Dagskrá
1.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 28
1805004F
Fundargerð 28. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu.
Fundargerð 28. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Anna Margrét Jónsdóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 1.1, 1.2 og 1.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 28 Þórdís Hauksdóttir kynnti sameiginlega læsisstefnu sem unnin hefur verið fyrir báðar Húnavatnssýslur. Stefnan verður birt á heimasíðum skólanna þegar hún hefur verið samþykkt í öllum fræðslunefndum. Mikil og góð vinna hefur verið lögð í læsisstefnuna. Fræðslunefnd Blönduósbæjar samþykkir læsisstefnuna samhjóða. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 28 Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri kynnti skóladagatal Blönduskóla fyrir næsta vetur. Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 28 Auglýst var eftir stuðningsfulltrúa í 100% starf. Tveir umsækjendur voru og var Gígja Blöndal Benediktsdóttir ráðin í stöðuna. Þuríður Þorláksdóttir mun leysa Þórhöllu Guðbjartsdóttur af sem skólastjóra næsta vetur. Hennar staða var auglýst innanhúss og barst ein umsókn. Anna Margret Sigurdardóttir sótti um og mælir Þórhalla með að hún verði ráðin. Hörður Ríkharðsson hefur óskað eftir launalausu leyfi næsta vetur og hefur skólastjóri samþykkt það. Auglýstar voru 3 kennarastöður fyrir næsta vetur og voru 14 umsækjendur. Þórhalla mælir með eftirfarandi umsækjendum sem allir eru réttindakennarar:
Áslaug Finnsdóttir í 100% stöðu.
Freyja Ólafsdóttir í 100% stöðu.
Steinunn Hulda Magnúsdóttir í 70% stöðu.
Ragnheiður Ólafsdóttir í 40% stöðu.
Eftir er að ráða í stöður Önnu Margretar og Harðar.
Fræðslunefnd samþykkir ráðningarnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 6 atkvæðum. AMS vék af fundi við umræður og afgreiðslu á þessum lið.
2.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 42
1805005F
Fundargerð 42. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu.
Fundargerð 42. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Anna Margrét Jónsdóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.3, 2.4, 2.5, 2.6 og 2.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 42 Jakob Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Blöndu ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðarumsækjandi óskar eftir að lóðin falli innan auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 42 Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Mýrarbraut 23 ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðarumsækjandi óskar eftir að lóðin falli innan auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 42 Nefndin samþykkir að leyfa niðurrif byggingarinnar og að förgun verði í samræmi við lög og reglur. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 42 Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti. Þar sem ekki hefur borist umsögn frá heilbrigðiseftirliti mun stöðuleyfi verða veitt við jákvæða umsögn frá þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 42 Nefndin samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að ganga frá breytingu á lóðarleigusamningi milli Hlíðarbrautar 20 og 22. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 42 Verið er að breyta aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 á þessu svæði og mun svæðið verða athafnarsvæði. Grendarkynna þarf byggingaráformin þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu. Grendarkynningin skal taka til nærliggjandi húss sem stendur á ræktuðu landi nr. 74 landnúmer L145230 og til ræktaðs landi nr. 74 landnúmer L145229 sem lóðin verður stofnuð útúr. Fyrirvari er gerður á að breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 sem nú er í auglýsingarferli verði samþykkt af Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 42 Nefndin samþykkir tillögu að Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn og Klifamýri á Blönduósi og mælir með því við sveitarstjórn að afgreiða tillöguna til staðfestingar ráðherra. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 116
1805006F
Fundargerð 116. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu.
Fundargerð 116. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 52. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Anna Margrét Jónsdóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 3.8, 3.9, 3.10, 3.13 og 3.14 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Byggðaráð samþykkir að Valgarður Hilmarsson fari með atkvæði Blönduósbæjar á fundinum Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Byggðaráð samþykkir að Oddný M. Gunnarsdóttir fari með atkvæði Blönduósbæjar á fundinum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með atkvæði Blönduósbæjar á aðalfundinum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Byggðaráð samþykkir samningsdrögin og felur sveitarstjóra að undirrita samning f.h. sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðaráðs staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Byggðaráð samþykkir að veita styrk kr. 300.000.-
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðaráðs staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 300.000 kr.
