88. fundur 09. febrúar 2021 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Við upphaf fundar óskaði Hjálmar Björn Guðmundsson, forseti sveitarstjórnar, eftir því að einu máli verði bætt við og verður það mál nr. 5.

1.Arion banki - Kynning

2102012

Kynning frá Arion banka
Fulltrúar Arion banka kynntu hugmyndir um enn frekari skerðingar á bankaþjónustu á Blönduósi.

Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum um að loka alveg útibúi Arion banka á Blönduósi. Þjónusta bankans hefur verið skert verulega á undanförnum árum og var sú þróun hafin áður en heimsfaraldur Covid19 kom til. Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir skertri fjármálaþjónustu við íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu og nágrenni, auk þeirra fjölmörgu sem hingað koma eða fara um.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, í samráði við byggðaráð að kanna og koma með tillögur um frekari viðbrögð við boðaðri lokun bankans, með tilliti til framtíðar bankaviðskipta sveitarfélagsins.

2.Lánasjóður sveitarfélaga - Afgreiðsla vegna láns

2102011

Heimild til lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. samkvæmt fjárhagsáætlun 2021
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 200.000.000 kr., til 35 ára, í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir fundinum.

Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til þess að fjármagna, meðal annars, viðbyggingu við Blönduskóla ásamt öðrum framkvæmdum í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Valdimari O Hermannssyni, kt. 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Blönduósbæjar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 181

2101004F

Fundargerð 181. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 88. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Sigrún fór yfir stöðu fjármála við áramót 2020/2021
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Ágúst Þór fór yfir framkvæmdir í sveitarfélaginu sem nú eru í gangi og þær sem eru í farvatninu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Farið var yfir mat á fasteignum sem fyrirhugað er að setja á sölu á þessu ári.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Farið var yfir tilboð frá tilboðshöfum varðandi leigu á tjaldsvæðinu í Brautarhvammi. Afgreiðslu málsins frestað. Ágúst vék af fundi 18:25.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Umræður um styttingu vinnuvikunnar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Byggðarráð Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhugaðri úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020-2021. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ætlar sveitarfélaginu 15 þorskígildistonnum. Til samanburðar var sveitarfélaginu úthlutað 33 tonnum 2019-2020 sem þá hafði verið skorið verulega niður frá upphafi úthlutunar. Byggðarráð telur þessa úthlutun algjörlega óásættanlega og finnst hún allverulega úr takti við þá stefnu stjórnvalda að standa vörð um atvinnustig á Norðurlandi vestra. Frá upphafi úthlutunar hefur ætlun yfirvalda verið að mæta stöðu sjávarbyggða sem mátt hafa þola samdrátt í veiðum og vinnslu, og á það vissulega við í sveitarfélaginu. Engar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi þeirra lögaðila sem þó stunda sjósókn frá svæðinu, og ekkert sem getur rökstutt þessa skerðingu sem þó myndi hafa veruleg áhrif á þá rekstraraðila sem eru starfandi innan sveitarfélagsins og treysta á úthlutun ráðuneytisins með tilheyrandi möguleikum til tekjuöflunnar.

    Byggðarráð skorar á ráðherra að endurskoða þessar fyrirætlanir um úthlutun byggðakvóta fyrir sveitarfélagið og horfa til þeirrar veiku stöðu sem sveitarfélagið er nú þegar í hvað varðar þennan málaflokk, ef tekið er mið af fyrri árum þegar veiðar og vinnsla var einn af máttarstólpum samfélagsins til fjölda ára.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðaráðs vegna skerðingar á byggðakvóta til svæðisins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera umsögn um frumvarpið í samráði við SSNV og Samband íslenskra sveitarfélaga.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Byggðarráð felur sveitarsjóra að ganga frá málinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Byggðaráð samþykkir stækkun lóðar að uppfylltum skilyrðum og felur byggingafulltrúa að ganga frá málinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 181 Jón Örn Stefánsson tekur við sem varamaður í Byggðarráði Blönduósbæjar og í stjórn Brunavarna Austur-Húnvetninga af Birnu Ágústsdóttur. Einnig verður Jón Örn varamaður í stað Birnu á Ársþingi SSNV.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 70

2102001F

Fundargerð 70. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 88. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 70 Nefndin samþykkir lóðarblaðið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 70 Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi húsum sem eru Mýrarbraut 1,2,4,5,og 6 ásamt húsum við Húnabraut 10 og 12.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 70 Umrædd lóð er á deiliskipulögðu svæði við Norðurlandsveg sem er skv. skipulagi ætluð fyrir verslun og -þjónustu. Samráð þarf að hafa um bráðabirgðavegtengingu inná lóðina meðan ekki er gengið frá endanlegri vegtengingu. Lóðarúthlutuninni er vísað til afgreiðslu byggðaráðs.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 182

2102003F

Fundargerð 182. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 88. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?