Dagskrá
1.Ársreikningur 2014 - fyrri umræða
1505015
2.Breytingar á fræðslunefnd
1505003
L-listinn lagði fram svo hljóðandi tillögur að breytingu á fræðslunefnd. Í stað Önnu Kristínar Davíðsdóttur, sem hefur óskað eftir að hætta kemur Kristín Ingibjörg Lárusdóttir. Í stað Evu Hrundar Péturdóttur, sem óskað hefur eftir ársleyfi kemur Anna Margrét Jónsdóttir. Ekki voru gerðar athugasemdir við tillöguna og skoðast þær þá rétt kjörnar.
3.Refsstaðir
1505014
Lagt var fram tilboð Blönduósbæjar í jörðina Refsstaði í Laxárdal. Tilboðið hljóðar uppá 1.800.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir umrætt kauptilboð með 7 atkvæðum og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands vestra
1505013
Samningur um sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 var undirritaður 10. febrúar 2015. Sóknaráætlun Norðurlands vestra er þróunaráætlun og felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn, markmið og leiðir til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Áætlunin er gerð til 5 ára en hægt er að uppfæra hana innan tímabilsins.
Samkvæmt samningnum skipa landshlutasamtökin (SSNV) samráðsvettvang þar sem tryggð er sem breiðust aðkoma sveitarstjórna, stofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og annarra haghafa í landshlutanum. Gæta skal lýðræðis-, búsetu-, aldurs- og kynjasjónarmiða. Samráðsvettvangurinn skal m.a. hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunarinnar.
Á fundi stjórnar SSNV 13. maí sl., var samþykkt að fela sveitarstjórnum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra að tilnefna fulltrúa í 32 manna samráðsvettvang.
Skipting fulltrúanna er sem hér segir:
Sveitarfélögin í Skagafirði 14 fulltrúar 14 til vara
Sveitarfélögin í A-Hún 11 fulltrúar 11 til vara
Húnaþing vestra 7 fulltrúar 7 til vara
Valgarði Hilmarssyni og Arnari Þór Sævarssyni er falið að leita til aðila um að vera fulltrúar sveitarfélagsins í samráðsvettvangnum.
Samkvæmt samningnum skipa landshlutasamtökin (SSNV) samráðsvettvang þar sem tryggð er sem breiðust aðkoma sveitarstjórna, stofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og annarra haghafa í landshlutanum. Gæta skal lýðræðis-, búsetu-, aldurs- og kynjasjónarmiða. Samráðsvettvangurinn skal m.a. hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunarinnar.
Á fundi stjórnar SSNV 13. maí sl., var samþykkt að fela sveitarstjórnum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra að tilnefna fulltrúa í 32 manna samráðsvettvang.
Skipting fulltrúanna er sem hér segir:
Sveitarfélögin í Skagafirði 14 fulltrúar 14 til vara
Sveitarfélögin í A-Hún 11 fulltrúar 11 til vara
Húnaþing vestra 7 fulltrúar 7 til vara
Valgarði Hilmarssyni og Arnari Þór Sævarssyni er falið að leita til aðila um að vera fulltrúar sveitarfélagsins í samráðsvettvangnum.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Hér viku Þorsteinn og Jens af fundi.