50. fundur 08. maí 2018 kl. 17:00 - 18:26 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir forseti
  • Zophonías Ari Lárusson 1. varaforseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Sigrún Hauksdóttir
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir
Dagskrá

1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2018 - síðari umræða

1805006

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun:
“Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2017 námu 1000,2 millj. kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta sem er 70 millj. kr. hærri tekjur en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjur samstæðunnar hækka um 17,5 millj. á milli ára sem gerir um 1.8% hækkun tekna. Rekstrargjöld hækka um 51.4 millj. kr. milli ára eða um 5,2 %. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 54,6 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta er jákvæð um 22,3 millj.kr. Skuldir og skuldbindingar samtals eru 1.179.083 þús.kr. í árslok 2017 en voru 1.237.194 þús.kr. árið á undan. Tekin voru ný langtímalán að upphæð 70,0 millj.kr. Afborganir langtímalána ársins 2017 voru 121,1 millj.kr. Eigið fé samstæðunnar um síðustu áramót var 720.109 þús.kr. hækkaði um 61.213 þús.kr. Skuldahlutfall Blönduósbæjar fer lækkandi úr 125,9% í 117,9% í árslok 2017 en skuldaviðmið samkvæmt reikningsskilareglum er 104,1% miðað við 112,1% árið á undan. Skuldaviðmið A-hluta Blönduósbæjar er 76,9% í árslok 2017.

Hörður Ríkharðsson og Oddný María Gunnarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Eignasala og stórauknar tekjur frá Jöfnunarsjóði hjálpa mikið til við rekstur sveitarfélagsins á árinu 2017 en hæpið er að byggja rekstur sveitarfélags til langframa á slíku. Þegar borga þarf 80 til 90 milljónir í afborganir af langtímaskuldum sjá allir að lítið er eftir til framkvæmda þegar veltufé frá rekstri er um 90 milljónir."

Sveitarstjórn vill þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góð störf á liðnu ári.
Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.
Sigrún Hauksdóttir sat fundinn undir þessum lið.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 115

1805001F

Fundargerð 115. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 50. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Anna Margrét Jónsdóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.3, 2.5, 2.6 og 2.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 2.1 1804016 Fjölbrautaskóli NV - fundargerð frá 20.3.2018
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 115 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.2 1805001 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Ræktað land nr. 86
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 115 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.3 1805002 Ámundakinn - tilboð um kaup á hlutabréfi í Vilkó ehf.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 115 Byggðaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðaráðs staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2018 með 6 atkvæðum.
  • 2.4 1805003 Gjaldskrá tengigjalda veitna
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 115 Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.5 1804019 Skákfélagið Hrókurinn - Tuttugu ára afmæli Hróksins, heimsóknir í öll sveitarfélög á Íslandi
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 115 Byggðaráð samþykkir að styrkja Hrókinn um kr. 25.000. Færist á lið 0689-9919 Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðaráðs staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2018 með 6 atkvæðum.
  • 2.6 1805004 Þjóðleikhúsið - Ósk um sýningarrými og fleira
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 115 Byggðaráð samþykkir að verða við ósk Þjóðleikhúsins um þetta samstarf.
    Færist á lið 0689-9919
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðaráðs staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2018 með 6 atkvæðum.
  • 2.7 1805005 Erindi frá Oddnýju M. Gunnarsdóttur, um lausagögnu katta
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 115 Byggðaráð samþykkir að setja tilmæli á heimasíðunni sveitarfálagsins til eiganda katta að gæta vel að köttum sínum á vaptíma fugla.
    Efnislegrar umfjöllun og afgreiðslu tillögunni vísað til nýrrar sveitarstjórnar
    Bókun fundar Oddný María Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

    Undirrituð gerir athugasemd við afgreiðslu byggðarráðs 3. maí 2018 á tillögu sem send var formanni í tölvupósti 20. mars síðast liðinn og er eftirfarandi:
    „Eftirfarndi tillaga óskast tekin fyrir á fundi byggðarráðs:
    Lausaganga ógeltra högna er bönnuð í þéttbýli Blönduóss.
    Eigendur katta skulu halda þeim innandyra að næturlagi til að stuðla að næturró.“
    Lengi hefur verið rætt um að samræma reglur um gæludýrahald, en ekki komist í verk, þó að varpað hafi verið á milli drögum að breytingum. Ofangreind tillaga er skref að friði, getur dregið úr óæskilegri fjölgun katta og óhljóðum að næturlagi.
    Niðurstaða byggðarráðs um að eigendur katta skuli gæta að þeim á varptíma fugla er ekki í neinu samræmi við efni tölvupóstsins sem þeir bóka sem erindi, en vísa sem tillögu til efnislegrar umfjöllunar nýrrar sveitarstjórnar.


    Hörður Ríkharðsson lagði fram þá tillögu að vísa erindinu aftur til byggðaráðs.


    Samþykkt að vísa erindinu aftur til byggðaráðs með 5 atkvæðum, OMG sat hjá.
  • 2.8 1504036 Tiltektardagur
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 115 Líkt og undanfarin ár verður efnt til tiltektardags á Blönduósi þann 10. maí nk. þar sem íbúar og fyrirtæki eru hvött til að taka til hjá sér og í næsta nágrenni.
    Sveitarstjórn mun bjóða til grillveislu kl. 18:00 við Félagsheimilið í tilefni dagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðaráðs staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2018 með 6 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:26.

Getum við bætt efni þessarar síðu?