Dagskrá
1.Almenn málefni
1809018
Umræður sköpuðust um málefni tengd Menningu-, tómstundum- og íþróttum. Þá sérstaklega varðandi fjárráð nefndarinnar. Nefndarmenn eru sammála um að nefndin ætti að hafa yfir fjármagni að ráða sem hægt væri að nota í málefni tengd Menningu-, tómstundum- og íþróttum.
2.Húnavaka
1901018
Nefndin tók á móti Kristínu Ingibjörgu til að fá upplýsingar og ráð varðandi hátíðina. Kristín tilkynnti formlega að hún ætlaði ekki að sjá um hátíðina í ár og nefndin þakkar henni kærlega fyrir vel unnin störf við Húnavöku, enda hefur hún staðið sig með prýði.
Nefndin er áhugasöm um að efla hátíðina og standa vel að henni. Breyta, bæta og virkja samfélagið betur í þátttöku við hana. Ræddar voru ýmsar hugmyndir varðandi hátíðina og meiri þátttöku og aðkomu nefndarinnar að henni.
Ágúst Þór kom einnig inn á fundinn og gaf upplýsingar varðandi styrki tengda hátíðinni.
Næsta skref á dagskrá er að auglýsa eftir viðburðarstjórnanda til að sjá um hátíðina og fá boltann til að rúlla.
Nefndin er áhugasöm um að efla hátíðina og standa vel að henni. Breyta, bæta og virkja samfélagið betur í þátttöku við hana. Ræddar voru ýmsar hugmyndir varðandi hátíðina og meiri þátttöku og aðkomu nefndarinnar að henni.
Ágúst Þór kom einnig inn á fundinn og gaf upplýsingar varðandi styrki tengda hátíðinni.
Næsta skref á dagskrá er að auglýsa eftir viðburðarstjórnanda til að sjá um hátíðina og fá boltann til að rúlla.
3.Ungmennaráð
1811002
Nefndin vann að samþykktum og reglum varðandi Ungmennaráð Blönduósbæjar og mótaði hugmynd þess betur.
Samþykktirnar verða áfram til frekari endurskoðunar og mótunar.
Samþykktirnar verða áfram til frekari endurskoðunar og mótunar.
Fundi slitið - kl. 18:30.