37. fundur 30. maí 2017 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
  • Sigrún Hauksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir
Dagskrá

1.Ársreikningur 2016 - fyrri umræða

1705039

Ársreikningur Blönduósbæjar 2016 tekinn til fyrri umræðu. Forseti tilkynnti að Þorstein G. Þorsteinsson, frá KPMG, endurskoðanda Blönduósbæjar væri veikur og kæmist ekki á fundinn eins og fyrirhugað var. Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar sat fundinn. Arnar Þór fór yfir ársreikninginn og útskýrði helstu liði hans. Helstu tölur úr ársreikningi eru þessar: Rekstrartekjur námu 976 milljónir króna en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir tekjum upp á 896 milljónir króna. Rekstargjöld voru 831 milljónir króna, fjármagnsgjöld voru 36 milljónir króna og niðurstaða úr rekstri er hagnaður A og B hluta að upphæð 54 milljónir króna en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir 10 milljónir króna. Eigið fé Blönduósbæjar í árslok 2016 nam 659 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.

Almennar umræður og fyrirspurnir urðu um reikninginn. Að því loknu var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Blönduósbæjar 2016 til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Hér vék Sigrún af fundi.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 87

1705005F

Fundargerð 87. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.9, 2.12, 2.13, 2.14, 2.15, 2.16, 2.18 og 2.22 þarfnast sérstakar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Fundargerð veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Fundargerð veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Fundargerð Húsfélagsins, Hnjúkabyggð 27 lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 24. maí kl. 14:00.


    Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar 5. apríl 2017 var tekið fyrir erindi frá Ámundakinn ehf. þar sem sótt er um lóð að Hnjúkabyggð 38 skv. deiliskipulagstillögu. Í bókun Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar var tekið jákvætt í erindið og mælt með að byggðaráð úthluti eftirfarandi lóð með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B - deild Stjórnartíðinda.

    Byggðaráð samþykkir að úthluta Ámundakinn ehf. lóðinni Hnjúkabyggð 38 með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B-deild Stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðaráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 6 atkvæðum VH vék af fundi.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 7. apríl 2017 greiddi Lánasjóður sveitarfélaga ohf. út arð vegna rekstrarársins 2016 í samræmi við samþykkta tillögu aðalfundar sem haldinn var 24. mars 2017. Heildarfjárhæð arðsins er 491 milljónir. Arðgreiðslan skiptist eftir eignarhluta hvers sveitarfélags í Lánasjóðnum.
    Eignarhluti Blönduósbæjar er 1,47% og er arðgreiðslan vegna 2016 því 7.198.060 kr að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti að upphæð 1.439.612 kr. Útgreidd fjárhæð til Blönduósbæjar þann 7. apríl 2017 var því 5.758.448 kr.

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Þann 17. mars 2017 var Blönduósbæ tilkynnt um synjun styrkumsóknar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vorið 2017 til verkefnisins Hrútey í Blöndu. Í bréfi Ferðamálastofu dags. 25. apríl 2017 er synjun styrkumsóknar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða rökstudd.
    Horft var til eftirfarandi þátta:
    Forgangur vegna náttúruverndar, forgangur vegna öryggis ferðamanna, forgangur vegna innviða og forgangur vegna sjálfbærni. Umsóknin skoraði mjög vel þegar kom að síðustu tveimur atriðum en síður í fyrstu tveimur.

