Dagskrá
1.Hnjúkabyggð 32 - Umsókn um byggingarleyfi
1607003
Erindi frá Íslandspósti ohf. - Umsókn um byggingarleyfi til breytinga á pósthúsinu að Hnjúkabyggð 32. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur ásamt skráningartöflu gerður hjá G&G arkitektar af Gunnlaugi Jónassyni arkitekt, teikningar nr. 16201, 16302 og 16203, dags. 27.06.2016.
Erla Ísafold vék af fundi undir þessum dagskrárlið vegna tengsla við umsækjanda. Nefndin telur að ekki þurfi að grendarkynna framkvæmdina og samþykkir byggingaráformin.
2.Stekkjarvík, stækkun á urðunarhólfi - Umsókn um framkvæmdaleyfi
1607002
Erindi frá Norðurá bs. - Umsókn um framkvæmdaleyfi til stækkunar á urðunarhólfi í Stekkjarvík. Umsókninni fylgir hönnun af fyrirhugaðri framkvæmd, gerð hjá Eflu ehf, teikningar nr. ST- 101, 105, 108, 109 og 113, dags. í maí 2016 ásamt útboðslýsingu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við deiliskipulagið "Sölvabakki - urðun og efnistaka" sem tók gildi með auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda þann 17. sept. 2015
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
3.Ljósleiðari í dreifbýli - Umsókn um framkvæmdaleyfi
1607001
Erindi frá Blönduósbæ. - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í dreifbýli Blönduósbæjar. Innan þéttbýlis á Blönduósi verður ljósleiðari í rörum að bæjarmörkum. Gert er ráð fyrir samstarfi við Húnavatnshrepp og er framkvæmdin að hluta samstarfsverkefni. Umsókninni fylgja yfirlitsmyndir um lagnaleiðir.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda liggi fyrir leyfi annara aðila er málið varðar.
4.Brennsluofn - Umsókn um byggingarleyfi
1605027
Erindi frá SAH Afurðum ehf. - Umsókn um byggingarleyfi fyrir búnaði til brennslu á áhættuvefjum sem falla til við slátrun á sauðfé og nautgripum. Umsókninni fylgja greinargóðar upplýsingar um brennsluofn sem nota skal og staðsetningu hans sjávarmegin við sláturhúsið. Borist hefur bréf frá Skipulagstofnun, dags. 9. júní 2016, varðandi matsskyldu og er niðurstaðan að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti.
5.Lögmannsstofan ehf - erindi vegna lóðarleigusamnings
1604029
Vísað er til bókunar nefndarinnar um málefnið á 21. fundi nefndarinnar 8. júní sl. Samkomulag er um að ljúka frágangi lóðarsamnings fyrir lóðina Hafnarbraut 2-4 en fresta málinu að öðru leyfi.
Nefndi samþykkir framangreinda málsmeðferð.
6.Samþykkt um umferðar- og auglýsingaskilti
1502012
Málinu vísað aftur til nefndarinnar af sveitarstjórn.
Nefndin yfirfór samþykktina og lagði til breytingar á bráðabirgðaákvæði 6. greinar. Nefndin samþykkti breytinguna með 4 atkvæðum, Jakob Jónsson sat hjá við afgreiðsluna.
7.Umhverfisviðurkenning 2016
1607004
Nefndin skoðar og gerir tillögur um veitingu umhverfisviðurkenninga Blönduósbæjar fyrir árið 2016.
Nefndin ákvað að fara í vettvangsskoðun og skoða garða garða.
Fundi slitið.