Dagskrá
1.Urðarbraut 1 - Breyting á gluggum
1507002
14.7.2015 var umsókn frá Kristjáni Blöndal um byggingarleyfi til að breyta gluggum hússins að Urðarbraut 1 á Blönduósi tekin til afgreiðslu. Umsókninni fylgir riss af fyrirhuguðum breytingum á gamla teikningu af húsinu. Nefndin tók jákvætt í erindið enda verði lagðar fram fullnægjandi hönnunargögn. Nú hefur borist aðaluppdráttur af húsinu sem sýnir fyrirhugaðar breytingar, gerður af Þorgils Magnússyni, byggingatæknifræðingi, áritaður af Atla G. Arnórssyni verkfræðingi, teikning nr. 16-111-101 dags. 9.11.2016 ásamt greinargerð.
Nefndin samþykkir byggingaráformin
2.Húnabraut 19 - Umsókn um breytta notkun
1611029
Erindi frá Rannveigu Rós Bjarnadóttur, eiganda Húnabrautar 19 á Blönduósi. Umsókn um breytta skráningu á Húnabraut 19 matshluta 01 rýnisnúmeri 0102 sem nú er skrifstofa verði íbúð.
Nefndin samþykkir breytta notkun.
3.Hótel Blanda ehf. - Umsókn um byggingarleyfi
1611030
Erindi frá Hótel Blöndu ehf. Umsókn um byggingarleyfi til að breyta hluta 1. hæðar sem nú er salur í þrjú gistiherbergi, þar af tvö fyrir hreyfihamlaða. Umsókninni fylgir grunnmynd gerð af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi. Á þessu stigi er óskað umsagnar um tillöguna.
Nefndin lítur jákvætt á áformin.
4.Ámundakinn ehf. - Umsókn um lóð
1611001
Erindi frá Ámundakinn ehf., umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði, um 400 m2, 16-20 m breitt með 5,5-6,0 m vegghæð. Finna þarf slíku húsi stað í samræmi við skipulag.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að vinna á málinu í samvinnu við umsækjanda.
5.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.
1510002
Skipulags- umhverfis- umferðarnefnd samþykki á 25. fundi nefndarinnar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 vegna skotæfingasvæðis og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar að lokinni samþykkt sveitarstjórnar, þ.e. málsmeðferð skv. 3. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svar barst frá Skipulagsstofnun þann 16.11. sl. þar sem stofnunin telur aðalskipulagstillöguna ekki tilbúna til auglýsingar. Vísast til efni bréfsins í því sambandi. Unnin hefur verið greinargerð og umhverfisskýrsla sem tekur á athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir endurskoðaða aðalskipulagstillögu og að hún verði send Skipulagsstofnun að nýju til athugunar að lokinni samþykkt sveitarstjórnar, þ.e. málsmeðferð skv. 3. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum, 1 situr hjá.
6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 12
1611008F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 13
1611009F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.