25. fundur 10. október 2023 kl. 15:00 - 18:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Guðmundur Haukur Jakobsson eftir því að einu máli verði bætt á dagskrá og verður það mál nr. 8.

Samþykkt samhljóða.

1.Lánasjóður sveitarfélaga - lánasamningur

2302019

Lánasamnigur við Lánasjóð sveitarfélaga.
Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga er varðar lánasamning í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 80.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnunar á afborgunum eldri lána á árinu 2022 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Pétri Bergþóri Arasyni, sveitarstjóra Húnabyggðar, kt. 270770-4879 veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess f.h. Húnabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

2.Byggðarráð Húnabyggðar - 38

2309002F

Fundargerð 38. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.6, 2.9, 2,11 og 2.13 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Byggðaráð samþykkir framlagðar reglur um notendasamninga.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Pétur Arason, sveitarstjóri, kynnti hugmyndir um möguleg skógræktarsvæði við þéttbýli Húnabyggðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 2.4 2211011 Staða fjármála
    Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Sigurður Erlingsson, ráðgjafi hjá Performare ráðgjöf ehf. kynnti og fór yfir 6 mánaða innanhúsuppgjör Húnabyggðar.

    Ljóst er að rekstur sveitarfélagsins er í járnum, sem er í takt við rekstur sveitarfélaga á landsvísu meðal annars vegna fjármagnskostnaðar og vaxtaumhverfis.

    Uppgjörinu vísað til umræðu í sveitarstjórn.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

    Byggðaráð samþykkir framlagt kauptilboð í Skúlabraut 21 og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.
    Bókun fundar Grímur Rúnar Lárusson og Zophonías Ari Lárusson véku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

    Afgreiðsla byggðaráðs staðfest með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 2.7 2309009 Lóðamál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Fyrir fundinum lágu tvær umsóknir um lóðir í sveitarfélaginu.

    A)
    Gamli bærinn þróunarfélag ehf. sækir um lóð að Blöndubyggð 7.
    Byggðaráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni í samræmi við grein 3.2 í reglum um lóðaúthlutun sveitarfélagsins kemur fram að sveitarstjórn sé heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga innan skipulagðra svæðia eða á óskipulögðum svæðum. Endanleg úthlutun fari þó ekki fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf.

    Byggðaráð telur að um sé að ræða sérstakt tilvik þar sem til stendur að flytja Gústasjoppu sem áður stóð á lóðinni aftur á lóðina. Þannig er verið að byggja upp bæjarmynd gamla bæjarins með húsum sem þar voru áður.

    B)
    InfoCapital ehf. sækir um lóð á gatnamótum þjóðvegar 1 og Svínvetningabrautar.
    Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til Skipulags- og byggingarnefndar til frekari vinnslu þar sem svæðið er skipulagt sem skrúðgarður og útivistarsvæði til sérstakra nota á gildandi deiliskipulagi.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 2.9 2309010 Öldungaráð
    Byggðarráð Húnabyggðar - 38 A) Skipun í stafshóp
    Byggðaráð skipar Auðunn Sigurðsson í starfshóp til að vinna að skipulagi dagdvalar við HSN.

    B) Greiðslur fyrir fundrsetu nefndarinnar og erindisbréf
    Byggðaráð vísar ákvörðun um greiðslu fyrir nefndarsetu til fjárhagsáætlunarvinnu.
    Sveitarstjóra falið að ganga frá erindisbréfi nefndarinnar.

    C) Akstursþjónusta aldraðra
    Reglur um akstursþjónustu aldraðra eru í vinnslu í sveitarfélaginu, en byggðaráð telur mikilvægt að hraða þeirri vinnu eins og hægt er.
    Bókun fundar Vegna greiðslu fyrir fundarsetu Öldungaráðs vísar steitarstjórn til samþykktar um kjör fulltrúa i stjórnum, ráðum og nefndum sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi þann 21.6.2022 þar sem fram kemur að greitt skuli fyrir fundarsetu í Öldungaráði.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Pétur Arason, sveitarstjóri, kynnti fyrirhugaðan stefnumótunardag starfsmanna sveitarfélagsins þann 4. október.

    Í framhaldi af stefnumótunardeginum er stefnt að fundi með sveitarstjórn og nefndarfólki þar sem unnið verður áfram með vinnu stenumótunardagsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Fyrir fundinum lá samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu þar sem fjallað er um vatnsból á Hveravöllum.

