19. fundur 12. janúar 2016 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
  • Anna Margrét Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir fundarritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 48

1512002F

Fundargerð 48. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1.6, 1.7, 1.8 og 1.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 1.1 1511043 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð frá 20. nóvember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.nóvember 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.2 1511038 Byggðasamlag Tónlistarskóla A - Hún - fundagerð frá 23. nóvember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Fundargerð Bs. um Tónlistarskóa A-Hún. frá 23. nóvember 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.3 1512001 Rætur bs. - fundargerð frá 30. nóvember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Fundargerð Róta bs. dags. 30. nóvember 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.4 1512005 Byggðasamlag um menningu og atvinnumál í A-Hún - fundargerð frá 30. nóvember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Fundargerð Bs. um menningu og atvinnumál í A-Hún. dags. 30. nóvember 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.5 1511037 Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð frá 3. desember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Fundargerð Veiðifélags Blöndu og Svartár dags. 3. desember 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.6 1511036 Erindi frá Vilko
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Á hluthafafundi í Vilko 30. október 2015 var samþykkt heimild til stjórnar um að hækka hlutafé Vilko um allt að 26. milljónum þannig að heildarhlutafé eftir aukningu verði allt að 100 mkr. Þá var samþykkt að hluthafar falli frá forgangsrétti til áskriftar í aukningunni.

    Samþykkt var að bjóða hluthöfum þ.á.m. Blönduósbæ að taka þátt í aukningunni.

    Byggðaráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðaráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.7 1511040 Fyrirspurn frá foreldrafélagi Blönduskóla
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Stjórn Foreldrafélags Blönduskóla sendir fyrirspurn varðandi það hvort einhver vinna sé í gangi í sambandi við sparkvöllinn við Blönduskóla. Hefur stjórn Foreldrafélagsins áhyggjur af notkun gúmmíkurls úr dekkjum á sparkvellinum í ljósi rannsókna sem sýna fram á að dekkjakurl innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Telur stjórnin óréttlætanlegt að heilsu og öryggi barna sveitarfélagsins sé teflt í hættu og hvort ekki eigi að skipta gúmmíkurli úr dekkjum út fyrir hættuminni efni.

    Byggðaráð þakkar stjórn Foreldrafélags Blönduskóla fyrir fyrirspurnina.

    Byggðaráð felur sveitarstjóra að kanna möguleika á úrbótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðaráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.8 1511042 Samtök um kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Kvennaathvarfið óskar eftir rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár.

    Byggðaráð samþykkir kr. 50.000. Upphæðin verður tekin af lið 21011 - 9919.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðaráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.9 1512007 Samningur um rekstur Félagsheimilisins á Blönduósi við Hafa gaman ehf.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 48 Guðmundur Haukur Jakobsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegan skyldleika.
    Lagður fram samningur um rekstur Félagsheimilisins á Blönduósi við Hafa gaman ehf.

    Byggðaráð samþykkir samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar byggðaráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2015 með 7 atkvæðum.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 49

1512003F

Fundargerð 49. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 2.1 1512008 Erindi frá lögmannsstofunni Fortis
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 49 Bréf frá Lögmannsstofunni Fortis lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar byggðaráðs staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12.janúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • 2.2 1512006 Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - umsókn um styrk 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 49 Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur um árabil staðið straum af kostnaði vegna eldvarnafræðslu til grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra.

    Óskað er eftir að Blönduósbær leggi Eldvarnarátakinu lið með fjárframlagi.

    Byggðaráð samþykkir kr. 50.000 framlag.
  • 2.3 1512009 Félags- og skólaþjónusta A - Hún - fundargerð frá 2. desember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 49 Fundargerð Félags-og skólaþjónustu A-Hún. lögð fram til kynningar.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 16

1512004F

Fundargerð 16. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 19. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.1, 3.2, 3.3 og 3.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundagerðin að öðru leiti lögð fram til kynningar.



  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 16 Nefndin samþykkir breytta notkun og byggingaráformin.
    Nefndin er jákvæð fyrir að skoða stækkun lóðar en vill að það sé gert samhliða vinnu við skipulag svæðisins en fyrirhugað er að vinna það á næstu mánuðum. Nefndin fellst því ekki á lóðarstækkun að svo komnu máli.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 16 Nefndin staðfestir áður samþykkt byggingaráform. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 16 Nefndin samþykkir byggingaráformin en leggja þarf fram fullnægjandi teikningar þar sem um útlitsbreytingar er að ræða. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 16 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti landskipti jarðarinnar og staðfestir landamerkin gagnvart Illugastöðum og Hnjúkum. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 16 Farið var yfir umsóknina um verndarsvæði í byggð og þá vinnu sem unnin hefur verið í að taka saman upplýsingar um lóðir og stærðir þeirra í gamla bænum. Við þá vinnu var stuðst við lóðarmyndir sem unnar voru af Sveini Ásmundssyni á árunum 1958-1960 og skráðum lóðarstærðum í fasteignamati viðkomandi eigna. Nefndin er sammála um að nýta gögnin við frekari vinnu við skipulags svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2016 með 7 atkvæðum.

4.Lántaka

1601004

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?