Dagskrá
1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2018 - fyrri umræða
1804029
2.Tilboð í Enni
1804028
Samningur um kaup Blönduósbæjar á jörðinni Enni borinn upp og samþykktur 6 atkvæðum, 1 á móti (HR).
Vegna kaupa Blönduósbæjar á jörðinni Enni, þarf að gera viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2018. Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykktir að hækka fjárheimildir málaflokks 3180 um 135.000.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku við Lánasjóð sveitarfélaga.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 á móti (HR).
Vegna kaupa Blönduósbæjar á jörðinni Enni, þarf að gera viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2018. Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykktir að hækka fjárheimildir málaflokks 3180 um 135.000.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku við Lánasjóð sveitarfélaga.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 á móti (HR).
3.Gagnaversbygging á Blönduósi
1804027
Sveitarstjórn samþykkir með fyrirvara að leggja fram 15 milljónir króna í húsnæði vegna gagnavers á Blönduósi. Fyrirvari sá sem sveitarstjórn setur fyrir samþykkt sinni er að þessar 15 milljónir króna verði sem aukið hlutafé í Ámundakinn ehf. og ráðist verið í byggingu á því húsnæði eins og fram kemur í þeim gögnum sem lögð voru fram á fundinum. Jafnframt er það skilyrði samþykktar sveitarstjórnar að Ámundakinn ehf. taki þátt í stofnun fasteignafélags um byggingu á húsnæði fyrir gagnaver Blönduósi og áðurnefnd aukning á hlutafé verði notuð sem framlag til þess.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sat hjá (HR, OMG).
Vegna kaupa Blönduósbæjar á hlutabréfum uppá 15.000.000 kr. Þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018.Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 1301 um 15.000.000 kr. Fjármagnað af eigið fé.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá (HR, OMG).
Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sat hjá (HR, OMG).
Vegna kaupa Blönduósbæjar á hlutabréfum uppá 15.000.000 kr. Þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018.Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 1301 um 15.000.000 kr. Fjármagnað af eigið fé.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá (HR, OMG).
4.Lántökuheimild (Lánasjóður ehf).
1804026
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr.135.000.000 kr. með lokagjalddaga þann 5.apríl 2034 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstóll, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr.heimild í 2. mgr 68. gr. Sveitarstjórnarlaga nr.135/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til kaupa á jörðinni Enni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3 gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um lánasjóð sveitarfélaga nr.150/2006.
Jafnframt er Valgarði Hilmarssyni kt.290847-4869 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá (HR).
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr.135.000.000 kr. með lokagjalddaga þann 5.apríl 2034 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstóll, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr.heimild í 2. mgr 68. gr. Sveitarstjórnarlaga nr.135/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til kaupa á jörðinni Enni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3 gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um lánasjóð sveitarfélaga nr.150/2006.
Jafnframt er Valgarði Hilmarssyni kt.290847-4869 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá (HR).
5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 114
1804004F
Fundargerð 114. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 49. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 114 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 114 Byggðaráð tekur jákvætt erindið. Hafa skal samráð við tæknideild um framkvæmd verksins. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 114 Erindið fellur niður að beiðni umsækjanda
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 114 Byggðaráð samþykkir umbeðna fjárhæð kr. 150.000.- vegna landsmóta á Sauðárkróki í sumar og er styrkurinn færður á lið 0689-9919. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 114 Byggðaráð samþykkir að úthluta Ingólfi Daníel Sigurðssyni lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
6.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41
1804005F
Fundargerð 41. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 49. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Nefndin heimilar að húsin verða rifin. Bókun fundar Samþykkt með 6 atkvæðum BB vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum uppsetningu á umræddum skiltum en uppsetning girðingar er háð ákvæðum byggingarreglugerðar. Skiltin skulu sett upp í samráði við byggingarfulltrúa. ZAL situr hjá við afgreiðsluna. Bókun fundar Samþykkt með 6 atkvæðum, ZAL sat hjá.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Blönduósbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að skógrækt í landi Kúskerpis sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin telur rétt að fá umsögn Minjastofnunar um fornminjar á svæðinu.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna skyldleika. Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Samþykkt með 6 atkvæðum ZAL vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna skyldleika. Nefndin samþykkir byggingaráformin enda uppfylli húsin byggingarreglugerð. GS og OMG sitja hjá við afgreiðsluna. Bókun fundar Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 sátu hjá (HR, OMG).ZAL vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Afgreiðslan tekur gildi þegar deiliskipulagið af svæðinu hefur verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá (HR).
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 41 Fram komu 73 athugasemdir við auglýsingu um Verndarsvæði í byggð í gamla bænum á Blönduósi. Nefndin fór yfir athugasemdirnar og samþykkir að senda út svör vegna athugasemda til bréfritara. Nefndin samþykkir einnig að óska eftir viðbótarfresti hjá Minjastofun til að ljúka vinnu við Verndarsvæðið og telur að hægt sé að ljúka verkinu á 4-6 vikum. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Skuldir án skuldbindinga 92,8%
Skuldir og skuldbindingar 117,9%
Skuldaviðmið skv. reglugerð 104%
Lögð fram tillaga um að vísa ársreikning 2017 til annarar umræðu 8.maí 2018. Samþykkt með 7 atkvæðum.