29. fundur 19. desember 2023 kl. 15:00 - 17:11 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Breyting á útsvari og staðfesting

2312010

Breyting á útsvari 2024 og staðfesting
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
Álagning útsvars - breyting vegna samkomulags um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Lagt fram samkomulag milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.12.2023 um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk. Í samkomulaginu felst hækkun á hámarksútsvari um 0,23 prósentustig. Breytingin leiðir ekki til hækkunar heildarálaga á skattgreiðendur þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, samþykkir sveitarstjórn Húnabyggðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23 prósentustig og verði 14,97%.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:11.

Getum við bætt efni þessarar síðu?