41. fundur 14. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
  • Guðmundur Sigurjónsson varamaður
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson, ritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 98

1710002F

Fundargerð 98. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 1.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leiti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 98 Sigrún Hauksdóttir mætti undir þessum lið.

    Farið var yfir gjaldskrá og styrki ársins 2018.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 98 Fyrir fundinn liggur samningur um kaup á ljósleiðaraneti Blönduósbæjar.

    Byggðaráð samþykkir samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar byggðaráðs staðfest á 41.fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.
  • 1.3 1510017 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 98 Engin önnur mál.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 99

1710003F

Fundargerð 99. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 99 Sigrún Hauksdóttir mætti undir þessum lið.

    Ragna Fanney leikskólastjóri Blöndubæjar mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2018.
    Ragna Fanney yfirgefur fundinn.

    Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Blönduskóla mætti á fundnn og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun grunnskólans fyrir árið 2018.
    Þórhalla Guðbjartsdóttir yfirgefur fundinn.

    Sigríður Bjarkadóttir, yfirmaður Félagsstarf aldraðra, mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2018.
    Sigríður Bjarkadóttir yfirgefur fundinn.

    Róbert D. Jónsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi, mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2018.
    Róbert D. Jónsson yfirgefur fundinn.


    Katharina A. Schneider, yfirmaður Bókasafnsins á Blönduósi, mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun bókasafnsins fyrir árið 2018.
    Katharina A. Schneider yfirgefur fundinn.
  • 2.2 1510017 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 99 Engin önnur mál

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 100

1710004F

Fundargerð 100. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir, 3.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leiti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 100 Fundargerð Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 100 Mennta-og menningarmálaráðuneyti hefur borist erindi frá Benedikt Bjarklind þess efnis að engin smíðakennsla hafi farið fram í Blönduskóla í all mörg ár.

    Óskað er eftir upplýsingum um hvernig smíðakennslu í Blönduskóla í 1. til 10. bekk hefur verið háttað síðastliðin 3 skólaár og jafnframt á því skólaári sem nú er nýhafið.

    Byggðaráð harmar að Blönduskóla skuli ekki ennþá vera búinn fullnægjandi aðstaða til kennslu í hönnun og smíði. Sem kunnugt er hefur sveitarfélagið uppi áætlanir um úrbætur á þessu sviði sem þó eru ekki komnar til framkvæmda enn.

    Byggðaráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 100 Fyrir fundinn liggur frammi samantekt Upplýsingamiðstöðvar A-Hún. sumarið 2017.

    Upplýsingmiðstöðin var opnuð í byrjun júní á Bókasafninu að Hnjúkabyggð 30. Upplýsingamiðstöðin var opin alla virka daga. Upplýsingamiðstöðin var lokuð 15. september.

    Alls komu 775 gestir á upplýsingmiðstöðina á tímabilinu. Gestirnir komu frá alls 27 löndum en flestir voru Þjóðverja, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Bretar og Frakkar.

    Flestir gestanna voru á aldrinum 25-44 ára eða 48% af heildarfjölda gesta, þar á eftir kemur aldurshópurinn 45-59 ára eða 35%, 10% voru í aldurshópnum 16-24 ára og 5% voru í hópnum 60 ára og eldri.

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 100 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra frá Oddi Hjaltasyni og Blomstra ehf. þar sem kært er deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi.

    Þann 26. september 2017, gaf Blönduósbær út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á skotæfingasvæði á Blönduósi. Framkvæmdaleyfið var gefið út á grunni deiliskipulags fyrir skotæfingasvæðið sem sveitarstjórn Blönduósæbæjar samþykkti 11. apríl 2017.

    Úrkurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála óskar eftir gögnum er málið varðar þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda til bráðbirgða af hálfu Odds Hjaltasonar og Blomstra ehf. Gögn sem málið varðar hafa verið send Úrskurðarnefndinni.

    Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála kom saman fimmtudaginn 12. október sl., þar sem fyrir var tekið fyrrgreint erindi. Úrskurðarorð nefndarinnar voru á þessa leið að "Kröfum kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða er hafnað".

