21. fundur 09. febrúar 2016 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson, ritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 50

1601003F

Fundargerð 50. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 21. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1.5 og 1.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

  • 1.1 1512012 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð frá 30. nóvember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 50 Fundargerð lögð fram til kynningar
  • 1.2 1512013 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð frá 11. desember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 50 Fundargerð lögð fram til kynningar
  • 1.3 1512018 Hafnarsamband Íslands - fundargerð dags. 14. desember 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 50 Fundargerð lögð fram til kynningar
  • 1.4 1601001 Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra - fundargerð 29.12.2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 50 Fundargerð lögð fram til kynningar
  • 1.5 1512010 Erindi frá lögreglunni á Norðurlandi vestra
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 50 Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hvetur Blönduósbæ til að setja bann við lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu og að leita samninga við Vegagerðina um friðun þjóðvegar nr. 1 með girðingum og viðhaldi þeirra til að auka umferðaröryggi.

    Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins og senda bréf lögreglustjórans til kynningar í Lanbúnaðarnefnd Blönduósbæjar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðaráðs staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • 1.6 1601006 Félag Íslenskra Kraftamanna - styrkumsókn 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 50 Lagt fram bréf frá Félagi íslenskra Kraftamanna. Stefnt er á að halda aflraunamót Norðurlands, Jakinn, keppni sterkustu manna landsins dagana 15. - 17. ágúst 2016 víðsvegar um Norðurland. Sótt er um 140.000 kr. styrk til að keppa í 1 - 2 keppnisgreinum á Blönduósi. Miðað er við að keppnin verði tekin upp og sýnd á RUV.

    Byggðaráð samþykkir erindið. Styrkurinn verður tekinn af 0589-9991.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðaráðs staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 með 7 atkvæðum.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 51

1602001F

Fundargerð 50. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 21. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 2.4, 2.5, 2.6, 2.7, 2.8 og 2.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

  • 2.1 1601023 SSNV - fundargerð stjórnar dags. 12. janúar 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Fundargerð lögð fram til kynningar
  • 2.2 1601018 Félags- og skólaþjónusta A - Hún - fundargerð frá 18. janúar 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Fundargerð lögð fram til kynningar
  • 2.3 1601019 Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dsgs. 18. janúar 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Fundargerð lögð fram til kynningar
  • 2.4 1601008 Erindi frá Ámundakinn - til hluthafa
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Stjórn Ámundarkinnar ehf. hefur borist tilkynning um sölu SAH Afurða ehf. á öllum hlutabréfum félagsins í Ámundakinn ehf. til Sölufélags Austur - Húnvetninga svf.
    í 9. gr. samþykkta Ámundakinnar ehf. eru ákvæði um tilhögun viðskipta með hlutabréf í félaginu og hefur stjórnin forkaupsrétt f.h. félagsins og síðar hluthafar.
    Stjórn Ámundakinnar ehf. samþykkti þann 11. janúar sl. að nýta ekki forkaupsréttinn og er hluthöfum gefinn kostur á að nýta þennan forkaupsrétt.
    Byggðaráð mun ekki nýta forkaupsréttinn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðaráðs staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • 2.5 1601010 Blönduskóli - erindi frá skólastjóra
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla óskar eftir aukinni starfsheimild allt að 75% til að ráða stuðningsfulltrúa fram til loka maí 2016.
    Byggðaráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðaráðs staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • 2.6 1601011 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - umsögn vegna leyfis
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Kristínar Óskar Bjarnadóttur kt. 270476-5039, Sunnubraut 3, f.h. Hafa Gaman ehf um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Húnabraut 6, 540 Blönduósi.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.

    Guðmundur Haukur vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðaráðs staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • 2.7 1601012 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - umsögn vegna leyfis
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Ágústs Sigurðssonar, kt. 050545-2969, Geitaskarði um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki I að Geitaskarði, 541 Blönduósi.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðaráðs staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • 2.8 1601020 Reykjavíkurborg - svar við beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Erindið varðar beiðni um skólavist í Blönduskóla.