    Byggðaráð samþykkir samkomulagið og felur sveitarstjóra að undirrita gögn vegna þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 2.12 2309013 Styrkjavegir
    Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Pétur Arason, sveitarstjóri, kynnti umsóknir sveitarfélagsins um styrkjavegi.
    Sótt var um styrki að fjárhæð 35 milljónir en 3 milljónir fengust.

    Styrkjunum var varið í þrjú verkefni:
    - Vegur um Laxárdal að Kirkjuskarði
    - Vegur frá Stafnsrétt að Svartá
    - Vegur á Grímstunguheiði
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 38 Erindinu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Jón Gíslason vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar

    Guðmundur Haukur Jakobsson gerði grein fyrir hæfi sínu til afgreiðslu málsins.

    Hæfi Guðmundar til afgreiðslu málsins borin upp og samþykkt með 5 atkævðum (ZAL, SÞS, GHJ, GRL, ASS), 3 sátu hjá (JG, RH, EA) og einn var á móti (BÞH)

    Erindi frá Ámundakinn vegna hlutafjáraukningar þar sem óskað er eftir þátttöku allra hluthafa. Aukningin er tilkomin þar sem Byggðastofnun hefur lýst vilja til að kaupa nýtt hlutafé í Amundakinn fyrir 30.000.000kr á genginu 2,5, með því skilyrði að félaginu takist að selja hlutabréf fyrir jafn háa upphæð. Þannig er reiknað með að heildarhlutafé félagsins aukist um 10% að nafnverði.

    Eftir umræður um erindið er eftirfarandi tillaga lögð fram: Ámundakinn hefur um langt skeið gegnt mikilvægu hlutverki í uppbyggingu atvinnulífs á starfssvæði sveitarfélagsins. Nú liggur fyrir frekari uppbygging á stæðstu eign félagsins að Húnabraut 4, en ljóst er að eignin þarfnast talsverðra endurbóta. Þátttaka sveitarfélagsins er mikilvægur liður í þessari uppbyggingu og styður þannig við frekari uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Því er lagt til að Húnabyggð kaupi hlutafé fyrir 2.100.000 kr. að nafnverði 5.250.000 kr og auki þannig hlut sinn um 5% að nafnverði. Frekari hlutafjárkaupum til samræmis við heildarhlutafjárhækkun Ámundakinnar vísað til fjárhagsáætlunar.

    Tillagan borin upp og samþykkt með 8 atkvæðum samhljóða.

    Fjármálastjóra sveitarfélagsins falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna þessarar afgreiðslu og leggja fyrir fund Byggðaráðs.

3.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 6

2310001F

Fundargerð 6. fundar Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar lögð fram til staðfestingar á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 3.1 2310001 Heilsudagar í Húnabyggð
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 6 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti dagskrá Heilsudaga í Húnabyggð sem haldnir verða frá 23. september nk. til og með 1. október nk. Dagskráin er styrkt af Lýðheilsusjóði. Nefndin fagnar þessu framtaki og hvetur alla íbúa sveitarfélagsins til þess að kynna sér dagskránna og taka þátt í þeim fjölmörgu viðburðum sem boðið verður upp á. Bókun fundar Sveitarstjórn þakkar öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd heilsudaga fyrir fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
  • 3.2 2310002 Frístundaakstur í Húnabyggð
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 6 Á 9. fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar sem haldin var þann 11. október 2022 voru samþykktar reglur um akstursstyrki til foreldra vegna frístundastarfs barna en íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd hafði fjallað um reglurnar á 2. fundi sínum þann 21. september 2022. Þrátt fyrir að reglurnar hafi verið samþykktar í sveitarstjórn hafa þær ekki verið birtar né framkvæmdar af hálfu sveitarfélagsins. Nefndin vill leggja áherslu á reglurnar komi til framkvæmda og að reglurnar ásamt umsóknareyðublaði verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • 3.3 2310003 Ungmennaráð Húnabyggðar
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 6 Samkvæmt 5. gr. samþykkta fyrir Ungmennaráð Húnabyggðar skal skipa fimm fulltrúa og fimm til vara í Ungmennaráð Húnabyggðar. Skulu tilnefningar í ráðið gilda frá 1. október til eins árs í senn. Nefndin felur íþrótta-, menningar og tómstundafulltrúa að kalla eftir tilnefningum í ráðið frá viðkomandi aðilum samkvæmt framangreindri samþykkt.
  • 3.4 2310004 Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2024
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 6 Umræður sköpuðust um þennan lið á fundinum. Umræður sköpuðust m.a. um þörfina á ráðningu íþróttafræðings innan sveitarfélagsins, kosti þess og galla.

    Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar fyrir fjárhagsáætlunargerð eru eftirfarandi:

    - Styrkir vegna uppbyggingar og endurbóta á íþróttamannvirkjum verði hækkaðir.
    - Áhersla verði lögð á gerð og uppbyggingu göngustíga innan sveitarfélagsins, fjölgun
    bekkja og kortlagningu á gönguleiðum.
    - Sveitarfélagið stuðli að auknu framboði íþrótta í sveitarfélaginu, fyrir allan
    aldurshóp.
    - Sveitarfélagið móti skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á íþróttavellinum á Blönduósi
    og íþróttahúsinu á Blönduósi.
    - Aukinn opnunartími í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi.


    Framangreindar áherslur eru samþykktar samhljóða. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar.
  • 3.5 2206034 Önnur mál
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 6 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir óskaði eftir því að ræða stundaskrá íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Vakti hún athygli á því að æfingar barna og unglinga þyrftu að njóta forgangs við tímaröðun í stundaskrá. Nefndin tekur undir framangreint og telur að endurskoða þurfi verklag við skipulagningu á stundaskrá í íþróttahúsi með það fyrir augum að skapaður verði samráðsvettvangur allra hagaðila svo hægt sé að nýta húsnæðið sem best. Nefndin felur menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins að koma þessari vinnu af stað þannig að hægt sé að endurskoða stundaskrá íþróttamiðstöðvarinnar með þessum hætti á vorönn 2024.

4.Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

2212013

Fundargerð 16. fundar Skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar frá 4. október.
Fundargerð 16. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður um 6. lið fundargerðarinnar.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

5.Öldungaráð

2309010

Fundargerð 4. fundar Öldungaráðs Húnabyggðar frá 25. september
Fundargerð 4. fundar Öldungaráðs lögð fram til staðfestingar á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Vegna liðar 4 í fundargerð Öldungaráðs vísar sveitarstjórn til afgreiðslu á fundargerð 38. fundar Byggðaráðs.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

6.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 9

2309001F

Fundargerð 9. fundar Atvinnu- og menningarnefndar lögð fram til staðfestingar á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 9 Sex verkefni kynnt og nefndin leggur til að þeim verið fækkað í fjögur með því að setja brúarverkefni í gönuleiðaverkefni og með því að tengja Klifamýrarverkefnið við gamla bæinn.

    Lagt til að fundur verði haldin 11.10.2023 þar sem verkefnastjóri fer yfir stöðu umsókna.
  • 6.2 2206034 Önnur mál
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 9 Rætt um hafnaraðstöðuna og að þar þurfi að gera lágmarks lagfæringar þannig að nota megi höfnina með góðu móti (færa ramp, breyta grjótgarði inn í höfninni til að minnka endurkast, krani o.fl.).

    Fjallað um Vatnsdalshátíð sem haldin var í fyrsta skipti í sumar. Hátíðin heppnaðist mjög vel og ótrúlega vel ef miðað er við stuttan fyrirvara og fáar hendur sem unnu mikið verk. Undirbúa þarf þennan viðburð fyrir næsta ár og gera það tímanlega. Einnig mætti skoða aðkomu félaga á svæðinu.

    Í sumar kom upp hugmynd um að halda hátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgina og nefndin leggur til að þessi hugmynd verði skoðuð af alvöru fyrir næsta ár.

    Lagt til að skoðað verði að halda eitt stórt sameiginlegt þorrablót sem gæti verið frábært sameiningartákn nýs sveitarfélags.

7.Verkefni sveitarfélagsins

2310005

Sveitarstjóri fer yfir verkefni sveitarfélagsins.
Pétur Arason fór yfir stöðu ýmissa mála í sveitarfélaginu.

8.Félags- og skólaþjónustan - Fundargerð og lánasamningur

2302018

Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún og viðauki við fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónstu A-Hún.
Fundargerð stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu A-Hún frá 27. september lögð fram til kynningar á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Í fundargerðinni er samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu 2023 sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar. Kostnaðarhluti Húnabyggðar við viðaukann er 1.250.150 kr.

Viðaukinn borinn upp og samþykktur með 9 atkvæðum samhljóða.

Fjármálasjóra falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2023 vegna kostnaðaraukans og leggja fyrir Byggðaráð.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?