ATH. frestað um óákveðinn tíma

 

 

 

 

Næstkomandi sunnudag 19. maí kl. 14-18 verður haldið rathlaupanámskeið við Húnaskóla í boði Húnabyggðar og Rathlaupafélagsins Heklu.

Rathlaup er hlaupaíþrótt sem stunduð er á opnum svæðum bæði innan og utan þéttbýlis. Þátttakendur fá kort af hlaupasvæðinu og eiga með aðstoð þess að fara á milli stöðva sem merktar eru á kortið. Hver og einn hleypur eða gengur á sínum hraða, þetta er því tilvalin íþrótt fyrir allan aldur.

Kennt verður að lesa rathlaupakort og kortatákn, að setja upp völundarhús, rötunaræfingar og stutt hlaupa/göngubraut verður sett upp í nágrenni skólans. Einnig verður sett upp lengri braut sem nær allt að 5 km í loftlínu frá skólanum.

Kennsla fer að mestu leyti fram utandyra og því mikilvægt að klæða sig eftir veðri. 

Leiðbeinendur eru: Gísli Örn Bragason og ÓIafur Páll Jónsson, rathlauparar.

Námskeiðið er styrkt af Lýðheilsusjóði og Samfélagssjóði Landsvirkjunar.

Vinsamlegast skráið ykkur hér: https://forms.office.com/e/PCePKD6t30

Allir velkomnir!

Getum við bætt efni þessarar síðu?