    Fært í trúnaðarbók.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðaráðs staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • 2.9 1602002 Blönduósbær - innkaupareglur
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 Sveitarstjóri lagði fram og kynnti breytingar á innkaupareglum Blönduósbæjar.

    Byggðaráð samþykkir áorðnar breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar byggðaráðs staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar 9. febrúar 2016 með 7 atkvæðum.
  • 2.10 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 51 1) Sorphirða á Blönduósi
    Ágúst Þór, forstöðumaður tæknideildar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir sorphirðu á Blönduósi. Jafnframt kynnti Ágúst fyrirkomulag á sorphirðu á Blönduósi sem fyrirhugað er að taka upp í vor.

3.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 9

1601001F

Fundargerð 9. fundar Jafnréttisnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 21. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.

4.Öldungaráð Blönduósbæjar - 2

1601004F

  • 4.1 1601025 Málefni aldraðra á Blönduósi
    Öldungaráð Blönduósbæjar - 2 Rætt var um að koma þurfi upp aðstöðu fyrir eldri borgara til tómstundaiðju sem ekki passar inn í aðstöðuna sem fyrir er í Hnitbjörgum. Þar er verið að hugsa um t.a.m. minni háttar smíðavinnu, hugsanlega bókband og e.t.v. eitthvað fleira. Upp komu hugmyndir um húsnæði Kvennaskólans í Lönguvitleysu eða Vísishúsið. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að hlutast til um að finna húsnæði fyrir slíka aðstöðu.

    Rætt var um að koma þyrfti á skipulögðum sætaferðum fyrir eldri borgara innan sveitarfélagsins. Sumir einstaklingar eiga ekki hægt um að komast í búð, apótek, banka o.fl. Myndi það auðvelda þeim mikið ef í boði væru ferðir á ákveðnum tímum einhverja daga í viku sem þeir gætu nýtt sér. Sama gildir um viðburði í sveitarfélaginu eða nágrenni, t.d. messur. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að beita sér fyrir því að slíku verði komið í kring, hvort sem það verður á vegum sveitarfélagsins eða annarra félagasamtaka t.d. Rauða krossins. Öldungaráð gæti tilnefnt tengilið sem síðan gæti haft samband við þá sem tilbúnir væru að taka að sér slíkan akstur.

    Nefndin óskar eftir því að fá upplýsingar um hvers konar liðveisla er í boði fyrir fatlaða eldri borgara í sveitarfélaginu.

    Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að auka upplýsingaflæði til íbúa sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að sveitarfélagið gefi út fréttabréf mánaðarlega með umfjöllun um það sem um er að vera á vegum þess. Einnig mætti birta fleiri fréttir á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Rætt var um að auka mætti samstarf grunnskólans við eldri borgara, t.d. að fá grunnskólanema til að kenna eldri borgurum á tölvur o.fl.

    Ákveðið var að Öldungaráð myndi setja sig í samband við Rauða krossinn og ræða hvaða verkefnum hægt sé að koma á fót milli þeirra og eldri borgara.
    Bókun fundar Fundargerð 2. fundar Öldungaráðs Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 21. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.

5.Blönduósbær - innkaupareglur

1602002

6.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Sveitarstjóri flutti skýrslu um störf sín.

7.Breyting á nefndarskipan

1508006

Gunnar Sig. Sigurðsson, formaður kjörstjórn Blönduósbæjar hefur óskað eftir að vera leystur frá störfum.

Tillaga kom um að ??? verði formaður kjörstjórnar Blönduósbæjar í stað Gunnars Sig. Sigurðssonar. Var það samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn Blönduósbæjar þakkar Gunnari Sig. Sigurðssyni kærlega fyrir samstarf liðinna ára.

8.Kostningar samanber samning um málefni fatlaðra

1602009

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?