36. fundur 23. maí 2024 kl. 15:00 - 16:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
    Aðalmaður: Ragnhildur Haraldsdóttir
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Ársreikningur Húnabyggðar 2023

2405034

Kynning og fyrri umræða á ársreikningi Húnabyggðar 2023
Ársreikningur Húnabyggðar fyrir árið 2023 tekinn til fyrri umræðu. Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG mætti til fundar og fór yfir samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.

Að loknum umræðum þá lagði Guðmundur Haukur Jakobsson fram eftirfarandi tillögu: ,,Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir að vísa ársreikningi Húnabyggðar fyrir árið 2023 til síðari umræðu".

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

2.Umsögn um frumvarp um lagareldi

2405035

Umsögn Húnabyggðar um frumvarp til laga um lagareldi
Sveitarstjórn staðfestir umsögn Húnabyggðar sem þegar hefur verið send inn og áréttar að gefnu tilefni að stjórnvöld verði að hugsa vel hvaða skref verði tekin í lagasetningu um lagareldi. Mikilvægt er að stjórnvöld stýri að festu uppbyggingu heillar atvinnugreinar sem eins og vitað er hefur bein óæskileg áhrif á aðrar atvinnugreinar s.s. veiðar á villtum laxfiski sem stundaðar eru í miklu mæli í Húnabyggð. Sú framtíðarsýn sem birtist í frumvarpinu um eldi á frjóum laxi felur í sér algjöra vöntun á hagsmunagæslu íslenskrar náttúru. Þá er það ótækt að stjórnvöld setji eina atvinnugrein umfram aðrar fram sem byggðarþróunarmál eins og lagt er til í frumvarpinu. Sveitarfélög hafa almennt engan áhuga á því að berjast á móti hvert öðru, allra síst svæði sem undir högg eiga að sækja í atvinnumálum.

Sveitarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?