Styrkur til Júdófélagsins Pardus vegna æfingaferðar til Svíþjóðar. Upphæðin færist á æskulýðs og íþróttamál 0682-9912 og verður fjármögnuð með hækkun skammtímaláns og hefur því ekki áhrif á handbært fé.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Byggðaráð samþykkir að verða við ósk Jennýjar enda verði gerður samningur um að hún um að starfi í a.m.k tvö ár við Barnabæ að námi loknu . Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðaráðs staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
Leikskólastjóra er falið að útbúa samning við Jenný Lind. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Á fundi Skipulags-umhverfis-og umferðarnefndar þann 30. maí 2018 var umsóknin tekin fyrir og afgreiðslu lóðarúthlutunar vísað til byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Blöndu ehf. skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Lóðarumsækjandi óskar eftir að lóðin falli innan auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
Byggðaráðið samþykkir að verða við þeirri beiðni.
Zophanías Ari vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Á fundi Skipulags-umhverfis-og umferðarnefndar þann 30. maí 2018 var umsóknin tekin fyrir og afgreiðslu lóðarúthlutunar vísað til byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Mýrarbrautar 23 ehf. skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Lóðarumsækjandi óskar eftir að lóðin falli innan auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
Byggðaráðið samþykkir að verða við þeirri beiðni. Bókun fundar Lagt fram til kynningar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Afgreiðsla þessa liðar er færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðaráðs staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 116 Byggðaráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun til kaupa á vélinni að upphæð 3,9 milljónir króna. Styrkur til Golfklúbbins á þessu ári að upphæð 1.6 milljónir er ráðstafað til kaupanna og einnig styrk að upphæð 1,6 milljónir sem er til greiðslu á næsta ári. 700 þúsund krónum er ráðstafað af eigin fé til kaupa á vélinni. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðaráðs staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2018 með 7 atkvæðum.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 700.000 kr
Styrkur til Golklúbbsins Óss vegna kaupa á sláttuvél. Upphæðin færist á æskulýðs og íþróttamál 06613-9916 og verður fjármögnuð með hækkun skammtímaláns og hefur því ekki áhrif á handbært fé.
4.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar 2018
1806003
Farið yfir 3. mánaða rekstaryfirlit Blönduósbæjar.
Sigrún Hauksdóttir fór yfir rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu þrjá mánuði ársins 2018.
5.Viðauki við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2018
1806001
Farið yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
Sigrún Hauksdóttir fór yfir þá viðauka sem samþykktir hafa verið við fjárhagsáætlun 2018.
6.Nafn á götu á "Gagnaverssvæðinu"
1806002
Fram kom tillaga um nafnið Fálkagerði.
Fram kom tillaga um að geta íbúum kost á að koma með tillögur að götuheiti.Tillagan felld með 4 fjórum atkvæðum 2 sögðu já (AMS og BB) og einn sat hjá (SG).
Tillaga um nafnið Fálkagerði 4 sögðu já, 3 sátu hjá (BB, AMS VG).
Fram kom tillaga um að geta íbúum kost á að koma með tillögur að götuheiti.Tillagan felld með 4 fjórum atkvæðum 2 sögðu já (AMS og BB) og einn sat hjá (SG).
Tillaga um nafnið Fálkagerði 4 sögðu já, 3 sátu hjá (BB, AMS VG).
7.Gjöf til Blönduósbæjar
1806004
Sveitarstjóri upplýsti að sveitarfélaginu hefði verið afhent 5 myndir og málverk frá dánarbúi Maríu M. Magnúsdóttir sem hún ánafnaði sveitarfélaginu í erfðaskrá sinni.
Sveitarstjórn mynnist Maríu með virðingu og þökk.
Sveitarstjórn mynnist Maríu með virðingu og þökk.
8.Skerðing þjónustu Arionsbanka á Blönduósi
1806005
Sveitarstjórn mótmælir harðlega skertri þjónustu arionbanka á Blönduósi. Í stefnu bankans um samfélagsábyrgð stendur að bankinn setji sig í spor viðskiptavina og leitist stöðugt við að gera betur í dag en í gær og getur sveitarstjórn ekki séð að boðaðar breytingar samræmist þessari stefnu. Samþykkt með 7 atkvæðum.
Forseti sveitarstjórnar þakkar sveitarstjórnarmönnum og sveitarstjóra gott samstarf síðustu fjögurra ára.
Fundi slitið - kl. 19:42.
Samþykkt samhljóða.