Dagskrá
1.Húnabyggð - Úrgangsmál
2301009
Ráðgjöf varðandi framtíðarstefnu í úrgangsmálum
Umræður urðu varðandi framtíðarstefnu í úrgangsmálum. Nefndin samþykkir að fá ráðgjafa hjá Pure North til að starfa með sveitarfélaginu enda mörg tækifæri í úrgangs- og orkumálum á svæðinu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
2.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Ingvar Björnsson spurði um skógræktarverkefni í Húnabyggð. Sveitarstjóri greindi frá kynningu sem sveitarstjórn átti með Yggdrasil í síðasta mánuði en þar samþykkti sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að undirbúa skógrækt í landi Ennis.
Fundi slitið - kl. 16:00.