  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 100 Blomstra ehf. og Oddur Hjaltason hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á hendur Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, íslenska ríkinu, Skotfélaginu Markviss og til réttargæslu Blönduósbæ.

    Byggðaráð felur lögmanni sveitarfélagsins að taka til réttargæslu fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Staðfest á 41. fundar sveitarstjórnar Samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 101

1710005F

Fundargerð 101. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 101 Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2018.
  • 4.2 1709018 Framkvæmdir 2018
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 101 Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður tæknideildar, mætti undir þessum lið og kynnti kostnaðaráætlun einstakra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á árinu 2018.

  • 4.3 1510017 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 101 Engin önnur mál.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 34

1711001F

Fundargerð 34. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 5.1, 5.3 og 5.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 34 Nefndin vill benda á að nú stendur yfir vinna við "Verndarsvæði í byggð" ekki verða teknar neinar ákvarðanir um byggingar á svæðinu fyrr en þeirri vinnu er lokið.
    Formanni nefndarinnar og byggingarfulltrúa er falið að ræða við málsaðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 34 Rætt var um tillöguna, nefndarmenn og starfsmenn sveitarfélagsins munu fara yfir þær fram að næsta fundi sem þar sem tillagan verður fullmótuð og afgreidd.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 34 Nefndir samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hefja vinnu við deiliskipulag á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 34 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.

6.Byggðaráð Blönduósbæjar - 102

1711002F

Fundargerð 102. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 102 Sigrún Hauksdóttir aðalbókari Blönduósbæjar, mætti á fundinn.
    Sveitarstjóri og aðalbókari fóru yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
  • 6.2 1510017 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 102 Engin önnur mál.

7.Byggðaráð Blönduósbæjar - 103

1711003F

Fundargerð 103. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 7.3, 7.5, 7.6, 7.7, 7.8 og 7.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leiti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður tæknideildar mætti á fundinn og gerði grein fyrir einstökum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á árinu 2018.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 Páll Örn Líndal kt. 220567-4279 óskar eftir umsögn Blönduósbæjar f.h. N1 hf, kt. 540206-2010, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í N1 söluskála, Norðurlandsvegi 3, 540 Blönduósi.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 Fundargerð Félags- og skólaþjónusta A-Hún lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 Í lok mars 2017 var sveitarstjórn sent erindi frá flugklasanum Air 66N og Markaðsstofu Norðurlands, þar sem farið var fram á fjármögnun frá sveitarfélaginu í flugklasann Air 66N. Erindinu var hafnað á þeim tíma. Flugklasinn hvetur sveitarstjórn til að endurskoða afstöðu sína til málsins og taka erindið fyrir aftur.

    Fyrir fundinn liggur áfangaskýrsla flugklasans Air 66N.

    Bygggðaráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 Stígamót óska eftir fjárstuðningi til sveitarfélagsins.

    Byggðaráð samþykkir 50.000 kr. fjárstuðning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 Farskólinn á Norðurlandi vestra, óskar eftir fjárstuðningi til sveitarfélagsins.

    Byggðaráð samþykkir umbeðna beiðni að upphæð 163.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 SÍBS Líf og heilsa, óskar eftir fjárstuðningi til sveitarfélagsins.

    Byggðaráð samþykkir 50.000 kr. fjárstuðning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 103. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 7 atkvæðum.
  • 7.9 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 103
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 103 Formaður byggðaráðs óskaði eftir því að taka upp liðinn deiliskipulag við Svínvetningabraut. Samþykkt samhljóða.

    Sveitarstjóri kynnti drög að deiliskipulagi við Svínvetningabraut. Um er að ræða 10 ha. svæði sem fyrirhugað er fyrir iðnaðarsvæði.

    Byggðaráð samþykkir að vísa kostnaði við deiliskipulagsferlið við Svínvetningabraut til fjárhagsáætlunar 2018.
    Bókun fundar Þar sem sveitarstjórn hefur þegar samþykkt að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð samþykkir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 1.500.000 kr. og verður tekið af liðnum eigið fé.
    Afgreiðsla 103. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. nóvember 2017 með 5 atkvæðum, KJS og HR sitja hjá.

8.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?