14. fundur 10. janúar 2023 kl. 15:00 - 16:23 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Húnabyggð - Skipan Ungmennaráðs Húnabyggðar

2301008

Skipan Ungmennaráðs Húnabyggðar
Sveitarstjórn skipar Pálma Ragnarsson sem aðalmann og Unu Ósk Guðmundsdóttur sem varamann í Ungmennaráð Húnabyggðar. Samþykkt samhljóða.

2.Húnabyggð - Samþykktir

2212008

Samþykktir er varðar barnaverndarmál - seinni umræða
Síðari umræða er varðar samþykktir barnaverndarmála. Sveitarstjórn samþykkir breytingar á samþykktum með 9 atkvæðum.

3.Sorpmál

2211012

Sorpmál
Sveitarstjóri fór yfir sorpmál og þær hugmyndir sem hann hefur varðandi málaflokkinn sem lítur að útboði og eða því að sveitarfélagið annist sorphirðu að öllu eða hluta til. Umræður urðu um málið. Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndir sveitarstjóra og felur honum að vinna málið áfram og koma með ítarlegri upplýsingar á næsta fund sveitarstjórnar.

4.Byggðaráð Húnabyggðar - 21

2301001F

Fundargerð 21. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 4.1 2301001 Sorphirðugjaldskrá - Kynning á breytingum
    Byggðaráð Húnabyggðar - 21 Byggðarráð hvetur íbúa að kynna sér nýja sorphirðugjaldskrá og skoði þá möguleika að hægt sé að velja um stærð sorpíláta. Byggðarráð leggur áherslu á að breytingarnar verði kynntar vel fyrir íbúum sveitarfélagsins.

    Á heimasíðu sveitarfélagsins mun verða sorphirðudagatal.
  • 4.2 2301002 Reglur um snjómokstur í sveitarfélaginu
    Byggðaráð Húnabyggðar - 21 Farið yfir reglur er giltu í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ. Endurskoða og uppfæra þarf reglur um snjómokstur í nýju sveitarfélagi.
  • 4.3 2212011 Styrkjaumsóknir og styrkveitingar fyrir Húnabyggð
    Byggðaráð Húnabyggðar - 21 Sveitarstjóri fór yfir málið og byggðarráð fór yfir hugmyndir að verkefnum. Sveitarstjóra falið að halda áfram með málið.
  • 4.4 2301005 Samband íslenskra sveitarfélaga -Borgað þegar hent er
    Byggðaráð Húnabyggðar - 21 Erindinu vísað til Umhverfisnefndar. Sveitarstjóra falið að sækja um.
  • 4.5 2301003 Byggðakvóti
    Byggðaráð Húnabyggðar - 21 Byggðakvóti fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 til Húnabyggðar er 15 þorskígildistonn sem er 4 tonnum minna en fyrir fiskveiðiárið 2021/2022, en mun lægra en verið hefur áður. Byggðarráð felur sveitarstjóra að andmæla formlega þessari þróun. Byggðarráð samþykkir nýjar sérreglur sem gilda um byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 13. janúar 2023 og senda á ráðuneytið. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir bókun Byggðarráðs varðandi sérreglur um byggðakvóta.

    Sveitarstjórn Húnabyggðar mótmælir því harðlega að ekki séu veittar auknar veiðiheimildir til sveitarfélagsins. Atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra standa höllum fæti og þessi landshluti á undir högg að sækja.Við fögnum hækkun á byggðakvóta til nágrannasveitarfélaganna en það skýtur skökku við að ekki sé brugðist við á sama hátt hér í Húnabyggð eins og gert er í nágrannasveitarfélögunum Húnaþingi vestra sem fékk tæplega 90% hækkun (úr 70 í 130 tonn) og Skagaströnd sem fékk ríflega 10% hækkun (úr 154 í 170 tonn). Þetta er í alla staði óásættanlegt sérstaklega í ljósi þess hversu lítill byggðarkvótinn er í sveitarfélaginu eða 15 tonn. Byggðarkvótinn er reyndar svo lítill að af því er skömm og dugir þetta ekki til að sjá einum sjómanni fyrir atvinnu og því vandséð hvernig þessi úthlutun styrkir atvinnulíf í sveitarfélaginu. Húnabyggð skorar á Matvælaráðuneytið að leiðrétta þennan mismun milli sveitarfélaganna samstundis.
  • 4.6 2301006 Skúlabraut 22 - Hleðslustöð
    Byggðaráð Húnabyggðar - 21 Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
  • 4.7 2301007 Húnabyggð - Sala eigna
    Byggðaráð Húnabyggðar - 21 Farið yfir stöðu mála, samkvæmt fjárhagsáætlun er fyrirhugað að selja 2-3 eignir á árinu.

Fundi slitið - kl. 16:23.

Getum við bætt efni þessarar síðu?