28. fundur 29. maí 2018 kl. 17:00 - 18:43 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir varamaður
  • Guðmundur Sigurjónsson varamaður
  • Lea Rakel Amlin Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Magnús Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi kennara
Starfsmenn
  • Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri
  • Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Læsisstefnan

1805011

Þórdís Hauksdóttir kynnti sameiginlega læsisstefnu sem unnin hefur verið fyrir báðar Húnavatnssýslur. Stefnan verður birt á heimasíðum skólanna þegar hún hefur verið samþykkt í öllum fræðslunefndum. Mikil og góð vinna hefur verið lögð í læsisstefnuna. Fræðslunefnd Blönduósbæjar samþykkir læsisstefnuna samhjóða.

2.Skóladagatal 2018-2019

1805012

Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri kynnti skóladagatal Blönduskóla fyrir næsta vetur. Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða.

3.Starfsmannamál Blönduskóla

1705002

Auglýst var eftir stuðningsfulltrúa í 100% starf. Tveir umsækjendur voru og var Gígja Blöndal Benediktsdóttir ráðin í stöðuna. Þuríður Þorláksdóttir mun leysa Þórhöllu Guðbjartsdóttur af sem skólastjóra næsta vetur. Hennar staða var auglýst innanhúss og barst ein umsókn. Anna Margret Sigurdardóttir sótti um og mælir Þórhalla með að hún verði ráðin. Hörður Ríkharðsson hefur óskað eftir launalausu leyfi næsta vetur og hefur skólastjóri samþykkt það. Auglýstar voru 3 kennarastöður fyrir næsta vetur og voru 14 umsækjendur. Þórhalla mælir með eftirfarandi umsækjendum sem allir eru réttindakennarar:
Áslaug Finnsdóttir í 100% stöðu.
Freyja Ólafsdóttir í 100% stöðu.
Steinunn Hulda Magnúsdóttir í 70% stöðu.
Ragnheiður Ólafsdóttir í 40% stöðu.
Eftir er að ráða í stöður Önnu Margretar og Harðar.
Fræðslunefnd samþykkir ráðningarnar fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:43.

Getum við bætt efni þessarar síðu?