Dagskrá
1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 94
1708002F
Fundargerð 94. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1.1, 1.3, 1.4 og 1.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leiti lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 94 Samkvæmt 3.1. gr. samþykkta SSNV eiga fulltrúar sveitarfélaganna sæti á haustþingi sem hér segir:
"Einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu. Miða skal við íbúafjölda sveitarfélags þann 1. janúar á því ári sem þingið er haldið."
Samkvæmt því á sveitarfélagið Blönduós 4 fulltrúa sem eru:
Valgarður Hilmarsson af L-lista
Anna Margrét Sigurðardóttir af L-lista
Hörður Ríkharðsson af J-lista
Oddný María Gunnarsdóttir af J-lista
Sveitarstjóra er falið að skila til SSNV nöfnum fulltrúa Blönduósbæjar. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 94 Lögð fram til kynningar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 94 Eigendur Hjaltabakka lýsa því yfir að leigusamningur frá 21. nóvember 1931, þar sem skiki úr Hjaltabakkalandinu var leigður Blönduóshreppi, sé ekki lengur í gildi.
Sveitarstjóri kynnti svarbréf þar sem Blönduósbær mótmælir harðlega öllum sjónarmiðum sem rakin eru í bréfinu.
Guðmundur Haukur og Zophonías Ari fela sveitarstjóra að svara bréfi eigenda Hjaltabakka.
Hörður Ríkharðsson situr hjá við þessa afgreiðslu og leggur fram eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Blönduóssbæjar hefur oftlega þurft að undirstrika og ítreka eign og umráð á eigin landi enda þótt um það hafi gilt ýmis konar leigusamningar. Það þarf ekki að koma á óvart að aðrir landeigendur geri það sama telji þeir hagsmuni sína í húfi. Óheppilegt er að ekki skuli hafa tekist að semja um lausn á þessu máli. Hætt er við að umfangsmikill kostnaður hljótist af þessu máli áður en yfir lýkur."
Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðaráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 6 atkvæðum, HR situr hjá. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 94 Í júní skall flóðalda á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq, sem er á samnefndri eyju í Uummanaq-firði 600 km fyrir norðan heimskautsbaug. Íbúar voru innan við 100 og lifðu á veiðum. Fjórir fórust og ellefu hús gjöreyðilögðust.
Hjálparstarf kirkjunnar, Hrókurinn og Kalak gengu til samstarfs um landssöfnunina Vinátta í verki, í þágu þeirra sem verst urðu úti í hamförunum á Grænlandi.
Óskað er eftir stuðningi Blönduósbæjar.
Byggðaráðs samþykkir 30.000 kr. framlag. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðaráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 94 Formaður byggðaráðs bar upp þá tillögu að taka upp liðinn Staða sauðfjárbænda.
Samþykkt samhljóða.
„Byggðaráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda. Verði af þeim lækkunum á verði til bænda sem boðaðar hafa verið nú í haust er ljóst er að um gríðarlegt tekjutap er að ræða og í raun forsendubrest í rekstri flestra sauðfjárbúa.
Byggðarráð Blönduósbæjar skorar á ráðherra landbúnaðarmála og ráðherra byggðamála, ásamt þingmönnum kjördæmisins, að beita sér fyrir því að málefni sauðfjárbænda verði leyst með farsælum hætti“.
Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar byggðaráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum.
2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 95
1709002F
Fundargerð 95. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin var afgreidd án sérstakrar afgreiðslu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 95 Fundargerðin lögð fram til kynningar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 95 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 95 Sigrún Hauksdóttir, aðalgjaldkeri Blönduósbæjar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstraryfirliti Blönduósbæjar fyrstu 6 mánuði ársins 2017.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 95 Sveitarstjóri lagði fram og kynnti vinnuferli við fjárhagsáætlun 2018.
Vinnuferli við fjárhagsáætlun 2018 samþykkt.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 95 Afgreiðslu frestað til næsta fundar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 95 Engin önnur mál
3.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 15
1708003F
Fundargerð 15. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin lögð fram að öðru leyti.
-
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 15 Fjallskilastjóri lagði fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingarverð verður 380 kr. og dagsverk í Tröllabotnum og Laxárdal 13.000 kr. en 12.000 kr. í Langadalsfjalli.
Gangnaseðill og tekjuáætlun verður í viðhengi með fundargerð. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar Landbúnarnendar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 15 Gauti Jónsson lagði fram bréf sem hann hefur skrifað Blönduósbæ vegna réttarmála við smölun á Langadalsfjalli. Í bréfi þessu segir hann upp þeirri aðstöðu sem hann hefur veitt í og við fjárhús í 26 ár.
