Dagskrá
1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 154
2001001F
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Byggðaráð samþykkir samninginn. Bókun fundar Umræður urðu um nýjan samning um samnýtingu embættis og bygginga- og skipulagsfulltrúa í sveitarfélögunum.
Að loknum umræðum var samningurinn borinn upp og samþykktur með 7 atkvæðum samhljóða. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Farið var yfir þær tilkynningar sem borist hafa, byggðaráð beinir tilmælum til þeirra sem urðu fyrir tjóni að tilkynna fyrir lok 13. janúar nk. Bókun fundar Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókanir:
1) Sveitarstjórn Blönduósbæjar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra viðbragðsaðila, sem komu að rútuslysinu sem varð við bæinn Öxl, föstudaginn 10.janúar síðastliðinn, við mjög erfiðar aðstæður. Þá er bæjarbúum öllum sem og öðrum sjálfboðaliðum sem komu að málum, með beinum eða óbeinum hætti, þakkað fyrir ómetanlegt framlag sitt við það að taka á móti allt að 90 einstaklingum sem lentu í slysinu.
Það er gott að búa í samfélagi sem stendur saman þegar á reynir, gengur í það sem gera þarf til þess að hjálpa þeim sem þess þurfa.
Sveitarstjórn ítrekar af þessu tilefni þá sjálfsögðu kröfu að Blönduósflugvelli verði haldið við sem sjúkraflugvelli vegna mikilvægrar legu hans við þjóðveg nr 1. Flugvöllurinn verður að vera búinn þeim aðbúnaði sem nauðsynlegur er til að hann geti þjónað íbúum svæðisins og þeim fjölmörgu vegfarendum sem fara um landshlutann.
2) Sveitarstjórn Blönduósbæjar styður heilshugar það frumvarp til laga sem nú er komið fram, þingskjal 963 ? 599. mál., um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annara framkvæmda. Sveitarstjórn skorar á önnur sveitarfélög og alþingismenn alla að beita sér fyrir því að frumvarpið verði sem fyrst að lögum, þar sem það mun lyfta grettistaki í uppbyggingu innviða björgunarsveita og annara félagasamtaka um land allt. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Fyrir lá fundargerð frá síðasta fundi Sameiningarnefndar A-Hún. Sveitarstjóri upplýsti um stöðu mála og framhald á næstu vikum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Sveitarstjóri upplýsti byggðaráð um fund sem haldinn var 22. nóvember 2019 um loftslagsáætlanir frá sjónarhorni sveitarfélaga.
- 1.5 2001001 Sameiginlegur fundur stjórna og skólamálanefnda Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskólaByggðaráð Blönduósbæjar - 154 Byggðaráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu og lýsir áhyggjum yfir núverandi stöðu mála en mun að öðru leyti fylgja Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsumboð sveitarfélga.
- 1.6 2001015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019-2020Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Byggðaráð lýsir vonbrigðum sínum yfir því að aðeins skuli úthlutað 33 þorskígildislestum til byggðalagsins, fyrir fiskveiði árið 2019/2020, og mun óska eftir skýringum á úthlutun.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Byggðaráð samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti um að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Einn enn ehf.
Umræður urðu um útboð á framkvæmdum og reglur sveitarfélagsins hvað það varðar. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Umræður urðu um mikilvægi tekjuöflunar byggðasamlagsins til að mæta auknum rekstrarkostnaði og uppbyggingu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Byggðaráð samþykkir fundargerðina og fagnar sérstaklega lið 2 um kaup á nýju framtíðar húsnæði fyrir Brunavarnir og leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi kauptilboð. Bókun fundar Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókanir:
1) Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti kaup á húsnæði Brunavarna A-Hún að Efstubraut 2 (fnr. 2311293, lnr. 144885), skv. skilmálum í fyrirliggjandi kauptilboði.
Zophonías Ari Lárusson og Guðmundur Haukur Jakobsson véku af fundi við afgreiðslu á þessum lið vegna tengsla.
Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.
2) Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Austur-Húnvetninga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 70 m.kr. til allt að 37 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluta í Brunavörnum Austur-Húnvetninga.
Sveitarstjórn veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til þess að fjármagna kaup og standsetningu á nýju húsnæði fyrir slökkvistöð Brunavarna, s.br. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Austur-Húnvetninga, til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna, sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Blönduósbær selji eignarhlut í Brunavörnum A-Hún., til annarra opinberra aðila, skuldbindur Blönduósbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er sveitarstjóra, Valdimari O Hermannssyni, kt: 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Blönduósbæjar, veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánasamninginn.
Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 154 Lagt fram til kynningar.
2.Skýrsla sveitarstjóra
1510028
Valdimar O. Hermannsson fór yfir stöðu ýmissa mála í sveitarfélaginu.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagins.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagins.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.