Dagskrá
Höskuldur Sveinn Björnsson boðaði forföll
1.Húnabyggð - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026
2301012
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026
Sveitarstjóri fór yfir erindið, umræður urðu í nefndinni. Ákveðið að fá sérfræðing á fund nefndarinnar er varðar Moltugerð. Risastórt verkefni býður sveitarfélaginu er varðar hugarfarsbeytingu og þær áherslubreytingar sem fyrirhugað eru í málefninu. Sveitarstjóri fór yfir það hlutverk sem nefndin hefur og þá miklu vinnu við stefnumörkun sem bíður hennar.
2.Húnabyggð - útboð á sorphirðu og förgun
2301010
Sameiginlegt útboð Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagastrandar og Skagabyggðar á sorphirðu og förgun
Sveitarstjóri fór yfir málið og greindi nefndarmönnum frá bókun sveitarstjórnar frá því í gær, þar sem sveitarstjóra var falið að vinna að málinu með þeim möguleika að sveitarfélagið annist sorphirðu að öllu eða að hluta til. Umræður urðu um málið.
3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundur um úrgangsmál
2301013
Ný löggjöf og viðbrögð Húnabyggðar
Nefndarmönnum kynntur fundur sem er á netinu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar úrgangsmál og nýja löggjöf.
4.Samband íslenskra sveitarfélaga -Borgað þegar hent er
2301005
,,Borgað þegar hent er", nálgun Húnabyggðar
Sveitarfélaginu er boðið að vera með í verkefninu og tekur nefndin jákvætt í erindið
5.Húnabyggð - Grænn iðnaður í Stekkjarvík
2301011
Grænn iðnaður í Stekkjarvík
Umræður urðu um málið.
6.Umhverfisakademían
2207018
Umhverfisakademía
Nefndin fjallaði um málið og fór yfir þær hugmyndir sem höfðu verið um Umhverfisakademíu og þá sýn nefndarmanna varðandi verkefnið.
7.Húnabyggð - Úrgangsmál
2301009
Framtíðarsýn og stefna Húnabyggðar í úrgangsmálum
Fyrirhugað er að boða til fundar með stærri hópi til þess að vinna að framtíðarsýn og stefnu Húnabyggðar í úrgangsmálum.
Fundi slitið - kl. 16:40.