Dagskrá
1.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - Fundargerðir frá 24.06.21 og 20.07.21 ásamt viðauka
2107009
Bókun vegna lántöku
2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 196
2109001F
Fundargerð 196. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 96. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.3, 2.4 og 2.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Sigrún Hauksdóttir fór yfir helstu tölur úr bókhaldi um stöðuna í fjárhag eftir fyrstu 6 mánuði í rekstri sveitarfélagsins, þ.e. tekjur og gjöld. Þá var sýndur samanburður á árunum 2020 og 2021, um þróun launa ofl.þ.h. Einnig voru settar fram nokkrar samanburðartölur í málaflokkum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Skrifstofu- og fjármálastjóri, ásamt sveitarstjóra fóru yfir helstu forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026, sem komu frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Þá var farið yfir vinnuplan og skipulag fjárhagsáætlunarvinnunar á næstu vikum og mánuðum. Einnig var rætt um þær forsendur sem unnið verður með.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Byggðaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr 100.000- og verður það tekið af liðnum 0589-9995 Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Byggðaráð samþykkir að fella niður þing- og sveitarsjóðsgjöld, samtals að upphæð kr. 358.065,00- samkvæmt tveimur afskriftarbeiðnum sem liggja fyrir fundi. Málin færð í trúnaðarmálabók. Samþykkt með þremur atkvæðum. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Byggðaráð fór yfir kjörskrárstofn Blönduósbæjar vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021, og felur sveitarstjóra að undirrita kjörskrá.
Byggðaráð samþykkir kjörskrárstofn Blönduósbæjar og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.
Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofu Blönduósbæjar fram að kjördegi. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Kynntar eru 5 breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundabúnaðar. Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Vísað til sveitarstjórnar og til frekari skoðunnar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við Jafnréttisstofu, og önnur sveitarfélög, vegna þessa, ásamt þeim fresti sem nú er í gangi.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Byggðaráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindinu, og felur menningar- íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna með hlutaðeigandi og koma með tillögur að lausn til lengri tíma.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Lögð fram til kynningar, en byggðaráð óskar eftir að forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs komi inná næsta fund byggðaráðs, vegna stöðu mála.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 196 Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningsvinnu við endurskoðun á Innkaupareglum Blönduósbæjar, en þær voru síðast uppfærðar árið 2013.
Stuðst hefur verið við fyrirmynd að innkaupareglum og innkaupastefnu frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, ásamt sambærilegum sveitarfélögum.
Þá hefur borist fyrirspurn um þjónustukaup hjá Blönduósbæ og er sveitarstjóra falið að kanna málið og svara fyrirspurninni skriflega.
3.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 24
2108002F
Fundargerð 24. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 96. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.1 og 3.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 24 Lögð var fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingarverð verður 450 kr. og dagsverkið 14.500 kr. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir afgangi upp á 178.132 kr.
Gengið verður Langadalsfjall og Geitaskarð fyrstu helgina í september. Fyrri göngur í Tröllabotna og Laxárdal verða aðra helgina í september og seinni göngur helgina þar á eftir. Smaðal verður bæði fé og hrossum á Laxárdal samhliða, í seinni göngur. Bókun fundar Fjárhagsáætlun Landbúnaðarnefndar borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða. -
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 24 Landbúnaðarnefnd barst erindi um að viðhaldi merkjagirðingar Hnjúka sé ábótavant. Landbúnaðarnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar og óskar eftir að farið verði í gagngera skoðun á girðingarmálum sveitarfélagsins sem víða eru í ólestri. Bókun fundar Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
-
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 24 Ákveðið hefur verið í samvinnu við Skagabyggð að rífa gamlar girðingar í Norðurárdal með leyfi landeigenda, vegna slysahættu fyrir búfé. Nefndin leggur til að farið verði í verkið helgina 28. og 29. ágúst og óskað eftir sjálfboðaliðum.
Talsverðar umræður urðu í nefndinni um greiðar leiðir búfjár úr afrétt niður í byggð og vandræði sem af því hljótast. Nefndin óskar eftir samræðum við sveitarstjórn til að finna leiðir til að draga úr þessu.
4.Skýrsla sveitarstjóra
1510028
Skýrsla sveitarstjóra um ýmis mál er varðar sveitarfélagið
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, fór yfir stöðu ýmissa mála í sveitarfélaginu.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fundi slitið.
Bókun sveitarstjórnar:
Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita Félags- og skólaþjónustu A-Hún., sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Félags- og skólaþjónustu A-hún., hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 64.000.000 kr., til allt að 13 ára.
Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðist skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Félags- og skólaþjónustu A-Hún.
Sveitarstjórn veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við húsnæði á vegum Félags- og skólaþjónustu A-Hún., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Félags- og skólaþjónustu A-Hún., til að breyta ekki ákvæði samþykkta byggðasamlagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Blönduósbær selji eignarhlut í Félags- og skólaþjónustu A-Hún., til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Valdimari O. Hermannssyni, sveitarstjóra, kt: 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Blönduósbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánasamninginn.
Bókunin borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum.
Óskað er eftir að sundurliðun framkvæmdakostnaðar berist sveitarstjórn hið fyrsta.