13. fundur 27. desember 2022 kl. 15:00 - 18:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Bréf frá barnaverndarþjónustu og umdæmisráði

2212021

Félagsmálastjóri mætir á fundinn og fer yfir nýjar upplýsingar er varðar málið
Sara Lind Kristjánsdóttir mætti undir þessum lið og fór yfir nýjar upplýsingar.
Samningur um rekstur umdæmisráð landsbyggða
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning um rekstur Umdæmisráðs landsbyggða og felur sveitarstjóra undirritun hans. Samningurinn er gerður með vísan til 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem fjallað er um skipan umdæmisráða. Með samningnum er umdæmisráðinu falin öll þau hlutverk sem því eru fengin í barnaverndarlögum og eftir atvikum öðrum lögum. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2027 með endurskoðunarákvæði fyrir 31. desember 2023.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

Samningur um barnaverndarþjónsutu á Mið-Norðurlandi
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir fyrirliggjandi samning milli sveitarstjórna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og felur sveitarstjóra undirritun hans. Er samningurinn gerður með vísan til 10.,11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem fjallað er um umdæmi barnaverndarþjónustu og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samkvæmt samningnum er sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag í samstarfinu og sem slíku falið fullnaðarvald til afgreiðslu barnaverndarmála á starfssvæði samningsins. Samningurinn er ótímabundinn með endurskoðunarákvæði vegna kostnaðarskiptingar fyrir 1. mars 2023 og almennri endurskoðun fyrir 31. desember 2023. Uppsögn samnings skal gerð fyrir 1. september ár hvert og tekur þá gildi við næstu áramót að því gefnu að sveitarfélagið hafi greitt allan þann kostnað sem því ber.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

2.Húnabyggð - Samþykktir

2212008

Samþykktir er varðar fjallskilastjórnir - seinni umræða
Samþykktir er varðar barnaverndarmál - fyrri umræða
Seinni umræða: Breyting verður á samþykktum Húnabyggðar er varðar lið 5 í 47. grein og breytist þannig að landbúnaðarnefnd gerir tillögu til sveitarstjórnar að skipan fjallskilanefnda. Fjallskilanefndir verði því fastanefndir og hafi erindisbréf. Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða

Fyrri umræða. Breytingarnar eru gerðar vegna breyttrar skipan barnaverndarmála frá 1. janúar 2023 í samræmi við samninga um Barnaverndarþjónustu Mið ? Norðurlands og Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
Fyrir fundinum lá tillaga um viðauka við samþykktir Húnabyggðar.
„Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Húnabyggðar nr. 1181/2022, með síðari breytingum, og vísar til síðari umræðu sveitarstjórnar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

3.Erindisbréf

2211009

Húnabyggð - Erindisbréf
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlögð erindisbréf með áorðnum breytingum.
Atvinnu- og menningarnefndar
Fræðslunefndar
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar
Kjörnefndar
Landbúnaðarnefndar
Skipulags- og bygginganefndar
Umhverfisnefndar

4.Samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

2212007

Samningur milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er varðar málefni fatlaðs fólks
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir fyrirliggjandi samning á milli sveitarstjórna Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Samningurinn er ótímabundinn með eins árs uppsagnarfresti og endurskoðunarákvæði að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Sveitarstjóra er falin undirritun samningsins fyrir hönd Húnabyggðar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.


5.Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

2212022

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar
Álagning útsvars - breyting vegna samkomulags um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Lagt fram samkomulag milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.12.2022 um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk. Í samkomulaginu felst hækkun á hámarksútsvari um 0,22%. Breytingin leiðir ekki til hækkunar heildarálaga á skattgreiðendur þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Húnabyggðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.

Sara vék af fundi 17:11

6.Byggðamerki Húnabyggðar

2210016

Nýtt byggðarmerki Húnabyggðar. Erindi frá hönnuðum
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

7.Byggðasamlög

2211010

Byggðasamlög
Sveitarstjóri sendi þann 13. desember 2022, eftirfarandi erindi á Skagabyggð og sveitarfélagið Skagaströnd:
Húnabyggð óskar eftir því að sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð taki formlega fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi þá ósk Húnabyggðar að slíta byggðarsamlögum um tónlistarskólann og félags- og skólaþjónustu. Nú þegar er samþykkt að slíta byggðasamlagi um menningu- og atvinnumál.

Svar hefur borist frá Skagabyggð.

Umræður urðu um málið.

8.Fundargerðir og fjárhagsáætlanir byggðasamlaga

2212023

Fundargerðir og fjárhagsáætlanir byggðasamlaga
Fundargerðir lagðar fram til kynningar
Fjárhagsáætlun Byggðasamlags um Félags- og skólaþjónustu - samþykkt samhljóða
Fjárhagsáætlun Byggðasamlags um Menningar- og atvinnumál - samþykkt samhljóða
Fjárhagsáætlun Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún - samþykkt samhljóða

9.Byggðaráð Húnabyggðar - 20

2212007F

Fundargerð 20. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2 og 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 9.1 2212016 Börn á flótta
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
  • 9.2 2212005 Styrkur til framhaldsskólanema
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Námsstyrkir eru 60.000kr. á hverja önn og eru eingöngu veittir ungu fólki í viðurkenndu framhaldsnámi. Námsstyrkir eru greiddir út eftir hverja önn að staðfestri skólavist. Aldur styrkþega miðast við 22 ára og miðast við það ár sem viðkomandi verður 22 ára, ekki síðar og eigi lögheimili í sveitarfélaginu.
    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Umræður urðu um þennan lið.

    Sveitarstjórn samþykkir reglur um námsstyrki en bætir við að hver einstaklingur geti einungis nýtt sér styrkinn að hámarki átta annir

    Samþykkt samhljóða
  • 9.3 2212014 Skipan Félagsmálaráðs
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Byggðarráð leggur til að aðalmenn í Félagsmálaráði séu:
    Ásdís Adda Ólafsdóttir, Þorbjörg Bjarnadóttir og Lee Ann Maginnis
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða
  • 9.4 2211009 Erindisbréf
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Byggðarráð fór yfir erindisbréf Húnabyggðar. Sveitarsjóra falið að klára þessa vinnu.
  • 9.5 2212015 Samningur við sjálfseignarstofnun Grímstungu- og Haukagilsheiða
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
  • 9.6 2212021 Bréf frá barnaverndarþjónustu og umdæmisráði
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Lagt fram til kynningar
  • 9.7 2212017 Félags- og skólaþjónustan - Fundargerð og fjárhagsáætlun
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Lagt fram til kynningar
  • 9.8 2212018 Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 915. fundar
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Lagt fram til kynningar
  • 9.9 2212020 SSNV - Fundargerð 87. fundar stjórnar
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Lagt fram til kynningar
  • 9.10 2212019 Hafnarsamband Íslands - Fundargerð 447. fundar stjórnar
    Byggðaráð Húnabyggðar - 20 Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?