Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2024
2310024
Fyrri umræða
Friðrik Halldór Brynjólfsson, fjármálastjóri Húnabyggðar, Jón Ari Stefánsson frá KPMG og Sigurður Erlingsson frá Performance kynntu og fóru yfir drög að fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024, ásamt þriggja ára áætlun. Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að vísa fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun Húnabyggðar til Byggðarráðs til frekari vinnslu og jafnframt til síðari umræðu í sveitarstjórn.
2.Skagabyggð - Möguleg sameining sveitarfélaganna
2311015
Erindi frá sveitarfélaginu Skagabyggð er varðar mögulega sameiningu.
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir að skipa fjóra fulltrúa fyrir sína hönd í vinnuhóp um mögulega sameiningu sveitarfélaganna sem eru; Guðmundur Haukur Jakobsson, Auðunn Sigurðsson, Elín Aradóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir. Sveitarstjórar skulu hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétt á fundum vinnuhópsins.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 sat hjá (JG)
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 sat hjá (JG)
Fundi slitið - kl. 16:30.