Dagskrá
1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 80
1701001F
Fundargerð 80. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 1.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Fundargerð fjölbrautaskóla NV lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Stjórn Ámundakinnar ehf. hefur borist tilkynning um sölu Fasteignafélagsins Borgar ehf, á nær öllum hlutum félagsins í Ámundakinn ehf. til hluthafa sinna. Um er að ræða 10.976.455 hluti á genginu 1,7 og er söluverðið kr. 18.659.975.-
Í 9. gr. samþykkta Ámundakinnar ehf. eru ákvæði um tilhögun viðskipta með hlutabréf í félaginu og hefur stjórnin forkaupsrétt f.h. félagsins og síðan hluthafar.
Stjórn Ámundakinnar ehf. hefur samþykkt þann 13. desember að nýta sér forkaupsréttinn á 23.563 hlutum og er hluthöfum gefinn kostur á að nýta þennan rétt.
Byggðaráð hyggst ekki nýta sér forkaupsrétt á viðkomandi bréfum.
Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar byggðaráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2017 með 6 atkvæðum.Valgarður Hilmarsson vék af fundi undir þessum lið. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Óskað er eftir að Blönduósbær komi til móts við aðstandendur gömlu kirkjunnar, sem hafa lagt mikið af mörkum undanfarin ár við endurnýjun og viðhald gömlu kirkjunnar með því að fella niður fasteignagjöldin næstu 5 árin.
Byggðaráð frestar erindinu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Eigendur Blöndu ehf. óska eftir því að tjaldsvæðissamningur sem Blanda ehf. hefur verið aðili að verði endurnýjaður til 5 ára. Óskað er eftir viðræðum um endurnýjaðan samning.
Byggðaráð er tilbúið til viðræðna og óskar eftir frekari gögnum frá leigutaka.
Bókun fundar ZAL vék af fundi við umræður um þennan lið. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Í 6. gr. laga um brunavarnir kemur fram að Mannvirkjastofnun skuli með sjálfstæðum athugunum og úttektum leiðbeina sveitarstjórnum um kröfur sem gerðar eru til eldvarnareftirlits og slökkviliða.
Mannvirkjastofnun gerði úttektir á slökkviliðum á Norðvesturlandi árið 2016. Gerð var úttekt á BAH þann 19. október 2016. Markmiðið með úttektinni var að fylgja eftir hvernig slökkviliðið vinnur í samræmi við lög, reglugerðir og eigin brunavarnaráætlun. Niðurstöður úttektarinnar voru þann 14. nóvember 2016 sendar slökkviliðsstjóra til umsagnar. Ekki hafa borist athugasemdir frá slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að hlutast til um að slökkviliðsstjóri bregðist við athugasemdum Mannvirkjastofnunar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Borist hefur bréf frá Lee Ann Maginnis þar sem hún óskar eftir svörum við spurningum vegna hækkunar leigu á íbúðarhúsnæði í eigu Blönduósbæjar.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn, Auðar Guðmundsdóttur kt. 250158-7699, Snekkjuvogi 11, 104 Reykjavík, f.h. Gömlu Kirkjunnar ehf. kt. 691294-4049, um leyfi til að reka gististað í flokki I að Brimslóð,540 Blönduósi.
Byggðaráð frestar erindinu. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 80 Engin önnur mál
2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 81
1702004F
Fundargerð 81. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 2.7 og 2.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 81 Fyrir fundinum lá tillaga að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Í reglunum er kveðið á um skilyrði fyrir greiðslu, fjárhæð og aðrar forsendur. Sérstakar húsnæðisbætur eru settar í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.
Byggðaráð yfirfór reglurnar og samþykkti þær fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 81 Erindi frá Lee Ann Maginnis vegna hækkunar á leiguverði leiguíbúða þar sem óskað er svara við spurningum sem koma fram í erindinu.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 81 Lagðir fram samningar sem gerðir hafa verið í sambandi við fjárhagsáætlun 2017.
a) Við Knattspyrnudeild Hvatar um rekstur Blönduósvallar sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.
b) Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og íþróttastarf sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.
c) Samningur við Hestamannafélagið Neista um stuðning við hestaíþróttina og barna og ungmennastarf sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.
d) Samningur við Vilja og Hestamannafélagið Neista um rekstur og afnot af reiðhöll sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.
e) Samningur við Björgunarsveitina Blöndu um að halda úti björgunarstarfssemi í Austur-Húnavatnssýslu sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.
