34. fundur
03. maí 2024 kl. 15:00 - 15:38
í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
- Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
- Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
- Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
- Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
- Elín Aradóttir aðalmaður
- Jón Gíslason aðalmaður
- Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
- Erla Gunnarsdóttir varamaður
- Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
- Pétur Arason sveitarstjóri
- Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Ari Óskar Víkingsson
fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá
1.Skagabyggð - Möguleg sameining sveitarfélaganna
2311015
Sameining Húna- og Skagabyggðar
Fundi slitið - kl. 15:38.
Í janúar 2024 samþykktu sveitarstjórnir Húnabyggðar og Skagabyggðar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Samstarfsnefndin hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 30. apríl 2024 ásamt fylgiskjölum.
Samstarfsnefndin kom saman á þremur bókuðum fundum, en nefndarmenn höfðu áður skipað verkefnahóp sem falið var að skoða möguleika á sameiningu sveitarfélaganna.
Það er álit samstarfsnefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefndinni verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir að atkvæðagreiðsla um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar fari fram í samræmi við tillögur samstarfsnefndarinnar, sbr. bókun síðar á fundinum, og felur samstarfsnefndinni að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.
Sveitarstjórn Húnabyggðar tekur undir mat samstarfsnefndar, að undangengnu ítarlegu samráði og greiningu samstarfsnefndar, að það væri framfaraskref að sameina sveitarfélögin í eitt sveitarfélag. Þannig verður til öflugt sveitarfélag með aukinn slagkraft, sterkari rekstrargrundvöll og tækifæri til að bæta þjónustu við íbúa.
1.2 Skipun sameiginlegrar kjörstjórnar vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar
Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga skulu viðkomandi sveitarstjórnir sem stefna að sameiningu kjósa fulltrúa í sameiginlega kjörstjórn eftir nánara samkomulagi þeirra. Miða skal við að hvert sveitarfélag hafi a.m.k. einn fulltrúa í kjörstjórn og að fjöldi nefndarmanna sé oddatala. Gert er ráð fyrir að kjörstjórn verði skipuð þremur fulltrúum og þremur til vara. Tveir fulltrúar og tveir til vara skulu koma úr Húnabyggð og einn fulltrúi og einn til vara frá Skagabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Katrín Benediktsdóttir og Steingrímur Ingvarsson verði aðalmenn og Þórður Pálsson og Ragnhildur Ragnarsdóttir verði varamenn í sameiginlegri kjörstjórn fyrir væntanlegar íbúakosningar um sameiningu í júní 2024, sbr. 5 gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga.
1.3 Kosning um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar
Tillaga samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna Húnabyggðar og Skagabyggðar er að kosning um sameiningu sveitarfélaganna fari fram á tímabilinu 8. júní 2024 til 22. júní 2024. Einnig leggur samstarfsnefndin til að drög að fyrirliggjandi kjörseðli verði samþykkt og að sameiginlegri kjörstjórn verði falið að ákveða staðsetningu og fjölda kjörstaða, skiptingu í kjördeildir og opnunartíma kjörstaða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu samstarfsnefndarinnar varðandi framkvæmd kosninga um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar. Jafnframt er samþykkt samhljóða að kosningaaldur miðist við 16 ár.