Dagskrá
1.Möguleg sameining Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps
2110023
2.Úttekt á brunavörnum Austur Húnvetninga 2021
2110022
Úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar lögð fram til kynningar.
Farið var yfir þær athugasemdir sem koma fram í úttektinni.
Stjórn Brunavarna A-Hún falið að svara erindinu.
Farið var yfir þær athugasemdir sem koma fram í úttektinni.
Stjórn Brunavarna A-Hún falið að svara erindinu.
3.Brunavarnir Austur-Húnvetninga - Fundargerð stjórnar frá 29. september 2021
2110024
Fundargerð Brunavarna Austur-Húnvetninga frá 29. september sl. lögð fram til kynningar.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 197
2110001F
Fundargerð 198. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 98. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 4.3, 4.7, 4.8, 4.9 og 4.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Ágúst Þór Bragason fór yfir stöðu helstu framkvæmda sem hafa verið í gangi í sveitarfélaginu, og Sigrún Hauksdóttir sýndi hvað væri búið að bóka á einstök verk, en stærstu framkvæmdir á árinu hafa verið í Hrútey og verknámshús við Blönduskóla. Bókun fundar Umræður urðu um framkvæmdir í sveitarfélaginu og stöðu kostnaðarliða á einstökum framkvæmdum.
Sveitarstjórn felur forseta sveitarstjórnar, formanni byggðaráðs og sveitarstjóra að fara ítarlega yfir verklag og upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa.
Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að framkvæmdir standist kostnaðaráætlun. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Fyrir fundinum liggur listi yfir "Ýmis verkefni - frumtillögur fyrir árið 2022" sem er ekki tæmandi, en unnin til þess að ákveða hvaða tillögur verða teknar til frekari skoðunnar varðandi kostnanðaráætlun eða þeim festað. Áfram verður unnið með listann og kostnaðarmat verkefna, sem mun koma aftur fyrir byggðaráð til frekari skoðunnar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Fyrir fundinum liggur undirritaður verksamningur, dagsettur 22/09.2021, um vatns- og fráveitulagnir vegna uppbyggingar við Miðholt, samkv.útboði.
Byggðaráð staðfestir verksamning. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Byggðaráð samþykkir að bjóða út skólamáltíðir fyrir veturinn 2021 - 2022. Bókun fundar Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vilja til að bjóða upp á morgunverð í grunnskólanum og felur sveitarstjóra og byggðaráði í samráði við skólastjóra að vinna að útfærslu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Lagt fram minnisblað um möguleika á samstarfi við Húnaþing vestra um embætti skipulags- og byggingafulltrúa. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Sveitarstjóra Blönduósbæjar falið að vinna málið áfram með sveitarstjóra Húnaþings vestra.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Málinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Byggðaráð samþykkir að greiða framlag sveitarfélagsins, að upphæð 228.000-með vísan til fyrri afgreiðslu sama efnis. Tekið af liðnum: 0259-4990 Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Byggðaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr: 75.000 samkvæmt beiðni frá FEBH, sem tekið er að liðnum: 0689-9919. Sigurgeir vék af fundi við afgreiðsluna. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 6 atkvæðum samhljóða.
Sigurgeir Þór Jónasson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Byggðaráð samþykkir afnotin til reynslu næsta árið eins og húsnæðið er núna, með því skilyrði að Menningar- íþrótta- og tómstundafulltrúi hafi einnig afnot af húsnæðinu yfir sumarið. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Sveitarstjóri greindi frá kynnigu um málið sem haldin var nýlega. Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar, til frekari umræðu og ákvörðunnar, en felur sveitarstjóra að kanna málið frekar fyrir þann fund. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa í verkefnið.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Byggðaráð staðfestir að Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri sæki Ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021, f.h. Blönduósbæjar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Lagt fram til kynningar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 197 Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi Öldungarráðs, og þeim áherslum sem fram komu á fundinum, og þeim liðum vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2022. Fundargerð lögð fram til kynningar.
5.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 23
2110003F
Fundargerð 23. fundar Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til staðfestingar á 98. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 23 Miklar umræður sköpuðust varðandi Skjólið. Nefndin vill leggja mikla áherslu á að húsnæði Skjólsins og umbætur á því verði ofarlega á lista í fjárhagsáætlunargerð Blönduósbæjar 2022. Mikilvægt er að vinnan í sambandi við Skjólið verði unnin með framtíðarsýn félagsmiðstöðvarinnar í huga.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 23 Skjólið - Leggja þarf ríka áherslu á endurbætur á húsnæði Skjólsins.
