Dagskrá
1.Hótel Blanda ehf. - Umsókn um byggingarleyfi
1611030
Erindi frá Hótel Blöndu ehf. Umsókn um byggingarleyfi til að breyta hluta 1. hæðar sem nú er salur í þrjú gistiherbergi, þar af tvö fyrir hreyfihamlaða. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi. Teikningar dagsettar 5.03.2017 í verki nr.2016-045.
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir byggingaráform þau sem sótt er um á 1. hæð með fyrirvara um gerð glugga og hurða í húsinu.
2.Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit
1702005
Hnjúkabyggð, deiliskipulag. Ný tillaga að deiliskipulagi sem samanstendur af skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti og greinargerð sem gerð er hjá Landmótun af Yngva Þór Loftssyni, dags. 8. og 9. mars 2017. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030. Tillagan er lögð fram til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagstillögunnar liggja fyrir í Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 er fallið frá málsmeðferð skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.
1603014
Á 25. fundi skipulags- umhverfis- umferðarnefndar var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Brautarhvamm og gönguleið í Hrútey skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar. Jafnframt var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 26. janúar með umsagnarfresti til 9. mars 2017.
Umsögn hefur borist frá Lárusi B. Jónssyni.
Umsögn hefur borist frá Lárusi B. Jónssyni.
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar.
4.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.
1510002
Á 25. fundi skipulags- umhverfis- umferðarnefndar var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar og að fenginni jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan var auglýst frá 26. janúar með umsagnarfresti til 9. mars 2017.
Umsagnir hefa borist frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun
Veiðifélagi Laxár á Ásum
Óttari Yngvarssyni
Herði Ríkharðssyni
11 umráðamönnum hesthúsa við Arnargerði
Sigurði Erni Ágústssyni
Aðalfundi Hestamannafélagsins Neista
Umsagnir hefa borist frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun
Veiðifélagi Laxár á Ásum
Óttari Yngvarssyni
Herði Ríkharðssyni
11 umráðamönnum hesthúsa við Arnargerði
Sigurði Erni Ágústssyni
Aðalfundi Hestamannafélagsins Neista
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu aðalskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar.
5.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag
1609001
Á 25. fundi skipulags- umhverfis- umferðarnefndar var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skotæfingarsvæði á Blönduósi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar. Jafnframt var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 26. janúar með umsagnarfresti til 9. mars 2017.
Umsögn frá Óttari Yngvarssyni um breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 tekur til deiliskipulagstillögunnar.
Umsögn frá Óttari Yngvarssyni um breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 tekur til deiliskipulagstillögunnar.
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar.
Fundi slitið.