Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir að nýtt mál yrði tekið á dagskrá fundarins. Samgönguáætlun 2024-2038 og yrði númer 2 á dagskrá. Samþykkt samhljóða.
1.Húnabyggð - Ársreikningur 2022 - Fyrri umræða
2307023
Ársreikningur Húnabyggðar 2022 kynntur og tekinn til fyrri umræðu.
Ársreikningur Húnabyggðar fyrir árið 2022 tekinn til fyrri umræðu. Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG mætti til vinnufundar fyrir fundinn og fór yfir samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Að loknum umræðum þá lagði Guðmundur Haukur Jakobsson fram eftirfarandi tillögu:
,,Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir að vísa ársreikningi 2022, fyrir Húnabyggð til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum þá lagði Guðmundur Haukur Jakobsson fram eftirfarandi tillögu:
,,Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir að vísa ársreikningi 2022, fyrir Húnabyggð til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
2.Samgönguáætlun fyrir 2024-2038
2307025
Samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028
Sveitarstjóra falið að skrifa umsögn um drög að Samgönguáætlun 2024-2038 fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 16:05.