Dagskrá
1.Smáhýsi á lóðinni Blöndubyggð 9 á Blönduósi
1510051
Erindi frá Æki ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir 2 svefntunnum á lóð fyrirtækisins að Blöndubyggð 9. Umsókninni fylgir uppdráttur sem sýnir staðsetningu tunnanna á lóðinni gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla G. Arnórssyni, nr. S-101 dags. 25.05.2016. Einnig fylgir umsókninni aðaluppdráttur gerður af Einari Ingimarssyni arkitekt, dags. 30.05.2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um niðurstöður grenndarkynningar sem taki til Blöndubyggðar 11, 13, og 14.
2.Skipulagsstofnun - Beiðni um umsögn um uppsetningu á brennslubúnaði.
1605034
Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn Blönduósbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Blönduósbær farið yfir tilkynningu SAH afurða ehf. sem framkvæmdaraðila vegna uppsetningar á brennsluofni til eyðingar á áhættuvefjum í sláturúrgangi. Niðurstaða Blönduósbæjar er að brennsla áhættuvefja sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000 og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum, enda sé þar aðeins brennt áhættuvefjum. Blönduósbær telur að greinargóðar upplýsingar framkvæmdaraðila séu fullnægjandi til rökstuðnings þessarar niðurstöðu.
Framkvæmdin er háð byggingarleyfi sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Framkvæmdin er háð byggingarleyfi sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
3.Blanda ehf. - Umsókn um stöðuleyfi
1605037
Erindi frá Blöndu ehf. umsókn um stöðuleyfi fyrir 3 gistibragga í Brautarhvammi. Erindinu fylgja upplýsingar frá framleiðanda um húsin þar sem m.a. kemur fram að þar eru engin hreinlætistæki og húsið tengist rafmagni eins og hjólhýsi.
Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir þrjá gistibragga í Brautarhvammi til eins árs frá 15. júní 2016.
Staðsetning skal háð samþykki byggingarfulltrúa og samþykkt lóðarhafa.
Staðsetning skal háð samþykki byggingarfulltrúa og samþykkt lóðarhafa.
4.Brekkubyggð 4 -Umsókn um byggingarleyfi
1605035
Erindi frá Herði Ríkharðssyni, umsókn um byggingarleyfi til lítilsháttar stækkun á glugga.Umsókninni fylgir óáritaður aðaluppdráttur gerður af Þorgils Magnússyni byggingtæknifræðingi, teikning nr. 16-051-100, dags. 11.05.2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.
Fundi slitið.