34. fundur 08. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Fyrirspurn um stækkun lóðar Brimslóðar 10A og 10C

1710013

Gísli Egill Hrafnsson fyrir hönd Brimslóðar ehf. óskar eftir viðræðum við Blönduósbæ er varðandi stækkun lóða og byggingareita við Brimslóð 10a og 10c.
Nefndin vill benda á að nú stendur yfir vinna við "Verndarsvæði í byggð" ekki verða teknar neinar ákvarðanir um byggingar á svæðinu fyrr en þeirri vinnu er lokið.
Formanni nefndarinnar og byggingarfulltrúa er falið að ræða við málsaðila.

2.Samþykkt um umferðarskilti

1502012

Tillaga að samþykktum um umferðarmerki á Blönduósi.
Rætt var um tillöguna, nefndarmenn og starfsmenn sveitarfélagsins munu fara yfir þær fram að næsta fundi sem þar sem tillagan verður fullmótuð og afgreidd.

3.Deiliskipulag við Svínvetningabraut

1711002

Tillaga að hefja skipulagsvinnu við að deiliskipuleggja iðnaðarsvæði við Svínvetningabraut.
Nefndir samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hefja vinnu við deiliskipulag á svæðinu.

4.Ægisbraut 1 og 1b umsókn um byggingarleyfi

1711003

Blönduósbær sækir um byggingarleyfi til að breyta útliti á Ægisbraut 1 og 1b skv. meðfylgjandi aðaluppdrætti gerðum af Stoð, verkfræðistofu dagsettur 3. nóvember 2017. Teikningar nr. A100-A103 í verki nr. 73103. Breytingin felur í sér að setja iðnaðarhurð á norðurstafn Ægisbrautar 1b, gönguhurð á austurgafl Ægisbrautar 1 og loka gluggum á norðurhlið á Ægisbrautar 1.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?