Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Húnabyggðar, 13. ágúst 2024, er hér með auglýst skipulagslísing vegna breytingar á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012-2022.

Samkvæmt 1. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar skipulagslýsing  vegna breytingar á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012-2022:

Breyting á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012-2022 vegna Blöndulínu 3.

Breytingin er í þremur liðum:

  1. Felld er út lega Blöndulínu 3 og ný lega mörkuð á uppdrætti.
  2. Lýsing á lagnaleið línunnar er breytt í samræmi við umhverfismatsskýrslu.
  3. Sett eru inn fjögur ný efnistökusvæði.

Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Húnabyggðar, Hnjúkabyggð 33, frá og með 27.08.2024 til 20.09.2024 og er einnig til sýnis á heimasíðu Húnabyggdar, www.hunabyggd.is.

Hér má sjá skipulagslýsinguna

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi skipulagslýsinguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is í síðasta lagi 20. september 2024. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða á netfangið bygg@hunabyggd.is

Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulags og-umferðarnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.

Virðingarfyllst,

Börkur Þór Ottósson
Skipulagsfulltrúi Húnabyggðar

Getum við bætt efni þessarar síðu?