Lagðir hafa verið fram ofangreindir samningar til staðfestingar en byggðaráð hafði í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017 samþykkt fjárhæðirnar til félagasamtakanna.
Byggðaráð frestar afgreiðslu samninganna. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 81 Fundargerð stjórnar SSNV frá 17. janúar 2017 lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 81 Fundargerð Hafnarsambands Íslands frá 23. janúar 2017 lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 81 Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. janúar 2017 lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 81 Fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar byggðaráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2017 með 7 atkvæðum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 81 Fyrir fundinum eru lögð fram drög að bréfi frá þeim sveitarfélögum sem vilja skora á innanríkisráðherra og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að afgreiða nú þegar tekjuauka Jöfnunarsjóðs, vegna laga nr. 139/2013, um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, til sveitarfélaga landsins samkvæmt gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga og reglum Jöfnunarsjóðs þar um.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að taka þátt í sameiginlegri áskorun. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar byggðaráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2017 með 7 atkvæðum.
3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 27
1702003F
Fundargerð 27. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 27 Nefndin fór yfir stöðuna og felur Tæknideild að vinna áfram að málinu.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 27 Nefndin leggur til að gatna í hverfinu heiti Miðholt en nýr vegur frá Norðurlandsvegi heiti Þverholt. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduóabæjar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2017 með 7 atkvæðum.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 27 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Hörður Ríkarðsson vék af fundi undir umræðum um þennan lið.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 27 Lögð voru fram drög að skipulagi reitsins ásamt greinagerð sem unnin var af Yngva Þór Loftssyni hjá Landmótun. Að afloknum umræðum og framkomnum ábendingum var Tæknideild falið að kynna hugmyndirnar fyrir hagsmunaaðilum og kalla eftir ábendingum þeirra.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 27 Fundargerðin lögð fram til kynningar
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 27 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 27 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 12
1701004F
Fundargerð 12. fundar Landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 4.1 og 4.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 12 Tekið fyrir erindi frá Sigfúsi Heiðari Árdal þar sem hann ósdkar eftir að draga út fyrir ref á Kirkjuskarið.
Nefndin mælir ekki með að dregið sé út fyrir ref á Kirkjuskarði að svo stöddu. Það fé sem veitt hefur verið til refaveiða hefur varla dugað til grenjavinnslu hvað þá til vetrarveiða. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar Landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2017 með 7 atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 12 Tekið fyrir bréf frá Sigurði Ágústssyni á Geitaskarði um stóðsmölun á Laxárdal og tilhögun á henni. Í bréfi Sigurðar kemur fram ósk um að haldinn verði fundur um málið og tekur nefndin undir það. Samþykkt að boða til fundar og boða þar til hagsmunaaðila svo sem Vindhælinga, búfjáreigendur og ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
-
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 12 Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að finna lausn á förgun á dýrahræjum sem falla til í sveitarfélaginu. Til að mynda má benda á fyrirkomulag sem Skagfirðingar notast við en þar fer bíll um sveitarfélagið einu sinni í viku og hirðir upp hræ fyrir bændur þeim að kostnaðarlaustu. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum að vísa erindinu til byggðaráðs.
-
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 12 Gauti vakti máls á því að fé sé rekið inn í heimarétt í Hvammi. Þetta samrýmist ekki lögum og reglum um fjallskilamál og sjúkdómsvarnir. Nefndin er sammála um að huga þarf að hentugri framtíðarlausn.
5.Reglur Blönduósbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.
1702008
Drög að reglum Blönduósbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.
Reglur Blönduósbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning staðfestar á 33. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2017 með 7 atkvæðum.
6.Lántaka
1601004
Lánataka Blönduósbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga í samræmi við fjárhagsáætlun 2017.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 70.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Arnari Þór Sævarssyni, kt: 161171-4339, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Blönduósbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2017 með 7 atkvæðum.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 70.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Arnari Þór Sævarssyni, kt: 161171-4339, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Blönduósbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2017 með 7 atkvæðum.
7.Skýrsla sveitarstjóra
1510028
Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum og þau verkefni sem eru í vinnslu á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar.
8.Atvinnumál
1605006
Erindi er varðar atvinnumál, óskað eftir trúnaði. Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 17:00.