Dagskrá
1.Alþingiskosningar 2024
2410020
Alþingiskosningar 2024
Fyrir fundinum lá kynning á Alþingiskosningum 2024. Kosningar utankjörfundar hefjast 7. nóvember nk. og kjördagur er 30. nóvember nk. Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður sveitarfélagsins verði í Norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar að Melabraut 2 á Blönduósi .
2.Skipurit Húnabyggðar
2410019
Skipurit Húnabyggðar
Fyrir fundinum lá tillaga að framtíðar skipuriti Húnabyggðar. Umræður urðu um tillöguna. Að loknum umræðum málinu vísað til byggðarráðs til frekari meðferðar og undirbúnings fyrri umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að þrátt fyrir að skipurit sveitarfélagsins sé ekki fullmótað er sveitarstjóra falið að auglýsa starf fjármálastjóra Húnabyggðar sem fyrst.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að þrátt fyrir að skipurit sveitarfélagsins sé ekki fullmótað er sveitarstjóra falið að auglýsa starf fjármálastjóra Húnabyggðar sem fyrst.
Samþykkt samhljóða.
3.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Bygging leikskóla
Fyrir fundinum lá minnisblað um fjárhagsleg áhrif nýbyggingar leikskólahúsnæðis í Húnabyggð, unnið af Sigurði Erlingssyni.
Sveitarstjóra falið að sækja um frekari frest á því að svara þeim tilboðum sem liggja fyrir vegna byggingu nýs leikskóla í Húnabyggð. Fresturinn nái fram yfir þann tíma er seinni umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025 er fyrirhuguð þann 10. desember 2024. Fresturinn verði nýttur til frekari greiningar samhliða gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra falið að sækja um frekari frest á því að svara þeim tilboðum sem liggja fyrir vegna byggingu nýs leikskóla í Húnabyggð. Fresturinn nái fram yfir þann tíma er seinni umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025 er fyrirhuguð þann 10. desember 2024. Fresturinn verði nýttur til frekari greiningar samhliða gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 16:24.