21. fundur 08. júní 2016 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Samgöngustofa - Umsögn um staðsetningu á ökutækjaleigu

1606003

Erindi frá Samgöngustofu - Samgöngustofa óskar eftir umsögn, samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur fyrir hönd Wave veitinga og viðburða ehf. Hjólhýsaleigu Blönduósi kt.450614-0330, um að reka ökutækjaleigu að Húnabraut 21, 540 Blönduós.
Nefndin samþykkir fyrirhugaða staðsetningu á Húnabraut 21 fyrir sitt leyti, enda sé eignarhald og afnotaréttur fyrir hendi.

2.Ægisbraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi til endurbóta eftir bruna.

1606004

Erindi frá SAH afurðum ehf. Umsókn um byggingarleyfi til að fara í endurbætur á bragga á Ægisbraut 4 sem skemmdist í bruna fyrr á þessu ári. Ekki eru áætlaðar neinar breytingar á burðarvirki. Hins vegar óska SAH afurðir ehf. eftir að loka hurðaropi er snýr í suður í átt að Rarik. Með umsókninni fylgir mynd sem sýnir núverandi ástand braggans.
Nefndin samþykkir byggingaráformin og að akstursdyrum á suðurgafli verði lokað en göngudyr verði áfram sem flóttaleið.

3.Lögmannsstofan ehf - erindi vegna lóðarleigusamnings

1604029

Erindi frá SAH Afurðum ehf. - Skv bréfi sem Lögmannsstofan ehf fékk frá Blönduósbæ þann 11.05.2016 vegna erindi nr. 1604029 kemur fram að nefndin leggi áherslu á að ljúka lóðarsamningi vegna Ennisbrautar 1 í samræmi við fyrri bókun.



SAH Afurðir ehf óskar eftir að fá að hafa skipulag lóðar eins og það er í dag þar sem ekki er verið að fara í þær breytingar sem voru fyrirhugaðar er sótt var um breytingu á lóðarsamningi vegna Ennisbrautar.

Nefndin leggur til að skoða málið með lóðarhafa með tilliti til öryggissjónarmiða vegna umferðar í tengslum við starfssemina.

4.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

Á 18. fundi nefndarinnar þann 6. aprík sl. var samþykkt skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 201-2022 vegna skotæfingasvæðis. Skipulagslýsingin var send umsagnaraðilum, kynnt á heimasíðu Blönduósbæjar og auglýst í fjölmiðlum í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

10 umsagnir hafa borist og fylgja þær með fundarboðinu.
Nefndin samþykkir að fela Landmótun um að vinna áfram að breytingu á aðalskipulagi svæðisins og að leitað verði leiða til að mæta kröfum vegna hljóðvistar.

5.Samþykktir um umferðar- auglýsingaskilti

1502012

Agreiðslu frestað á 19. fundi nefndarinnar.
Nefnin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að staðfesta tillögu að samþykkt um staðsetningu og útlit auglýsingaskilta í Blönduósbæ.

6.Ljósleiðari - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1606006

Erindi frá Húnavatnshreppi, umsögn um framkvæmdaleifi til lagningar ljósleiðara. Eins og sjá má á meðfylgjandi gögnum er ljósleiðarinn lagður í rör sem nú þegar liggja frá bæjarmörkum að símstöð við Húnabraut 15. Húnavatnshreppur mun leggja ljósleiðara í þrem leiðum sem byrja allar við símstöðina.Á þessum lagnaleiðum verður lagður ljósleiðari á þau heimili sem standa utan þéttbýlis á Blönduósi, eftir nánara samkomulagi við Blönduósbæ. Þeir staðir sem eru innan sveitarfélagsmarka Blönduós og þeim verður boðið að tengist ljósleiðarakerfi Húnanets ehf. eru eftirfarandi:

Á lagnaleið 1:
Kleifar og Hnjúkahlíð

Á lagnaleið 2:
Flugskýli

Á lagnaleið 3: Breiðavað, Fremstagil, Holtastaðir, Geitaskarð, Hvammur, Fagranes, Móberg og Skriðuland.
Nefndin samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögnum ljósleiðara frá símstöðinni á Húnabraut 15 að sveitarfélagamörkum enda liggi fyrir samkomulag um framkvæmdina á milli sveitarfélaganna áður en framkvæmdir hefjast.

7.Þvottastöð Ístex - Fyrirspur um mögulega viðbyggingu

1606007

Fyrirspurn frá Ístex um mögulega viðbyggingu við Ennisbraut 2 á Blönduósi. Hafin er viðamikil endurnýjum á vélakosti í þvottastöð Ístex á Blönduósi og var nýr afkastamikill þurrkari tekinn í notkun í vetur. Í haust munum við fá nýja ballapressu og í framhaldi af því viljum við bæta við fleiri vélum með aukna starfsemi í huga. Áður en ráðist er í hönnunarvinnu væri gott að fá frá ykkur svör hvort hægt sé að fá byggingarleyfi fyrir ca. 300 m2. skemmu við norðausturgafl verksmiðjunnar. Meðfylgjandi er gömul loftmynd af svæðinu og er ég búinn að setja hugsanlega viðbyggingu inn á hana. Auk þess er ónákvæmt layout af verksmiðjunni með viðbyggingu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, en til að það verði tekið til afgreiðslu þarf umsókn að berast frá lóðarhafa með fullnægjandi gögnum til grenndarkynningar.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11

1605004F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?