16. fundur 25. nóvember 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Norðurlandsvegur 4, endurbætur og viðbygging - Umsókn um stækkun á byggingarreit ofl.

1510001

Erindi frá Ámundakinn ehf, umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun vegna húseignarinnar að Norðurlandsvegi 4, landnr. 145060. Sótt er um byggingarleyfi vegna 130 m2 viðbyggingar við norðausturhluta hússins, breytt útlit og breytta notkun. Jafnframt er sótt um heimild til niðurrifs á 45,0 m2 útbyggingu á suðurhlið hússins. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi. Númer uppdrátta er A-100 til A-103 í verki nr. 724040, dagsettir þann 5. nóvember 2015. Byggingaráformin hafa hlotið samþykki nágranna með grenndarkynningu.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

2.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

Erindi frá Skotfélaginu Markviss, umsókn um leyfi til að setja niður 20 feta gám við norðurenda skotvallar við hlið Turnhúss. Einnig sækir félagið um leyfi til að klæða vallarhús (turn og Mark) að utan með bárujárns klæðningu, litur RAL 6020 grænt.
Nefndin getur ekki heimilað framkvæmdir þar sem ákveðið hefur verið að gera skipulag fyrir svæðið. Hægt er að óska eftir stöðuleyfi fyrir gámi til eins árs og bendir nefndin umsækjanda á þá málsmeðferð.

3.Hótel Blönduós

1510003

Vísað er til erindis frá Lárusi B. Jónssyni frá 30. september sl. og svars sveitarstjóra Blönduósbæjar frá 15. nóvember sl. Í erindi Lárusar er fyrirspurn um hvort hægt sé að byggja 400 m2 frístandandi viðbyggingu við Hótel Blönduós að Aðalgötu 6.
Skipulags-, umhverfis og umferðarnefnd Blönduósbæjar telur að mögulegt sé að byggja 400 m2 viðbyggingu við Aðalgötu 6, Hótel Blönduós með þeim hætti að tekið sé tillit til þess byggðamunsturs sem fyrir er. Fyrirspyrjandi þarf að leggja fram tilskilin gögn svo hægt sé að framkvæma grenndarkynningu samanber 44.gr skipulagslaga nr.123/2010. Bókunin var samþykkt með 3 atkvæðum, Erla Ísfold situr hjá við afgreiðsluna.

4.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi.

1511029

Sveitarstjórn hefur ákveðið að sækja um styrk úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa umsókn um að "Gamli bærinn á Blönduósi" verði verndarsvæði í byggð. Ný lög um verndarsvæði í byggð voru samþykkt á Alþingi á liðnu sumri. Gamli bærinn á Blönduósi fellur vel að forsendum laganna.
Skipulagsfulltrúi kynnti drög að umsókn Blönduósbæjar sem hann hefur unnið að í samstarfi við ráðgjafa. Skipulags-, umhverfis og umferðarnefnd samþykkir að framkvæma uppmælingu og hnitasetningu á lóðum í gamla bænum.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6

1510007F

Byggingarfulltúí kynnti fundargerðina.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7

1511008F

Byggingarfulltrúi kynnti fundargerðina.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?