80. fundur 09. janúar 2017 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir varamaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 16. desember 2016

1612017

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

2.Fjölbrautaskóli NV - fundargerð 15. desember 2016

1612021

Fundargerð fjölbrautaskóla NV lögð fram til kynningar.

3.Ámundakinn ehf. - erindi til hluthafa

1612016

Stjórn Ámundakinnar ehf. hefur borist tilkynning um sölu Fasteignafélagsins Borgar ehf, á nær öllum hlutum félagsins í Ámundakinn ehf. til hluthafa sinna. Um er að ræða 10.976.455 hluti á genginu 1,7 og er söluverðið kr. 18.659.975.-

Í 9. gr. samþykkta Ámundakinnar ehf. eru ákvæði um tilhögun viðskipta með hlutabréf í félaginu og hefur stjórnin forkaupsrétt f.h. félagsins og síðan hluthafar.

Stjórn Ámundakinnar ehf. hefur samþykkt þann 13. desember að nýta sér forkaupsréttinn á 23.563 hlutum og er hluthöfum gefinn kostur á að nýta þennan rétt.



Byggðaráð hyggst ekki nýta sér forkaupsrétt á viðkomandi bréfum.

4.Gamla kirkjan ehf. - niðurfelling fasteignagjalda 2017

1612015

Óskað er eftir að Blönduósbær komi til móts við aðstandendur gömlu kirkjunnar, sem hafa lagt mikið af mörkum undanfarin ár við endurnýjun og viðhald gömlu kirkjunnar með því að fella niður fasteignagjöldin næstu 5 árin.



Byggðaráð frestar erindinu.

5.Blanda ehf - ósk um endurnýjun samnings um tjaldstæði í Brautarhvammi

1612011

Eigendur Blöndu ehf. óska eftir því að tjaldsvæðissamningur sem Blanda ehf. hefur verið aðili að verði endurnýjaður til 5 ára. Óskað er eftir viðræðum um endurnýjaðan samning.



Byggðaráð er tilbúið til viðræðna og óskar eftir frekari gögnum frá leigutaka.





6.Mannvirkjastofnun - úttekt slökkviliða 2016, BAH

1612018

Í 6. gr. laga um brunavarnir kemur fram að Mannvirkjastofnun skuli með sjálfstæðum athugunum og úttektum leiðbeina sveitarstjórnum um kröfur sem gerðar eru til eldvarnareftirlits og slökkviliða.



Mannvirkjastofnun gerði úttektir á slökkviliðum á Norðvesturlandi árið 2016. Gerð var úttekt á BAH þann 19. október 2016. Markmiðið með úttektinni var að fylgja eftir hvernig slökkviliðið vinnur í samræmi við lög, reglugerðir og eigin brunavarnaráætlun. Niðurstöður úttektarinnar voru þann 14. nóvember 2016 sendar slökkviliðsstjóra til umsagnar. Ekki hafa borist athugasemdir frá slökkviliðsstjóra.



Byggðaráð felur sveitarstjóra að hlutast til um að slökkviliðsstjóri bregðist við athugasemdum Mannvirkjastofnunar.

7.Lee Ann Maginnis - Hækkun á leiguverði leiguíbúða í eigu Blönduósbæjar

1612014

Borist hefur bréf frá Lee Ann Maginnis þar sem hún óskar eftir svörum við spurningum vegna hækkunar leigu á íbúðarhúsnæði í eigu Blönduósbæjar.



Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

8.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Gamla kirkjan ehf - íbúðir

1701001

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn, Auðar Guðmundsdóttur kt. 250158-7699, Snekkjuvogi 11, 104 Reykjavík, f.h. Gömlu Kirkjunnar ehf. kt. 691294-4049, um leyfi til að reka gististað í flokki I að Brimslóð,540 Blönduósi.



Byggðaráð frestar erindinu.

9.Önnur mál

1506021

Engin önnur mál

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?