Dagskrá
1.Ársreikningur 2015 - fyrri umræða
1606001
2.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 20
1605007F
Fundargerð 20. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi
sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 2.1, 2.2, 2.3 og 2.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 2.1, 2.2, 2.3 og 2.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 20 Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um niðurstöður grenndarkynningar sem taki til Blöndubyggðar 11, 13, og 14. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2016 með 7 atkvæðum.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 20 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Blönduósbær farið yfir tilkynningu SAH afurða ehf. sem framkvæmdaraðila vegna uppsetningar á brennsluofni til eyðingar á áhættuvefjum í sláturúrgangi. Niðurstaða Blönduósbæjar er að brennsla áhættuvefja sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000 og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum, enda sé þar aðeins brennt áhættuvefjum. Blönduósbær telur að greinargóðar upplýsingar framkvæmdaraðila séu fullnægjandi til rökstuðnings þessarar niðurstöðu.
Framkvæmdin er háð byggingarleyfi sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2016 með 7 atkvæðum. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 20 Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir þrjá gistibragga í Brautarhvammi til eins árs frá 15. júní 2016.
Staðsetning skal háð samþykki byggingarfulltrúa og samþykkt lóðarhafa. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2016 með 6 atkvæðum. ZAL vék af fundi undir þessum lið. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 20 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2016 með 6 atkvæðum. HR vék af fundi undir þessum lið.
Fundi slitið.
Almennar umræður og fyrirspurnir urðu um reikninginn. Að því loknu var samþykkt að vísa ársreikningi Blönduósbæjar 2015 til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Hér viku Þorsteinn og Jens af fundi.