38. fundur 02. júlí 2024 kl. 15:00 - 15:12 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Erla Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Auðunn Steinn Sigurðsson
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar

2407003

a. Skýrsla kjörstjórnar

b. Skipun fulltrúa í stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna
Kjörstjórn hefur skilað sveitarstjórn skýrslu um atkvæðagreiðslu um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar sem lauk 22. júní 2024.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku skýrslunnar og gerir ekki athugasemdir við hana, samþykkt samhljóða.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var eftirfarandi:

Í Skagabyggð var kjörsókn 92,5%
Alls greiddu 62 atkvæði en 67 voru á kjörskrá.
Já við sameiningu sögðu 47
Nei við sameiningu sögðu 15
Auðir og ógildir seðlar voru 0

Í Húnabyggð var kjörsókn 37,1%
Alls greiddu 355 atkvæði en 955 voru á kjörskrá.
Já við sameiningu sögðu 317
Nei við sameiningu sögðu 36
Auðir og ógildir seðlar voru 2

Í framhaldi af framangreindri niðurstöðu samþykkir sveitarstjórn samhljóða að skipa Guðmund Hauk Jakobsson, Grím Rúnar Lárusson og Ragnhildi Haraldsdóttur í stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna, sbr. 1. mgr. 122. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Fundi slitið - kl. 15:12.

Getum við bætt efni þessarar síðu?