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Ingu Elsu Bergþórsdóttur kt. 250868 - 6189, Hjallavegi 19 104 Reykjavík f.h. Brimslóð ehf , kt. 451101 - 3740, um leyfi til að reka gististað í flokki IV í að Brimslóð 10A á Blönduósi.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðaráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Guðrúnar Sonju Birgisdóttur kt. 230790 - 2999, Skúlabraut 37 540 Blönduósi f.h. Retro ehf, kt. 691216 - 1010 um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Aðalgötu 6 á Blönduósi.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðaráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Guðrúnar Sonju Birgisdóttur kt. 230790 - 2999, Skúlabraut 37 540 Blönduósi f.h. Retro ehf, kt. 691216 - 1010, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Blöndubyggð 9 á Blönduósi.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðaráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Sturla Birgissonar kt. 230963 - 4289, Þrastarlundi 2 210 Garðabæ f.h. Laxás ehf kt. 590116 - 0250, um leyfi til að reka gististað í flokki III í veiðihúsinu Ásgarði, Láxá á Ásum.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðaráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Lagður fram kaupsamningur milli Sveins Þórarinssonar; kt. 220945 - 4489 og Blönduósbæjar; kt. 470169 - 1769 vegna kaupa á Ræktuðu landi nr. 33, landnúmer 145200, Ræktuðu landi nr. 35, landnúmer 145202, Ræktuðu landi nr. 38 ásamt fjárhúsi og hlöðu, fastanúmer 213 - 7313, landnúmer 145205, og Ræktuðu landi 39, landnúmer 145206.
    Kaupverð eignarinnar er samtals 1.209.128 kr.

    Byggðaráð samþykkir kaupsamninginn og leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 1.209.128 kr. Fjármagnað með eigin fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðaráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Á 25. ársþingi SSNV lagði stjórn SSNV til að skipuð yrði samgöngu- og innviðanefnd SSNV og að hvert aðildarsveitarfélag samtakanna tilnefni einn fulltrúa í nefndina. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að upplýsingaöflun vegna samgögnuáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna. Var tillagan samþykkt.

    Byggðaráð frestar afgreiðslu erindisins.

  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Fyrir fundinn liggur kauptilboð í Skúlabraut 35 að upphæð 14,5. m.kr.

    Byggðaráð samþykkir kauptilboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðaráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • 2.19 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 87
  • 2.20 1504036 Tiltektardagur
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Líkt og síðustu tvö ár verður efnt verður til tiltektardags á Blönduósi þann 25. maí nk. þar sem íbúar og fyrirtæki eru hvött til að taka til hjá sér og í næsta nágrenni. Sveitarstjórn mun bjóða til grillveislu kl. 18:00 við Félagsheimilið í tilefni dagsins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Byggðarráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningsmálum í héraðinu og skorar á Velferðarraðuneytið og Fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamning við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn í samræmi við þá skuldbindingu og ábyrgð sem í starfinu felst. Jafnframt er skorað á framkvæmdastjórn HSN að samræma launakjör hlutastarfandi sjúkraflutningsmanna innan starfssvæðis HSN en sjúkraflutningsmenn á Blönduósi telja sig ekki hafa setið við sama borð og aðrir sjúkraflutningsmenn innan HSN.

    Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn á HSN eru 23 talsins, starfa á Blönduósi, Dalvík, hluti af sjúkraflutningsmönnum á Húsavík, Raufarhöfn og Þórshöfn. Þar af starfa 6 á Blönduósi. Hluti af kröfum hlutastarfandi sjúkraflutningsmanna á Blönduósi er að þeir telji að ósamræmi sé á milli launa hlutastarfandi sjúkraflutningsmanna innan starfssvæðis HSN. Byggðarráð Blönduósbæjar telur það óásættanlegt, ef rétt reynist, af hálfu HSN að mismuna starfsmönnum sínum með þessum hætti og skorar á framkvæmdastjórn HSN að leiðrétta þetta misræmi án tafar.

    Verkefni heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisins í Austur Húnavatnssýslu er á ábyrgð HSN og það er framkvæmdastjórnar að tryggja grunnstarfsemi, þar á meðal sjúkraflutninga. Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 87 Golfklúbburinn Ós og Umf. Hvöt óska eftir stuðningi Blönduósbæjar vegna kaupa á sláttuvél sem kostar 2.550.000 til að slá golfvöllinn íþróttavöllinn og endurnýja vél á golfvellinum með kaupum á notaðri vél þar. Óskað er eftir að Blönduósbær verði kaupandi vélarinnar.

    Byggðaráð samþykkir að kaupa sláttuvél til afnota á opnum svæðum í samstarfi í Umf. Hvöt og Golfklúbbsins Óss að upphæð 1. m.kr.