4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33
1709001F
Fundargerð 33. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 4.1, 4.2, 4.3, 4.5, 4.6 og 4.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
- 4.1 1709001 Blöndubakki-Umsókn stofnun nýrrar lóðar úr landinuSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33 Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum.
- 4.2 1703022 Fyrirspurn-Nýtt iðnaðarhús við HúnabæSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33 Vísað er til bókunar á 32. fundi nefndarinnar þar sem fallist er að að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar þannig að lóðin verði athafnasvæði við Húnabæ ásamt þeirri lóð sem fyrir er. Við nánari skoðun kom í ljós að Skipulagsstofnun mun ekki fallast á að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða þar sem ný landnotkunar skilgreining samræmis illa núverandi skilgreindri landnotkun, þ.e. athafna- eða iðnaðarsvæði á óbyggðu landi, sbr. gátlista Skipulagsstofnunar. Við þetta hækkar áætlaður kostnaður ráðgjafa í kr. 800.000,- til 1.100.000,- án vsk. Áætla má heildarkostnað við skipulagsbreytinguna um kr. 1.500.000, án vsk. Nefndin samþykkir að vísa afgreiðslunni til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Samþykkt með 7 atkvæðum.
- 4.3 1607004 UmhverfisviðurkenningSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33 Nefndin samþykkti að veitta tvær viðurkenningar og voru þær afhentar við setningu Húnavöku þann 14. júlí sl. Þórhöllu Guðbjartsdóttur og Vilhjálmi Stefánssyni, húseigendum að Mýrarbraut 9, var veitt viðurkenning fyrir fallegan og vel hirtan garð og Húnabúð, Norðurlandsvegi 4 viðurkenning fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum.
- 4.4 1609001 Skotæfingasvæði á Blönduósi - DeiliskipulagSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33 Lagt fram til kynningar.
- 4.5 1709002 Brautarhvammur, fyrirspurn um byggingarreiti 46 og 47Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33 Fyrir liggur nýendurskoðað deiliskipulag af Brautarhvammi þar sem fyrir liggja byggingarskilmálar fyrir svæðið. Umrædd fyrirspurn felur í sér að umrædd hús uppfylla ekki ákvæði byggingarskilmálanna og hafnar því nefndin erindinu. Bókunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum. Valgarður Hilmarsson sat hjá við afgreiðsluna. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar Skipulags, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum.
- 4.6 1704016 Brautarhvammur 3 áfangi - Umsókn um lóðSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33 Nefndin leggur til við byggðaráð að ekki verði úthlutað lóðum í 3 áfanga þar sem byggingaráformin taka til lengri tíma en 2 ár samanber afgreiðslu um úthlutun lóða í 4 áfanga Brautarhvamms. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum.
- 4.7 1704015 Brautarhvammur 4 áfangi - Umsókn um lóðSkipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33 Nefndin samþykkir að leggja til við byggðaráð að úthluta lóð í 4 áfanga Brautarhvamms enda verði hafist handa við framkvæmir innan 2 ára. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum.
- 4.8 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 18Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 33 Fundargerðin lögð fram
5.Fundur samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra - 30.8.17
1709013
Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra lögð fram til afgreiðslu
Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar fór yfir einstaka liði í fundargerðinni og var hún lögð fram til kynningar.
6.Fundur samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra - 8.9.17
1709014
Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra lögð fram til afgreiðslu
Sveitarstjórn Blönduósbæjar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samnings með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins hefur Sveitarfélagið Skagafjörður fullt umboð sveitarstjórnar Blönduósbæjar til þess að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á.
Samþykkt með 7 atkvæðum.
Samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Fundargerð frá Héraðsfundi
1709008
Fundargerð frá Héraðsfundi lögð fram til afgreiðslu
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8.Ályktun frá Héraðsfundi
1709009
Ályktun framkvæmdarstjóra sveitarfélaga í Austur - Húnavatnssýslu frá Héraðsfundi
Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar því að sameiningarferli sveitarfélaga í A-Húnavatnssýslu sé hafið og samþykkir samhljóða að taka þátt í þeim viðræðum. Af hálfu Blönduósbæjar í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga eru tilnefndir Valgarður Hilmarsson og Hörður Ríkharðsson. Til vara eru Oddný María Gunnarsdóttir og Anna Margrét Jónsdóttir. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9.Breyting á nefndarskipan
1508006
L-listinn leggur fram tillögu um breytingu á skipan fræðslunefndar. Edda Brynleifsdóttir sem aðalmaður í stað Kristínar Ingibjargar Lárusdóttir. Kristín Ósk Bjarnadóttir varamaður í stað Lindu Sóleyjar Guðmundsdóttur. Samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Skýrsla sveitarstjóra
1510028
Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum og stöðu einstakra verkefna.
Fundi slitið - kl. 18:45.