Dagskrá
1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 120
1809005F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 5. september 2018 var tekin fyrir umsókn um lóð að Fálkagerði 2 og afgreiðslu hennar vísað til byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir að úthluta Landsneti lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Uppbygging ehf óskar eftir framlengingu á úthlutun lóðar að Hnjúkabyggð 29 til 3. mánaða frá 17. september 2018. Áætlað er að framkvæmdir við bygginguna hefjist í lok nóvember 2018 og taki 12 - 13 mánuði.
Byggðaráð samþykkir framlengingu á úthlutun lóðar að Hnjúkabyggð 29 skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan 3. mánaða frá framlengingu lóðarúthlutunarinnar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Á sveitarstjórnarfundi 11. september sl. var lögð fram fyrirspurn varðandi gang mála á smíðastofu í Blönduskóla.
Byggðaráð fór yfir þau gögn sem liggja fyrir um áform að smíðastofu. Sveitarstjóra er falið að svara fyrirspurn. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, lagði fram drög að skipulagi við vinnu fjárhagsáætlunar 2019.
Byggðaráð samþykkir að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2019. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Íbúðalánaðsjóður leitar til sveitarfélaga til þátttöku í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Tilraunaverkefnið snýr að því að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni. Verkefnið tekur mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur að stuðla skuli að eflingu og auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig tekur það mið af stefnumótandi byggðaáætlum sem samþykkt var á Alþingi þann 11. júní sl. þar sem m.a. er kveðið á um markmið um fjölgun íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélögum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs fyrir hönd Blönduósbæjar. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 120 Byggðaráð felur sveitarstjóra að útbúa reglur fyrir Blönduósbæ um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga með vísan til laga um "Framlög til stjórnmálasamtaka frá sveitarfélögum" Nr. 162/2006, 5.Gr.
2.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 12
1809006F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 12 Fundarmenn undirrituðu erindisbréf nefndarinnar.
-
Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 12 Nefndin vann áfram að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Umræða skapaðist um nýsamþykkt lög nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Formanni falið að hafa samband við Jafnréttisstofu og kanna áhrif þeirra á gerð jafnréttisáætlunar.
Jafnréttisnefnd fjallaði sérstaklega um mikilvægi þess að fjárveiting til jafnréttismála verði tryggð við gerð fjárhagsáætlunar og ítrekar þær víðtæku lögbundnu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið í því sambandi.
3.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 10
1809002F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 10 Fundur er settur kl: 16:33
Formaður setur fundinn og almennar umræður sköpuðust tengt menningu-, tómstundum og íþróttum í samfélaginu.
4.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 11
1809008F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 11 Nefndin ræddi málefni tengd menningu,-tómstundum og íþróttum í samfélaginu.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 11 Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Róbert Daníel tók á móti nefndinni og fór yfir málefni tengd henni.
5.Styrkur til stjórnmálasamtaka
1809016
Sveitarstjóri kynnti drög að reglum Blönduósbæjar um styrk til stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa kosningu í sveitarstjórnarkosningum.
Talsverðar umræður sköpuðust um reglurnar og gerðar voru nauðsynlegar breytingar á þeim.
Að breytingum loknum voru reglurnar bornar upp og samþykkt samhljóða.
Talsverðar umræður sköpuðust um reglurnar og gerðar voru nauðsynlegar breytingar á þeim.
Að breytingum loknum voru reglurnar bornar upp og samþykkt samhljóða.
6.Skýrsla sveitarstjóra
1510028
Sveitarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála.
Í ljósi komandi fjárhagsáætlunargerðar var farið yfir áætlanir og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Miklar almennar umræður sköpuðust um stöðu margra málaflokka í sveitarfélaginu.
Í ljósi komandi fjárhagsáætlunargerðar var farið yfir áætlanir og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Miklar almennar umræður sköpuðust um stöðu margra málaflokka í sveitarfélaginu.
7.Önnur mál
1510017
Fjallað var um skipun í öldungaráð Blönduósbæjar.
Komu fram tillögur um skipun eftirfarandi aðila í ráðið:
Aðalmenn:
Valgarður Hilmarsson (L)
Helga Margrét Sigurjónsdóttir (Ó)
Zophonías Ari Lárusson (L)
Varamaður:
Steinunn Hulda Magnúsdóttir (Ó)
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða
Komu fram tillögur um skipun eftirfarandi aðila í ráðið:
Aðalmenn:
Valgarður Hilmarsson (L)
Helga Margrét Sigurjónsdóttir (Ó)
Zophonías Ari Lárusson (L)
Varamaður:
Steinunn Hulda Magnúsdóttir (Ó)
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða
Fundi slitið - kl. 18:45.
Beiðnin samþykkt samhljóða.