiga þegar börn þurfa að fara með starfsmönnum leik og grunnskóla styttri vegalengdir. Einnig beinir fræðslunefnd því til skólastjórnenda að kynna fyrir starfsmönnum ábyrgð þeirra varðandi akstur með börn í bíl.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 31 Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur Blönduskóla til að kanna hvort sé hægt að fara með elsta stigið á Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu sem haldin verður 14-16 mars í Laugardagshöllinni.
5.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 13
1901004F
Fundargerð 13. fundar Menningar- tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til kynningar á 64. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 13 Umræður sköpuðust um málefni tengd Menningu-, tómstundum- og íþróttum. Þá sérstaklega varðandi fjárráð nefndarinnar. Nefndarmenn eru sammála um að nefndin ætti að hafa yfir fjármagni að ráða sem hægt væri að nota í málefni tengd Menningu-, tómstundum- og íþróttum.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 13 Nefndin tók á móti Kristínu Ingibjörgu til að fá upplýsingar og ráð varðandi hátíðina. Kristín tilkynnti formlega að hún ætlaði ekki að sjá um hátíðina í ár og nefndin þakkar henni kærlega fyrir vel unnin störf við Húnavöku, enda hefur hún staðið sig með prýði.
Nefndin er áhugasöm um að efla hátíðina og standa vel að henni. Breyta, bæta og virkja samfélagið betur í þátttöku við hana. Ræddar voru ýmsar hugmyndir varðandi hátíðina og meiri þátttöku og aðkomu nefndarinnar að henni.
Ágúst Þór kom einnig inn á fundinn og gaf upplýsingar varðandi styrki tengda hátíðinni.
Næsta skref á dagskrá er að auglýsa eftir viðburðarstjórnanda til að sjá um hátíðina og fá boltann til að rúlla. -
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 13 Nefndin vann að samþykktum og reglum varðandi Ungmennaráð Blönduósbæjar og mótaði hugmynd þess betur.
Samþykktirnar verða áfram til frekari endurskoðunar og mótunar.
6.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 15
1902001F
Fundargerð 15. fundar Jafnréttisnefndar lögð fram til kynningar á 64. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 15 Jafnréttisnefnd fór yfir þær athugasemdir sem bárust frá Jafnréttisstofu varðandi jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Þá lauk nefndin við gerð Jafnréttisáætlunar.
Að þvi loknu var áætlunin borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum samhljóða.
Jafnréttisáætlun verður vísað til sveitarstjórnar til samþykktar og í framhaldi af því kynnt opinberlega.
Jafnréttisstofa hefur lýst yfir áhuga á að senda fulltrúa til að vera viðstaddur kynninguna.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Að loknum umræðum var áætlunin borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.