Sparkvöllur - Kurlið á sparkvellinum er til mikils ama og er því kominn tími til að
skipta um kurlið til að bæta aðstæður vallarins.
Göngustígar - Mikilvægt er að lagfæra göngustíga og gangstéttar og gangstéttarkanta
í sveitarfélaginu. Auk þess að kortleggja og gera þau kort aðgengileg fyrir íbúa
sveitarfélagsins og ferðalanga
Leikjanámskeið - Þörf er á að setja meira fjármagn í leikjanámskeið sem að stendur
yfir sumartímann til þess að hægt sé að gera starfið enn betra.
Íþróttasvæði/fótboltavöllur - Nefndin telur það vera til betrumbóta ef að
Blönduósbær myndi setja niður gróðurbelti meðfram Holtabraut til að mynda skjól
fyrir íþróttasvæðið. Svæðið er opið og vindasamt og myndi gott skjólbelti með
hávöxnum trjám bæta svæðiði til muna.
Heilsuvöllur/ útitæki - Heilsuvöllur innan sveitarfélagsins væri skemmtileg og góð
viðbót fyrir sveitarfélagið. Þessir vellir myndu nýtast fjölmörgum aldurshópum og
væri áhugavert að skoða hvort og hvar væri hægt að koma slíkum velli fyrir innan
Blönduósbæjar.
Ungbarnaleikvöllur - Þörf er á að setja niður ungbarnaleikvöll innan
sveitarfélagsins til að koma til móts við foreldra í fæðingarorlofi sem aðra sem að
vilja nýta sér slíkann leikvöll.
Fjallahjólastígar - Fjallahjólreiðar eru sífellt að vaxa í vinsældum hér á landi og
telur nefndin að slík braut væri góð viðbót við íþrótta- og tómstundalíf
sveitarfélagsins auk þess að vera aðdráttarafl fyrir ferðalanga.
Stígur í kringum vötnin í vatnahverfi - Vatnahverfi er frábær útivistarparadís sem
væri hægt að nýta miklu betur. Nefndin telur að það væri góð byrjun að gera stíginn
í kringum vatnið aðgengilegri og betri.
Danskennsla - Eitt af því sem að vantar í íþróttalíf Blönduósbæjar, sem er samt gott
og fjölbreytt, er danskennsla. Það væri frábært skref hjá sveitarfélaginu að reyna
að búa til tækifæri fyrir fólk að stunda dans aþó svo að það væri ekki nema 2 - 3
vikur á ári.
Fræðslur og fyrirlestrar - Seinustu 2 ár hefur ekki verið hægt að vera með fræðslur
eða halda fyrirlestra vegna Covid19. Það er því uppsöfnuð þörf í samfélaginu öllu
fyrir alls konar skemmtilegar fræðslur og fyrirlestra.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 23 Nefndin þakkar fyrir erindið og vill taka undir áherslur þess. Nefndin leggur til að farið verði í kostnaðarmat á því að skipta út stólum í bíósal, sem eru nú þegar til og laga gólf hans sem fyrsta áfanga í endurbótum á bíósal. Erindi er vísað til framkvæmdasviðs til frekari meðferðar.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 23 Kristín Ingibjörg, menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu og verkefni líðandi stundar. Þá ber helst að nefna innleiðingarferli Heilsueflandi samfélags, nýja stundatöflu fyrir frístundastarf eldri borgara og Heilsudaga sem verða á dagskrá í febrúar.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 23 Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd fagnar því góða skrefi fyrir Blönduósbæ að Frisbígolfvöllurinn er kominn upp og er tilbúinn til notkunnar. Nefndin vill hvetja alla bæjarbúa, nærsveitunga og ferðalanga til að nýta sér þennan flotta völl sem að eykur fjölbreytni tómstundalífs okkar.
Fundi slitið - kl. 18:50.
Sveitarstjórn skipar Guðmund Hauk Jakobsson, Jón Örn Stefánsson og Arnrúnu Báru Finnsdóttur til setu sem aðalmenn í samstarfsnefndinni fyrir hönd Blönduósbæjar.