3. fundur 30. janúar 2023 kl. 11:00 - 12:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Ósk Gísladóttir formaður
  • Ingvar Björnsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Magnús Sigurjónsson
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Húnabyggð - útboð á sorphirðu og förgun

2301010

Húnabyggð - útboð á sorphirðu og förgun
Nefndarmenn sátu fund með Eflu verkfræðistofu. Umræður urðu um málefni fundarins og útfærsluhugmyndir Eflu og þá sérstaklega varðandi lífrænan úrgang og hvort möguleiki sé á meiri jarðgerð á svæðinu, sérstaklega í dreifbýli. Nefndarmenn lýsa áhyggjum sínum á miklum kostnaðarauka í fyrirliggjandi útboðsgögnum. Leita þarf leiða til að gera þennan flokk eins hagkvæman, umhverfisvænan og uppfylla markmið um þjónustu við íbúa.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga -Borgað þegar hent er

2301005

Samband íslenskra sveitarfélaga -Borgað þegar hent er
Nefndarmenn telur þetta mjög hvetjandi varðandi flokkun og fróðlegt að sjá hvernig þetta verkefni þróast hjá leiðandi samfélögum.

3.Húnabyggð - Úrgangsmál

2301009

Húnabyggð - Úrgangsmál
Miklar umræður urðu um framtíðarskipan úrgangsmála í Húnabyggð.

4.Önnur mál

2206034

Ákveðið að fastur fundartími sé fyrsta fimmtudag í mánuði klukkan 13:00

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?