94. fundur 22. ágúst 2017 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.SSNV - Tilnefning fulltrúa á haustþing SSNV 2017

1708001

Samkvæmt 3.1. gr. samþykkta SSNV eiga fulltrúar sveitarfélaganna sæti á haustþingi sem hér segir:
"Einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu. Miða skal við íbúafjölda sveitarfélags þann 1. janúar á því ári sem þingið er haldið."
Samkvæmt því á sveitarfélagið Blönduós 4 fulltrúa sem eru:
Valgarður Hilmarsson af L-lista
Anna Margrét Sigurðardóttir af L-lista
Hörður Ríkharðsson af J-lista
Oddný María Gunnarsdóttir af J-lista

Sveitarstjóra er falið að skila til SSNV nöfnum fulltrúa Blönduósbæjar.

2.Fundargerð stjórnar frá 20. júlí 2017

1708002

Lögð fram til kynningar

3.Hjaltabakki

1707025

Eigendur Hjaltabakka lýsa því yfir að leigusamningur frá 21. nóvember 1931, þar sem skiki úr Hjaltabakkalandinu var leigður Blönduóshreppi, sé ekki lengur í gildi.

Sveitarstjóri kynnti svarbréf þar sem Blönduósbær mótmælir harðlega öllum sjónarmiðum sem rakin eru í bréfinu.
Guðmundur Haukur og Zophonías Ari fela sveitarstjóra að svara bréfi eigenda Hjaltabakka.

Hörður Ríkharðsson situr hjá við þessa afgreiðslu og leggur fram eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Blönduóssbæjar hefur oftlega þurft að undirstrika og ítreka eign og umráð á eigin landi enda þótt um það hafi gilt ýmis konar leigusamningar. Það þarf ekki að koma á óvart að aðrir landeigendur geri það sama telji þeir hagsmuni sína í húfi. Óheppilegt er að ekki skuli hafa tekist að semja um lausn á þessu máli. Hætt er við að umfangsmikill kostnaður hljótist af þessu máli áður en yfir lýkur."

4.Vinátta í verki - landssöfnun vegna hamfaranna á Grænlandi

1707024

Í júní skall flóðalda á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq, sem er á samnefndri eyju í Uummanaq-firði 600 km fyrir norðan heimskautsbaug. Íbúar voru innan við 100 og lifðu á veiðum. Fjórir fórust og ellefu hús gjöreyðilögðust.
Hjálparstarf kirkjunnar, Hrókurinn og Kalak gengu til samstarfs um landssöfnunina Vinátta í verki, í þágu þeirra sem verst urðu úti í hamförunum á Grænlandi.
Óskað er eftir stuðningi Blönduósbæjar.

Byggðaráðs samþykkir 30.000 kr. framlag.

5.Staða sauðfjárbænda

1708007

Formaður byggðaráðs bar upp þá tillögu að taka upp liðinn Staða sauðfjárbænda.

Samþykkt samhljóða.

„Byggðaráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda. Verði af þeim lækkunum á verði til bænda sem boðaðar hafa verið nú í haust er ljóst er að um gríðarlegt tekjutap er að ræða og í raun forsendubrest í rekstri flestra sauðfjárbúa.
Byggðarráð Blönduósbæjar skorar á ráðherra landbúnaðarmála og ráðherra byggðamála, ásamt þingmönnum kjördæmisins, að beita sér fyrir því að málefni sauðfjárbænda verði leyst með farsælum hætti“.


Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?