    Hörður Ríkharðsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar L-listinn gerir að tillögu sinni að Samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2017 uppá fjárhæð 1.000.000 kr fjármagnað af eigið fé.
    Afgreiðsla 87. fundar byggðaráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 5 atkvæðum HR og Oddný sitja hjá.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30

1705003F

Fundargerð 30. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.2, 3.4, 3.5, 3.7, 3.8, 3.9 og 3.11 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Yfirmaður tæknideildar fór yfir sjóvarnir í sveitarfélaginu. Umræður um sjóvarnir og fram koma að á síðasta framkvæmdatímabili var ráðist í úrbætur neðan Húnabrautar 37-39 og neðan við gamlabæinn á Blönduósi. Halda þarf áfram styrkingum á sjóvörnum við Ægisbraut. Tæknideild falið að koma ábendingum nefndarinnar á framfæri.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Nefndin samþykkir byggingaráformin Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Nefndin tekur jákvætt í breytingarnar en óskar eftir leiðréttum gögnum og afstöðumynd af lóð þar sem öll mannvirki verða að standa innan viðkomandi lóðar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs fyrir geymslu. Staðsetning geymslunnar verði í samráði við byggingarfulltrúa og lóðarhafa. Samþykkt með 3 atkvæðum. Jakob Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 6 atkvæðum ZAL vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Afgreiðslunni er frestað. Jakob Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar ZAL vék af fundi við umræðu .
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Afgreiðslu frestað. Jakob Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar ZAL Vék af fundi við umræður um þennan lið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Umræður um nöfn á götum. Gatan sem liggur frá Norðurlandsvegi að Þingbraut fær nafnið Túnbraut. Götur sem liggja upp frá Hnjúkabyggð tilheyra Hnjúkabyggð. Bókun fundar Hörður Ríkarðsson kom fram með tillögu að Túnbraut heiti áfram Túnavegur. Og var það samþykkt með 6 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Nefndin samþykkir færsluna enda sé búnaðurinn staðsettur innan lóðar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Nefndin samþykkir að taka til skoðunar að breyta aðalskipulagi vegna byggingar á iðnaðarhúsi enda beri umsækjandi kostnað af því samkvæmt gjaldskrá fyrir skipulags og byggingarmál.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Nefndin samþykkir að auglýsa lausar lóðir í sveitarfélaginu á skipulögum svæðum bæði fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Fram komi í auglýsingunni hvaða skilmálar gilda um viðkomandi lóðir. Bókun fundar Forseti gerði það að tillögu sinni að þessu máli væri vísað til bæjarráðs og var það samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Fundargerðin er lögð fram til kynningar
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu málsins.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 30 Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd tók bréf Skipulagsstofnunar til umræðu og felur skipulagsfulltrúa að gera úrbætur á greinargerð og uppdrætti í samráði við ráðgjafa og Skipulagsstofnun. Nefndin samþykkir að fjarlægja tjaldstæði við Stekkjarhvamm af uppdrætti. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum.

4.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 13

1705008F

Fundargerð 13. fundar Landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 4.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 13 Landbúnaðarnefnd leggur til að tilhögun veiði á ref og mink í sveitarfélaginu verði með sama sniði og verið hefur. Samið verði við Vigni Björnsson um að sjá um grenjavinnslu í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2017 með 7 atkvæðum

5.Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit

1702005

Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit -1702005
Bréf skipulagsstofnunar frá 17. maí 2017.
Í bréfi dagsettu 17. maí sl. gerir Skipulagsstofnun eftirfarandi athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagstillögunnar í B- deild Stjórnartíðinda, og minnir á að sveitarstjórn skal taka athugasemdir skipulagsstofnunar til umræðu sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.


Sveitarstjórn tók athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu og felur skipulagsfulltrúa að gera úrbætur á greinargerð og uppdrætti í samráði við ráðgjafa og Skipulagsstofnun. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Valgarður Hilmarsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa máls

6.Önnur mál

1506021

Forseti bar upp tillögu um dagskrárliðinn önnur mál og var það samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Lögð var fram eftirfarandi bókun.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirvaralausri brottvikningu yfirlögregluþjóns Kristjáns Þorbjörnssnar úr starfi sínu. Annars vegar er hér um dæmalausa aðför að heiðvirðum lögregluþjóni og hins vegar niðurskurður í löggæslustarfssemi á landsbyggðinni án undirbúnings eða samráðs við heimamenn.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?