12. fundur 09. júní 2015 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Auðunn Sigurðsson ritari
Fundargerð ritaði: Auðunn Sigurðsson
Dagskrá

1.Ársreikningur - síðari umræða

1506007

?Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2014 námu 790,1 millj. kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta sem er 2 millj. kr. hærri tekjur en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjur samstæðunnar hækka um 106 millj. á milli ára sem gerir um 15% hækkun tekna en útgjöld hækka um 118 millj. eða um tæp 18%. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 23 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta er neikvæð um 7 millj.kr. Skuldir og skuldbindingar samtals eru 1.139.034 þús.kr. í árslok 2014 en voru 1.151.951 þús.kr. árið á undan. Tekin voru ný langtímalán að upphæð 40,0 millj.kr. Afborganir langtímalána ársins 2014 voru 77 millj.kr. Eigið fé samstæðunnar um síðustu áramót var 606.366 þús.kr. Skuldahlutfall Blönduósbæjar fer lækkandi og er 144% í árslok 2014 en skuldaviðmið samkvæmt reikningsskilareglum er 131% miðað við 139% árið á undan. Sveitarstjórn vill þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góð störf á liðnu ári.?

Að umræðum loknum bar forseti upp bókunina sem og framlagða ársreikninga Blönduósbæjar fyrir árið 2014 og voru þeir samþykktir samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 4

1505006F

Fundargerð 4. fundar jafnréttisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.

3.jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 5

1505010F

Fundargerð 5. fundar jafnréttisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 26

1505015F

Fundargerð 26. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blöndubæjar - 9

1506002F

Fundargerð 9. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.

6.Viðauki við fjárfestingar 2015

1506008

xxxxxxxxxxxx

7.Erindi stjórnar Róta, dags. 4.6.2015

1506009

Blönduósbær gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að stjórn Róta bs. veiti jákvæða umsögn um að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hverfi út úr samstarfi á vettvangi Róta bs um málefni fatlaðs fólks enda verði jafnframt tryggt að sveitarfélög á Norðurlandi vestra fái undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónstusvæða skv. 4 gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks.

8.Kosningar

1506010

a) Kjör forseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.

Fram kom tillaga um Valgarð Hilmarsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 4 atkvæðum 3 sitja hjá.



b) Kjör 1. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.

Fram kom tillaga um Önnu Margréti Jónsdóttir. Tillagan borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.



c) Kjör 2. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.

Fram kom tillaga um Oddnýju Maríu Gunnarsdóttur. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.



d) Kjör 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í byggðaráð Blönduósbæjar.



Aðalmenn:

Zophonías Ari Lárusson af L-lista

Guðmundur Haukur Jakobsson af L-lista

Hörður Ríkharðsson af J-lista,



Varamenn:

Anna Margrét Jónsdóttir af L-lista,

Anna Margret Sigurðardóttir af L-lista,

Oddný María Gunnarsdóttir af J-lista.



Tillaga kom fram um Zophonías Ara Lárusson af L-lista sem formann

Var það samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða

Tillaga kom fram um Guðmund Hauk Jakobsson af L-lista sem varaformann

Var það samþykkt samhlj. með 7 atkvæðum samhljóða

9.Sumarfrí

1506011

Forseti bar upp tillögu um að sveitarstjórn taki sumarfrí frá 9. júní til x. xxxxx 2015 og felur byggðaráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan. Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?